Neytendablaðið - 01.03.2007, Síða 20
Sjónvarpsáhorfendur eru neytendur sem
greiða fyrir þjónustuna með afnotagjöldum
og í mörgum tilvikum áskriftargjöldum.
Mikilvægt er að tekið sé fullt tillit til allra
sjónvarpsáhorfenda, ekki síst barna, en
því miður er stundum misbrestur á því.
Allt of algengt er að þættir, auglýsingar
og bíómyndir sem ekki eru við hæfi barna
séu sýndar á þeim tíma sem gera má
ráð fyrir að börn geti verið fyrir framan
sjónvarpsskjáinn.
Það þarf ekki að fjölyrða um þann skaða
sem börn geta orðið fyrir við að sjá
myndefni sem þau hafa ekki þroska til
að skilja. Það er áhyggjuefni hversu oft
myndbrot sem ekkert erindi eiga til barna
birtast í fréttum og þáttum sem sýndir eru
á besta tíma. Gjarnan er bent á ábyrgð
foreldra en hlutverk þeirra getur verið
mjög erfitt þar sem myndbrotum er oft
skotið inn í dagskrá fyrirvaralaust, t.d. með
auglýsingum bíóhúsa eða myndbandaleiga
á hryllingsmyndum. Varðandi þætti og
bíómyndir er því miður ekki heldur alltaf
hægt að treysta merkingum sem gefa til
kynna hvort sjónvarpsefni sé ætlað börnum
eða ekki (gulur litur = efni ekki við hæfi
barna yngri en 12 ára; rauður litur = efni
ekki við hæfi barna yngri en 16 ára).
Í tilefni af ítrekaðri birtingu sjónvarpsstöðva
á aðdraganda aftöku Saddams Husseins
og þeim hörmulegu afleiðingum sem
slíkar myndbirtingar höfðu víða um
heim þegar börn reyndu að líkja eftir
aftökunni sendu Neytendasamtökin erindi
til Útvarpsréttarnefndar. Vildu samtökin
fá úr því skorið hvort myndbirtingarnar
samræmdust útvarpslögum. Einnig var
óskað eftir afstöðu Útvarpsréttarnefndar
til fleiri dagskrárliða sem ekki tengdust
fréttinni af Saddam Hussein.
Neytendasamtökin sendu einnig sjónvarps
stöðvunum bréf þar sem óskað er eftir
góðu samstarfi og að sjónvarpsstöðvarnar
taki góðfúslega við þeim ábendingum sem
samtökin kunna að hafa.
Neytendasamtökin taka við ábendingum
frá foreldrum sem telja brotið á rétti barna
sinna. Þá er einnig hægt að senda erindi
beint til Útvarpsréttarnefndar.
Sjónvarpsstöðvar taki tillit til barna
Neytendablaðið hefur á undanförnum
árum fjallað um skaðsemi transfitusýra.
Það eru engar nýjar fréttir að transfitusýrur
eru óhollar og Neytendasamtökin telja að
almenningur eigi rétt á að þessar fitusýrur
verði takmarkaðar í mat eins og kostur er.
Danir hafa þegar gripið til aðgerða, en árið
2003 samþykkti danska þingið löggjöf sem
skyldar framleiðendur til að takmarka magn
transfitusýra í öllum unnum mat sem seldur
er í Danmörku.
Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna
hefur úrskurðað að ekki sé til neitt öruggt
viðmið þegar transfitusýrur eru annars vegar
og því er framleiðendum í Bandaríkjunum
skylt að upplýsa um magn transfitusýra á
umbúðum. Þannig geta neytendur forðast
matvæli sem innihalda transfitusýrur kjósi
þeir það. Hér á landi eru engar slíkar reglur
í gildi.
Neytendasamtökin sendu umhverfisráð
herra, Jónínu Bjartmarz, bréf í janúar og
hvöttu til þess að íslensk stjórnvöld færu að
dæmi Dana. Enn hefur ekkert svar borist.
Transfitusýrur geta leynst í gómsætum mat.
eiga rétt á hollum matNeytendur
Cl
ick
to
b
uy
N
OW
!PD
F-
XCh
ange Viewer
w
w
w.docu-track
.c
om
Cl
ick
to
b
uy
N
OW
!PD
F-
XCh
ange Viewer
w
w
w.docu-track
.c
om