Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 23

Neytendablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 23
Aðföng Skyndibitakeðjurnar eiga viðskipti við ótal birgja og margar af stóru keðjunum hafa það markmið að gera starfsemi sína „grænni”. Meðferð dýra er mikið hitamál víða enda er þróunin sú að landbúnaður verður sífellt tæknivæddari og ýmsum brögðum er beitt til að lækka framleiðslukostnað. Þannig er sýklalyfjum stundum beitt í óhófi og dýrin búa við mikil þrengsli og fá ódýrt fæði. Þótt ýmislegt hafi áunnist eru stóru skyndibitakeðjurnar enn á byrjunarreit þegar kemur að meðferð dýra og meðalstórar og litlar keðjur gera engar kröfur til birgja sinna. Lífrænt og erfðabreytt Ekki er mikið um að keðjurnar kaupi lífrænt ræktuð matvæli eða vörur með sanngirnismerki (fair trade). Hér er keðjan Exki þó undantekning en hún gerir út á lífrænan mat. Erfðabreytt dýrafóður er flutt til Evrópu frá m.a. Bandaríkjunum og Argentínu. Aðallega er um að ræða soja og maís sem er algengt dýrafóður. Stórar keðjur, eins og McDonald´s og Burger King, hafa það að markmiði að útrýma erfðabreyttu hráefni úr dýrafóðri. Í dag getur McDonald’s einungis tryggt að kjúklingar fá ekki erfðabreytt fóður. Litlar og meðalstórar skyndibitakeðjur gefa ekki upp hvort hráefnið sem þær nota er erfðabreytt eða ekki. Fylgihlutir Keðjur sem bjóða upp á leikföng eða annað smádót með mat kaupa slíkt iðulega frá löndum á borð við Kína og Víetnam, þ.e. löndum þar sem algengt er að reglur al- þjóðavinnumálastofnunarinnar séu virtar að vettugi. Sumar keðjurnar, eins og McDonald´s og Yum (KFC, Pizza Hut) hafa sett sér siðareglur í tengslum við innkaup á leikföngum og öðrum „fylgihlutum” máltíða. Neytendur Offita er vaxandi vandamál í Evrópu og oft hefur sjónum verið beint að skyndibitakeðjunum sem bjóða upp á mjög hitaeiningaríkan mat og sífellt stærri skammta. Sumar skyndibitakeðjur hafa gripið til aðgerða og bjóða upp á fjölbreyttari matseðil þar sem einnig má finna hollan mat. Sumar keðjurnar gera hreinlega út á hollustu, sbr. Subway, svo ekki sé talað um belgísku keðjurnar Exki og Le Pain Quotidien. Þegar horft er til hollustu, markaðssetningar og skammtastærða standa Exki og Le Pain Quotidien sig best. Margar skyndibitakeðjur hafa brugðist við þrýstingi frá neytendum og sett fram upplýsingar um næringargildi á veitingastöðum, á umbúðum og á heima- síðum. Skyndibitakeðjurnar hafa einnig verið gagn- rýndar fyrir markaðssetningu í gegnum tíðina og þá aðallega fyrir að beina spjótum sínum að börnum. Fæstar keðjurnar axla ábyrgð að þessu leyti. Enn mikið verk óunnið Samkvæmt könnun ICRT er ekki hægt að segja að skyndibitaiðnaðurinn í heild sinni axli samfélagslega ábyrgð. Þegar stærstu keðjurnar eru skoðaðar er McDonald´s komið hvað lengst á veg en keðjurnar Burger King, Subway og Pizza Hut fylgja á eftir. Margar minni keðjur hafa ekki mótað neina stefnu í málum sem tengjast meðferð dýra, umhverfinu eða vinnuréttindum starfsmanna. Keðjurnar koma þó nokkuð mismunandi út, allt eftir því í hvaða löndum þær starfa. Þannig kemur McDonald´s í Sviss mun betur út en McDonald´s staðir í hinum löndunum fimm. 10-11 11-11 Actavis Apótekarinn Apótekið Atlantsolía Bananar Bónus Brimborg Búr Byko Ego Eimskip Elisabet.is Esso - Olíufélagið Frumherji Glitnir Hagkaup Hekla Húsasmiðjan Iceland Express Icelandair IKEA Íbúðalánasjóður Íslandspóstur Ístak Kaskó Kaupþing Kjarval Krónan Landsbankinn Lánstraust Lyf og heilsa Lyfja Mest MS Nettó Nóatún Orkan Orkuveita Reykjavíkur Penninn Samkaup- Úrval Samkaup-Strax Samskip Securitas Shell - Skeljungur Síminn Sláturfélag Suðurlands SPARISJÓÐIRNIR Sölufélag garðyrkjumanna Tryggingamiðstöðin Vátryggingafélag Íslands VBS fjárfestingabanki Visa Ísland Vífilfell Vodafone Vörður Íslandstrygging Öryggismiðstöðin Neytendastarf er í allra þágu! 23 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.