Litli Bergþór - 01.06.2013, Qupperneq 41

Litli Bergþór - 01.06.2013, Qupperneq 41
Litli-Bergþór 41 Það hefur vakið athygli á síðasta ári, að búið í Gýgjarhólskoti hefur hvað eftir annað hlotið viðurkenningar fyrir miklar afurðir og góðan búrekstur, og það bæði fyrir kúa- og fjárbúskap. Síðastliðið haust voru þyngstu dilkar landsins frá Gýgjarhólskoti og í janúar var Gýgjarhólskotsbúið eitt fimm kúabúa á Suðurlandi, sem fengu viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands og Auðhumlu fyrir frábæran rekstur og bústjórn á kúabúum sínum. Var þetta annað árið í röð, sem Gýgjarhólskot hlaut slíka viðurkenningu. Eiríkur Jónsson bóndi í Gýgjarhólskoti er fæddur og uppalinn í Kotinu, sonur Jóns Karlssonar og Ragnhildar Magnúsdóttur bænda þar. Hann er stúdent frá ML og búfræðingur með BS gráðu frá Hvanneyri. Lokaverkefni Eiríks fjallaði um frjósemi mjólkurkúa og þá þætti sem hafa áhrif á frjósemina. Eiríkur og Arnheiður Þórðardóttir kona hans byrjuðu búskap í Gýgjarhólskoti 1989 og bjuggu með foreldrum Eiríks frá 1989-1996. Þá keyptu Sigríður systir hans og Sævar Bjarnhéðinsson, sem nú búa í Arnarholti, hlut foreldra þeirra í kúabúinu og hluta fjárbúsins af Eiríki og þannig bjuggu þau félagsbúi til ársloka 2001 að Eiríkur og Arnheiður keyptu þeirra hlut. Jón og Ragnhildur bjuggu á þessum tíma með helming fjárins, en hafa síðan smá minnkað sinn hlut og eiga nú einungis fimm kindur. Síðan Arnheiður féll frá í janúar 2011 hefur Eiríkur búið einn með aðstoð barna sinna og fjölskyldu. Gæðabúskapur í Gýgjarhólskoti Rætt um búskapinn við Eirík Jónsson bónda Ritnefnd Litla-Bergþórs fannst tilvalið að heimsækja Eirík og spyrja hann um lykilinn að þessum góða árangri við búskapinn. En kannski fyrst, hve stórt er búið? Eiríkur: Mjólkurkýrnar eru um 50 og svo set ég á alla kálfa. Nautkálfar eru allir aldir til kjötframleiðslu til rúmlega tveggja ára aldurs. Hausarnir eru því samtals milli 150 og 160 í fjósinu, sveiflast eitthvað eftir árstíðum. Kindurnar eru nú 386 með öllu, vetrarfóðraðar. Hvað varðar þessar viðurkenningar fyrir árangurinn, þá liggur hann held ég aðallega í búsgerðinni. Blandað bú, eins og okkar, nýtir betur aðföng, en er á móti tiltölulega vinnufrekt. Ef búin hafa mannafla og tæki til að sinna flestum verkum sjálf og nota lítið aðkeypta vinnu, koma þau vel út í samanburði, með þeim mælikvörðum sem notaðir eru. Borin er saman framlegð, þ.e. hvað er eftir þegar aðföng hafa verið dregin frá. Ekki er svo verra að hafa einhverja forsjálni og vera hæfilega nískur! Mér hefur fundist gott að hafa vinnu heima fyrir krakkana ef áhugi er fyrir hendi og svo kemur alltaf vel út að vera í samvinnu við nágrannana, til dæmis er ég í samvinnu við Jón og Jórunni á Drumboddsstöðum með kornræktina. Góðir nágrannar eru gulls ígildi í búskap og seint ofmetnir. Hver er galdurinn við að framleiða þyngstu dilka landsins? Já, mér hefur ekki leiðst að hafa góðar sauðfjárafurðir eftir alla umræðuna um afréttinn! En lömbin fara öll á kál þegar þau koma af fjalli um miðjan september og eru þar til loka sláturtíðar. Þau hafa auk þess aðgang Séð heim að Gýgjarhólskoti á köldum vordegi 2013. Jarlshettur í baksýn. Viðtal: Geirþrúður Sighvatsdóttir

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.