Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 13
Litli-Bergþór 13 Hornsteinn hinnar nýju kirkju var lagður á Skál- holtshátíð árið 1956 þegar minnst var 900 ára afmælis biskupsstóls í Skálholti. Reist var stórt íbúðarhús, og var í fyrstu gert ráð fyrir því að hluti endurreisnarinnar væri að biskup Íslands settist að í Skálholti. Hugmyndirnar um hina almennu viðreisn staðarins undir forsjá kirkjunnar fengu framgang með því að Kirkjuþing þjóðkirkjunnar sem stóð 20. október til 2. nóvember 1962 samþykkti eftirfarandi ályktun: „Kirkjuþing ályktar að beina þeirri eindregnu ósk til hæstvirtrar ríkisstjórnar og Alþingis að Skálholtsstaður verði afhentur þjóðkirkju Íslands til eignar og umsjár og fylgi árlegur fjárstyrkur úr ríkissjóði til áframhaldandi uppbyggingar á staðnum. Telur kirkjuþing eðlilegt að Skálholt, gjöf Gissurar, verði með þessum hætti afhent kirkjunni á næsta ári í sambandi við vígslu hinnar nýju Skálholtskirkju, og veiti biskup og kirkjuráð staðnum viðtöku fyrir kirkjunnar hönd og hafi þar forráð um framkvæmdir og starfrækslu.“ Á grundvelli þessarar samþykktar lagði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, Bjarni Benediktsson fram frumvarp til laga um heimild til að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað hinn 11. febrúar 1963. Þegar ráðherrann fylgdi frumvarpinu úr hlaði sagði hann m.a. í ræðu sinni: „Allmiklar umræður hafa verið um framtíðarhlutverk staðarins og þá jafnframt um það, að hverju sé stefnt með því sem þar hefur þegar verið gert í því skyni að hefja hið forna höfuðsetur úr þeirri niðurlægingu, sem yfir það féll með ráðstöfunum stjórnarvalda undir lok 18. aldar. Tvennt er öllum augljóst hverjar sem skoðanir kunna að vera í þessu efni að öðru leyti. Í fyrsta lagi það að staðurinn er of verðmætur fyrir þjóðina einkum vegna söguhelgi sinnar, en einnig sakir þess sem þegar hefur verið til hans lagt á næstliðnum árum til þess að nú verði við skilist án frekari aðgerða. Í öðru lagi: Til þess að þessi verðmæta alþjóðareign megi ávaxtast á komandi tímum til sem mestra nytja fyrir þjóðina í andlegu og menningarlegu tilliti, þarf frumkvæði og forgöngu, sem sprettur af áhuga, vakandi ræktarsemi við þá erfð, sem helgar staðinn í meðvitund þjóðarinnar og samtök um að gera hana með tímabærum aðferðum frjóa fyrir nútíð og framtíð. Má þykja eðlilegt, að til kirkjunnar sé einkum horft um þetta og að hún vænti tiltrúar í þessu efni. Þess vegna hefur ríkisstjórnin fallizt á að verða við ósk Kirkjuþings og leggja til, að þjóðkirkjan taki nú við ábyrgðinni á framtíð Skálholtsstaðar. En að Alþingi ákveði jafnhliða þessari ráðstöfun að veita henni stuðning af almannafé til þess að koma þar fótum undir stofnanir og starfrækslu, er að mati hennar manna sæma staðnum bezt, svara til nauðsynja og horfa til nytsemdar fyrir þjóðina nú á tímum. Er á það að líta í þessu sambandi, að Skálholt er mesti helgistaður kristninnar í landinu, og þó að saga hans sé gildur þáttur í þjóðarsögunni er hún þó fyrst og fremst kirkjunnar saga frá upphafi. Var hann og kirkjunni gefinn í öndverðu af einum mikilhæfasta manni, sem þjóðin hefur átt.“ Óhætt er að segja að endurreisn Skálholts hvíli á þeim grunni sem hér kemur fram. Við vígslu Skálholtskirkju sagði Sigurbjörn Einarsson biskup: „Á helgustum grunni vors lands, sem áður var eyddur að kalla um sinn er ristið musteri, lofgjörð í sjálfu sér, þar sem það lyftir ásýnd sinni yfir staðinn, og í dag er hafinn upp lofsöngur í þessu húsi sem bergmálar um allt Ísland. … Í sögu Skálholtsbúið um 1900. Mynd: Frederick W.W. Howell, Cornell University Library.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.