Neytendablaðið - 01.03.2007, Side 9
Athyglisverð grein birtist í aprílhefti
Neytendablaðsins árið 1999 undir yfir
skriftinni Hagnaður Shell – allur á
kostnað neytenda.
Einkennilegur ársreikningur
Í greininni er fjallað um ársreikning
Skeljungs fyrir árið 1998 en fyrirtækið
skilaði þá hagnaði upp á 242 milljónir.
Forstjóri Skeljungs útskýrði þessa góðu
afkomu með því að stefnumörkun sem
mótuð hefði verið innan fyrirtækisins hefði
skilað tilætluðum árangri. Neytendablaðið
benti hins vegar á að nánari skoðun á
ársreikningi Skeljungs vekti upp spurningar.
Þannig hækkaði t.d. rekstrarkostnaður
fyrirtækisins á milli ára um 176 milljónir
og það gæti varla talist góður árangur.
Rekstartekjur hækkuðu hins vegar aðeins
um 13 milljónir. Innkaupsverð seldra
vara lækkaði um 296 milljónir enda hafði
heimsmarkaðsverð á olíu lækkað mikið.
Neytendablaðið hélt því fram í þessari
grein að lækkun á heimsmarkaðsverði
hefði alls ekki komið neytendum til góða
og að samkeppni hafi ekki verið fyrir að
fara. Þá var einnig bent á að olíufélögin
einbeittu sér fyrst og fremst að því að koma
upp bensínstöðvum sem víðast og að sam-
keppnin virtist einna helst felast í því að
auglýsa og bjóða ýmsar vörur til sölu sem
hefðu ekkert með eldsneyti að gera. „Þetta
er svipað því að fisksalinn auglýsti sig
með því að bjóða upp á bestu gerð af
sippuböndum” segir orðrétt í greininni.
Gagnkvæm hlustunartæki?
Þegar þessi grein var skrifuð gat engan
órað fyrir því hversu víðtækt og alvarlegt
verðsamráð var þá þegar í gangi. Neytenda-
blaðið hafði þó grunsemdir um að ekki væri
allt með felldu eins og eftirfarandi tilvitnun
sýnir:
„Verðlagning á olíuvörum er hins vegar
svipuð hjá hinum stóru, þannig að stundum
mætti ætla að gagnkvæm hlustunartæki
væru til staðar á stjórnarfundum þeirra.
Þess vegna njóta neytendur á Íslandi
ekki virkrar verðsamkeppni og njóta í
takmörkuðum mæli hagstæðara verðs
vegna lækkana á heimsmarkaði. Það er
einmitt þess vegna sem olíufélögin hér á
landi hagnast; þegar heimsmarkaðsverð á
olíu lækkar þá lækkar verð til neytenda
ekki að sama skapi.
Sjaldan hefur birst ársreikningur, eins
og ársreikningur Skeljungs, þar sem svo
berlega sést að vandamálum í stjórnun
fyrirtækis og skorti á hagræðingu er velt
á neytendur. Spurningin er bara þessi: Á
þetta líka við um Olís og Esso?”
Grunsemdir Neytendablaðsins
Neytendasamtökin ákváðu að kanna úrvalið af umhverfismerktum
vörum hér á landi til að komast að því hvort íslenskir neytendur
hefðu raunverulegt val þegar kemur að því að versla á
umhverfisvænum nótum. Úttekt Neytendasamtakanna sýnir
að úrvalið af umhverfismerktum vörum er mjög lítið og í
engu samhengi við það mikla vöruúrval sem frændur okkar á
hinum Norðurlöndunum búa við. Hér er einna helst að finna
umhverfismerkt hreingerningarefni, salernispappír og eldhúsrúllur,
en þar með er úrvalið að mestu leyti upp talið.
Íslendingar eru þar að auki sú Norðurlandaþjóð sem hefur minnsta
þekkingu á Svaninum sem þó er algengasta umhverfismerkið hér á
landi. Sjá skýrsluna í heild á ns.is.
Eru umhverfisvæn innkaup raunverulegur valkostur?
Hvar er lægsta
eldsneytisverðið?
Neytendasamtökin fylgjast með eldsneytisverði og á www.ns.is
er hægt að sjá hvað bensín og díselolía kostar og hvar verðið er
lægst.
Könnun á hitastigi
matvöru
Neytendasamtökin könnuðu hitastig matvöru í kæliborðum,
kjötborðum, frystum og salatbörum í 14 verslunum. Athugasemdir
voru gerðar við kælingu matvöru í kjötborðum í 27% tilfella og í
kjötkælum í 29% tilfella. Ástandið var sérstaklega slæmt í frystum
en þar var hitastigið yfir eðlilegum mörkum í 53% tilfella og loks var
hitastigið í salatbörum yfir 5°C í sem er engan veginn ásættanlegt.
Melabúðin kom best út og þá Samkaup/Strax í vesturbæ Kópavogs.
Lesa má um könnunina í heild á ns.is. undir Matvæli.
NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007
Cl
ick
to
b
uy
N
OW
!PD
F-
XCh
ange Viewer
w
w
w.docu-track
.c
om
Cl
ick
to
b
uy
N
OW
!PD
F-
XCh
ange Viewer
w
w
w.docu-track
.c
om