Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 8
10-11 11-11 Actavis Apótekarinn Apótekið Atlantsolía Bananar Bensínorkan Borgun Bónus Brimborg Búr Byko Ego Eimskip elisabet.is Europris Frumherji Glitnir Hagkaup Hekla Húsasmiðjan Iceland Express Icelandair Ísfugl IKEA Íslandspóstur Ístak Kaskó Kjarval Krónan Landsbankinn Lánstraust Lyf og heilsa Lyfja Matfugl Mest MS N1 Nettó Nóatún Nói-Síríus Orkuveita Reykjavíkur Penninn Rúmfatalagerinn Samkaup-Úrval Samskip Securitas Sjóvá Skeljungur Sláturfélag Suðurlands SPARISJÓÐIRNIR Sölufélag garðyrkjumanna Tryggingamiðstöðin Vátryggingafélag Íslands Visa Ísland Vífilfell Vínbúð Vodafone Vörður tryggingar Öryggismiðstöðin Frönsku neytendasamtökin blésu, ásamt fleiri samtökum, til herferðarinnar: Offita – verndum börnin okkar. Nú hefur franski heil brigðisráðherrann kynnt aðgerðir sem eiga að taka á vaxandi offitu vanda franskra barna. Breytingar verða gerðar á skólamötuneytum. Hingað til hafa verið gefnar út ráðleggingar fyrir mötuneytin hvað varðar næringu og hollustu en þeim hefur lítt verið fylgt eftir. Nú verður mötuneytunum hins veg ar beinlínis skylt að fara eftir þessum ráð - leggingum. Tekið verður á barnamiðaðri mark aðs - setningu á óhollustu, t.d. í sjónvarpsaug- lýsingum. Ráðherra mun kalla saman hóp (framleiðendur, næringarfræðinga, aug - lýsinga fólk og fólk úr neytendageiranum) sem mun koma sér saman um viðmið í þeim efnum. Ef framleiðendur fylgja ekki þeim leiðbeinandi reglum sem settar verða mun ríkistjórnin setja lög. Einnig verða settar einhverjar takmarkanir á verslanir varðandi það hvar þær mega stilla sælgæti upp. Frönsku neytendasamtökin fagna að gerð um heilbrigðisráðherra og benda á að m.a. Bretar og Svíar hafi þegar gripið til viðlíka aðgerða. Hér á Íslandi liggur fyrir til laga til þingsályktunar um takmörkun barna- miðaðra auglýsinga á óhollri matvöru. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem slík tillaga er lögð fram en lítið hefur farið fyrir aðgerðum vegna þessa hér á landi þrátt fyrir að íslensk börn séu að jafnaði feitari en þau frönsku. Frakkar snúa vörn í sókn Svona matur verður ekki á boðstólnum fyrir frönsk skólabörn, nema kannski til „hátíðarbrigða”. Hollustan verður í fyrirrúmi í frönskum skólamötuneytum. 8 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.