Neytendablaðið - 01.03.2007, Side 22
ICRT (International Research and Testing)
gerði könnun á samfélagslegri ábyrgð
skyndibitakeðja í 6 Evrópulöndum;
Belgíu, Finnlandi, Ítalíu, Spáni, Sviss og
Portúgal. Alls var 21 keðja könnuð, þ.á.m.
McDonald´s, Burger King, Kentucky
Fried Chicken, Subway og Pizza Hut.
Þeir þættir sem voru skoðaðir voru
m.a. kjör og aðstæður starfsmanna,
stefna fyrirtækjanna í umhverfismálum,
upplýsingar til neytenda, vöruúrval og
markaðssetning.
Skyndibitamenningin breiðist út
Upphaf skyndibitakeðja má rekja til Banda
ríkjanna þar sem flestar stærstu keðjurnar
eiga uppruna sinn. Keðjurnar Kentucky
Fried Chicken, Burger King, McDonald´s
og Pizza Hut opnuðu allar sína fyrstu
staði á sjötta áratugnum. Síðan þá hefur
skyndibitamenningin breiðst út um allan
heim og á 15 árum hefur salan á skyndibita
þrefaldast. Á tíunda áratugnum var mest
aukning í samlokugeiranum og var Subway
sú keðja sem óx hraðast.
McDonald´s, Pizza Hut og Kentucky Fried
Chicken hafa stærstu markaðshlutdeild
í Evrópu. Það eru þó ekki einungis
alþjóðlegar skyndibitakeðjur sem hafa náð
fótfestu í Evrópu. Exki er belgísk keðja sem
selur einungis lífrænt ræktaðan mat og
rekur nú 17 staði (McDonald´s rekur 6.350
staði) og A Cascata er portúgölsk keðja sem
rekur 24 staði.
Umhverfismál
Mikilvægustu þættirnir varðandi um
hverfismálin eru sóun og orkunýting.
Fæstar skyndibitakeðjur hafa vottaða
umhverfisstefnu (t.d. ISO 14001) og
skera þær sig nokkuð úr gagnvart öðrum
fyrirtækjum í matvælageiranum sem
mörg hver hafa slíka stefnu. Keðjurnar
gera þó ýmislegt til að minnka álag á
umhverfið og þannig notar t.d. keðjan
Quick viðtækt flokkunar og úrgangskerfi.
Exki nýtir endurnýjanlega orku í veitinga
stöðum sínum og allar umbúðir eru
endurvinnanlegar. McDonald´s á Ítalíu
notar lífrænt eldsneyti á flutningabíla
sína og McDonald´s í Sviss notar afgangs
steikarolíu sem eldsneyti. Þá hefur keðjan
Ciao&Spizzico sett upp kerfi sem safnar
regnvatni sem er m.a. notað til að vökva
flatirnar fyrir utan veitingastaðina.
Heilt á litið gátu þó fæst fyrirtækin
sýnt fram á raunhæfa stefnumótun í
umhverfismálum. Sú staðreynd að aðeins
lítill hluti fyrirtækjanna hefur komið sér
upp heildstæðri umhverfisstefnu sýnir að
skyndibitaiðnaðinum er ekki eins umhugað
um umhverfismál og öðrum geirum. Verst
er ástandið í tengslum við úrgang, sóun og
umbúðir.
Vinnuréttindi starfsfólks
Lág laun, ógreidd yfirvinna, einhæf
vinna, kynjamismunun og bann við aðild
verkalýðsfélaga eru þeir þættir sem horft er
til.
Skyndibitakeðjur, aðallega í Bandaríkjunum,
hafa ekki átt sérstaklega gott samstarf
við verkalýðsfélög í gegnum tíðina.
McDonald´s hefur t.d. átt í málaferlum við
verkalýðsfélög vegna ýmissa réttindamála
starfsmanna (lág laun, ógreidd yfirvinna,
ófullnægjandi heilsa og öryggiseftirlit).
Flest störf hjá stærstu skyndibitakeðjunum
eru hlutastörf, en þannig geta fyrirtæki í
sumum tilfellum komist hjá því að greiða
yfirvinnu. Skyndibitakeðjurnar gáfu lítið
upp um starfsmannastefnu sína og virðist
þátttaka starfsmanna í verkalýðsfélögum
vera frekar undantekning en regla en
Finnland og Ítalía skera sig reyndar úr þar
sem aðild starfsmanna að verkalýðsfélögum
er meiri.
Gæðakönnun
á skyndibitakeðjum
22 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007
Cl
ick
to
b
uy
N
OW
!PD
F-
XCh
ange Viewer
w
w
w.docu-track
.c
om
Cl
ick
to
b
uy
N
OW
!PD
F-
XCh
ange Viewer
w
w
w.docu-track
.c
om