Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 19
eftir aðeins tvö ár. Þá voru komnar 30 kýr i fjósið, 250 hænur og nokkrar rolluskjátur. Það var nóg að bíta og brenna. Ég held að þessi ár hafi verið bestu ár foreldra minna, sem stóðu samt alltof stutt því að mamma dó 1963 aðeins 53 ára. Þá hætti pabbi búskap og fór frá Laxnesi. Hjalti kemur til sögunnar Um þetta leyti var nýlega búið að reisa félagsheimilið Hlégarð og fljótlega eftir að við fluttum fór ég þangað á ball. Þar á þessu fyrsta balli, kynntist ég manninum mínum, Hjalta Jakobssyni. Hann var fæddur 15. mars 1929 á Blómvangi í Mosfellssveit, sem var fyrsta garðyrkjustöð landsins, þaðan flutti hann að Tjaldanesi og var farinn að vinna í garðyrkjunni 12 ára gamall og vann við hana síðan allt sitt líf. Hann fór í Garðyrkjuskólann í Ölfusi þegar hann var 15 ára og síðan til Danmerkur þar sem hann vann við garðyrkju í eitt ár. Við giftum okkur um jólin 1953 og mánuði seinna, þann 21. janúar 1954, fluttum við hingað í Tungurnar. Þá var Pétur, elsti sonur okkar rétt tveggja mánaða gamall en hann er fæddur 22. nóvember 1953. Við höfðum ráðið okkur sem ráðsfólk að Stóra-Fljóti sem var þá í eigu Ragnars Jónssonar sem átti Þórskaffi. Hjalti þekkti vel til í sveitinni þar sem hann hafði verið í Víðigerði en ég hafði aðeins komið hér einu sinni um hásumar. Flutningurinn er mér minnisstæður, Eiríkur í Fellskoti keyrði búslóðina, sem varla væri kölluð búslóð í dag, og við vorum á litla sendibílnum okkar. Í þá daga var þetta löng ferð og ýmislegt leitaði á huga minn á leiðinni. Ég ætlaði að fara að verða húsmóðir með mann, eða jafnvel menn, í vinnu og heimili og ég sem kunni fátt til þeirra verka. Jú, ég gat soðið kjöt og fisk, var nokkuð góð í að elda grjónagraut og kakósúpu og ekki má gleyma hafragrautnum. Myrkrið á leiðinni var skelfilegt, síðustu ljós sem heitið gátu voru frá Selfossi. Skömmu seinna mátti sjá glampa frá Ljósafossi og enn lengra, eitt ljós langt frá vegi, það var á Miðengi. Ég furðaði mig á því hve fáir bæir væru á leiðinni en áttaði mig fljótlega á því að Litli-Bergþór 19 hér um slóðir var ekkert rafmagn. Við keyrðum því bara lengra og lengra inní myrkrið. Það voru mikil viðbrigði fyrir mig sem ólst upp við bæði rafmagn og rennandi vatn að koma í Gufuhlíð, þar sem hvorugt var að finna. Mér var fengið eitthvað sem mér fannst bara vera einhverskonar dós með gleri upp úr en var 10 línu lampi sem ég hafði aldrei áður séð. Litli kofinn í Gufuhlíð var enn minni á þeim tíma en hann er nú, þar sem risið var ekki komið á hann. Forstofan var pínulítill skúr og eldhúsið var svo lítið að ekki var hægt að setjast þar. Það var smá skonsa til að sofa í og önnur til að sitja í. Húsgögnin voru fá, það var dívan til að sofa á, tveir armstólar, lítil bókahilla og skrifborðið hans Hjalta. Við höfðum þrjá 10 línu lampa sem var vægast sagt lítil birta, í eldhúsinu var kolaeldavél, svoleiðis tæki hafði ég séð en aldrei kveikt upp í, og þarna var stafli af dagblöðum, spítukubbar og kol í fötu. Það var ekki fyrr en daginn eftir að við komum sem ég réðst í það stórvirki að kveikja upp í fyrsta skipti og elda einhvern mat. Mér leiddist líka alveg óskaplega í myrkrinu fyrst eftir að við komum þar sem ég þekkti enga manneskju. Eina fólkið sem ég kannaðist aðeins við voru Lilja Júlíusdóttir í Víðigerði og hennar maður Ólafur Sveinsson en þau voru líka frá Siglufirði, höfðu flutt hingað 1946. Fyrsti vinnumaðurinn okkar var óðalsbóndasonur úr sveitinni. Einhverju sinni þegar ég bauð upp á saltfisk til hádegisverðar, spurði hann hvort ég ætti ekki jarðarberjasultu. Ég varð hvumsa við en lét hann hafa sultu og hann fékk sér væna slummu á diskinn og tólg yfir og sagði um leið og hann bauð mér að smakka líka, „Þetta er rosalega gott“. Hjalti fékk sér og lét vel af, en ég ætlaði nú ekki að láta þá spila með mig svo að ég beið þangað til þeir voru farnir með að smakka og ég verð að viðurkenna að þetta var lostæti. En það sagði ég engum lifandi manni fyrr en fyrir stuttu síðan. Eftir fimm mánuði í kofanum í Gufuhlíð fluttum við í fjósið á Stóra-Fljóti þar sem við sváfum í innsta básnum, ef svo má segja. Það komu aldrei kýr í þetta fjós sem hafði verið byggt af Lofti Þorsteinssyni og hans hollensku konu. Það var stúkuð af íbúð í hluta fjóssins, alveg þokkaleg að sjá, en þar var hræðilega kalt og við urðum að klæða okkur í ullarsokka og peysur fyrir nóttina. Í hinum hluta fjóssins var sandgólf og þegar næddi vildi sandurinn berast inn í íbúðina til okkar. Seinna fékk slökkviliðið inni í þeim enda og þar var slökkvibíllinn geymdur. Útsýnið úr eldhúsglugganum fannst mér stórkostlegt, ég sá inn á Langjökul og mig Börn Fríðar og Hjalta: Jakob Narfi, Hafsteinn Rúnar, Erlingur Hreinn, Pétur Ármann, Marta Esther og Guðbjörg Elín. Myndin er tekin um jólin 1995.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.