Litli Bergþór - 01.06.2013, Page 35

Litli Bergþór - 01.06.2013, Page 35
Litli-Bergþór 35 Rétturinn leit svo á, að bílstjórinn hafi með akstri sínum á vegamótunum við Tungufljót sýnt vítaverða óvarkárni, sem telja megi orsök slyssins. Brot Arnolds Pedersen var heimfært undir 200. gr. hegningarlaganna (,,Ef að mannsbani hlýst af gáleysi annars, þá varðar það fangelsi ekki vægara en hálfs mánaðar einföldu fangelsi eða sektum ekki minni en 10 rd., ef að verkið er ekki svo vaxið, að þyngri hegning liggi við því“) og 15. gr . bifreiðalaganna frá 1931. Refsingin var ákveðin 60 daga fangelsi, og er það fram tekið í forsendum dómsins, að refsingin sé ekki þyngri vegna þess að bílstjórinn hafi lagt sig í verulega hættu við að bjarga Sigurbirni Á. Gíslasyni. Þá var og bílstjórinn sviftur ökuleyfi æfilangt. Dómi aukaréttar var áfríað til hæstaréttar sem staðfesti dóm aukaréttar 3. febrúar 1939. Í forsendum dóms hæstaréttar kemur eftirfarandi fram: Ákærði ók bifreið þeirri, er í máli þessu getur, yfir nokkuð djúpan poll skömmu áður en hann kom að Tungufljóti þann 20. ágúst f. á. Eftir umbúnaði hemlaborða bifreiðarinnar, sem honum hlaut að vera kunnugt um, mátti hann gera ráð fyrir því, að þeir kynnu að hafa vöknað, þegar hann ók yfir pollinn, og að þeir mundu því ekki þá þegar gera sitt gagn. Og átti ákærði því ekki að nauðsynjalausu að haga svo akstri að, eða í beygjunni, að hann þyrfti að treysta á hemlana til að hægja ferð bifreiðarinnar eða stöðva hana. Í forsendum hæstaréttar má sjá að dómurinn telur bleytingu bremsanna hafa verið úrslitaatriðið í að draga úr virkni þeirra en ekki að þær hafi bilað. Það útskýrir vel hvers vegna Arnold taldi bremsurnar vera farnar að verka illa á föstudagskvöldinu þegar þau komu að Geysi því að bremsurnar hafa að öllum líkindum blotnað í ferðinni upp að Geysi. Tilraunir Arnolds við að herða á bremsunum daginn eftir hafa því verið tilgangslitlar og sýna hve litla grein hann hefur gert sér fyrir raunverulegum or- sökum bremsuleysisins. Arnold fullyrti í lögregluskýrslu og í viðtölum við blaðamenn að hann hefði skipt niður í fyrsta gír áður en hann kom að gatnamótunum. Bíllinn reyndist hins vegar vera í öðrum gír þegar hann var dreginn úr Tungufljóti og var þessu atriði veitt töluverð athygli í dagblöðunum. Því er eðlilegt að sú spurning vakni hvort Daninn hafi reynt að fegra þátt sinn í slysinu með því að segjast hafa gírað bílinn meira niður en raunin var. Af orðum hæstaréttar virðist líka ljóst að hann leggur ekki mikinn trúnað á orð hans: Ef ákærði hefir ekið bifreiðinni í fyrsta gíri, eins og hann fullyrðir, niður hallann að vegamótunum við fljótið, og án þess að gefa bensín, þá hlýtur hún að hafa runnið það hægt niður eftir, að það var engum erfiðleikum bundið að taka beygjuna í einni atrennu, ef ákærði hefði byrjað á réttum tíma að sveigja bifreiðina af hægri brún vegarins, þar sem hann kveðst hafa haldið henni niður hallan, inn á veginn í áttina til brúarinnar á fljótinu. En svo virðist sem ákærða hafi mjög missýnst um þetta atriði. Með þessum athugasemdum þykir mega staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Það er aftur á móti spurning hvort vankunnátta Arnolds við akstur hafi haft áhrif á gírskiptingar hans. Fyrrum eigandi Chevroletsins, Helgi Eyjólfsson, varaði Sigurbjörn við því hve ryðgaður hann væri í gírskiptingum við beygjur og taldi hann þurfa meiri æfingu sem hann fékk hins vegar ekki. Þetta breytir því ekki að hann hefði átt að fara varlegar líkt og dómurinn bendir á en varpar mögulega enn frekar ljósi á hve ökumaðurinn var óvanur akstri þennan örlagaríka dag. Ég var með þeim niðri í Tungufljóti Það er til marks um alvarleika þessa slyss og áhrifa á íslenskt samfélag að þetta var með fyrstu alvarlegu bílslysum þessa tíma. Það er sem betur fer óalgengt enn í dag þrír aðilar látist í umferðaóhappi og þar af ein Líkfylgdin kemur niður Túngötu, líkvagnarnir þrír og mannfjöldinn á eftir auk þess sem staðið er við báðar gangstéttir. Mynd úr Morgunblaðinu.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.