Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 21
Litli-Bergþór 21 munurinn var sá að nýbúið var að leggja rafmagn í Laugarás. Það var lagt fyrir köldu vatni í húsið en þar sem það var sjálfrennandi og engin dæla þá náði það bara að renna í klósettkassann en ekki í vaskinn, við höfðum ekki baðkar. Ég þurfti því að ná í vatn út í hver, sem var nánast við húsvegginn, ef mig vantaði vatn til annars en að sturta niður. Húsið í Lauftúni hefur ekki verið nema um 40 fermetrar og þar var ekkert þvottahús. Þau voru almennt ekki við bústaðina á þessum tíma heldur voru þvottarnir þvegnir úti við hver eða hjá Guðnýju í Hveratúni sem bjó svo vel að vera með þvottahús. Þegar þurfti að þvo suðuþvott þá var óhreini þvotturinn settur í sápuvatn í bala, svo var öllu skellt í hverinn þar sem það var látið malla góða stund. Ef um eitthvað viðkvæmara var að ræða þurfti að láta vatnið standa og kólna. Rennandi kalt vatn úr Vörðufelli kom ekki í hennar. Ingólfur á Iðu setti merki á brúarstólpann hve langt flóðið náði upp. Hjalti hjálpaði Jóni Vídalín á Sólveigarstöðum að bjarga plöntunum hans frá skemmdum og komst því ekki strax að sjá son sinn. Og svo liðu árin Hvað mannlíf varðar fannst mér eins og ég væri að flytja í allt aðra sveit að koma hingað niðureftir. Hér vorum við öll eins og ein stór fjölskylda og samheldnin var mikil. Kannski var það vegna þess að Laugarás fyrr en sláturhúsið var byggt. Á þessum tíma var búið að byggja Lauftún, Sólveigarstaði og Hveratún hérna niðurfrá. Upp á ásnum voru svo Lindarbrekka, Læknishúsið og Laugarásbýlið. Þessir bústaðir voru misvel búnir, t.d. var Hveratún miklu meira hús og betur einangrað en Lauftún en læknishúsið og býlið voru enn betri hús. Þegar Jakob fæddist, 2. febrúar 1960, bjuggum við enn í Lauftúni. Einmitt þá gekk yfir næstmesta flóð vegna klakastíflu sem gengið hefur yfir við Iðubrú frá upphafi Brynja, Fríður og Halla í fermingarveislu í Laugargerði.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.