Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 32
32 Litli-Bergþór um kvöldið. Chevrolet bifreiðin lá beint út frá fljótsbakkanum og stóð á hjólunum. Hafði hún lent í dálítilli gjótu og skorðast og hallaðist töluvert. Þarna er þriggja til fjögurra metra dýpi, en rétt við hliðina er dýpið miklu meira. Einungis metersdýpi var niður á bílinn þar sem hann var skorðaður að sögn blaðamanns Morgunblaðsins svo gera má ráð fyrir að efsti hluti hans hafi verið á þessu dýpi. Um klukkutíma síðar er Ársæll búinn að græja sig upp og kafa niður að bílnum. Líkin þrjú voru öll í aftursæti bifreiðarinnar og festi Ársæll fyrst taug í Guðrúnu Valgerði og var hún dregin að landi. Þar er hún lögð í kistu og borin upp að bíl þar sem læknarnir skoða líkið. Ársæll batt næst taugina um lík Guðrúnar Lárusdóttur og að lokum utanum lík Sigrúnar dóttur hennar. Báðar voru þær dregnar að landi og lagðar í kistu áður en þær voru bornar upp að bílnum til skoðunar líkt og Guðrún Valgerður. Líkin reyndust ósködduð og voru þau því næst flutt til Reykjavíkur. Gerð var tilraun til að ná bílnum einnig upp en það tókst því miður ekki þar sem aðstæður þóttu of erfiðar. Var bifreiðin dregin upp tveim dögum síðar til frekari rannsóknar. Guðrún Lárusdóttir Móðirin í bílnum hét Guðrún Lárusdóttir og var mönnunum í vegavinnutjöldunum sennilega vel kunn. Hún fæddist 8. janúar 1880 á Valþjófsstað í Fljótsdal, dóttir Lárusar Halldórssonar (1851-1908) alþingismanns og prests og konu hans Kirstínar Katrínar Pétursdóttur Guðjohnsen (1850-1940) húsmóður, dóttur Péturs Guðjohnsens alþingismanns. Hún giftist Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni (1876-1969) 27. júní 1902 og eignuðust þau saman börnin Lárus (1903), Halldór (1905), Kristínu Guðrúnu (1906), Gísla (1907), Kristínu Sigurbjörgu (1909), Friðrik Baldur (1911), Kirstínu Láru (1913), Guðrúnu Valgerði (1915), Sigrúnu Kristínu (1920) og Gústaf (1924). Ekki nóg með það heldur var hún rithöfundur, sem ekki var algengt hjá konum á þessum tíma. Guðrún var fátækrafulltrúi í Reykjavík 1930—1938. Húsmóðir og rithöfundur og samdi skáldsögur og smásögur og sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912—1918. Hún var landskjörinn alþingismaður 1930—1934, önnur konan á eftir Ingibjörgu H. Bjarnason, landskjörinn alþingismaður í Reykjavíkurkjördæmi 1934—1938 fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrst kvenna. Guðrún var sömuleiðis mikill templari og um tíma formaður K.F.U.K. og Kristniboðsfélags kvenna þar sem hún tók við formennsku af móður sinni og móðursystur, Önnu Thoroddsen. Þegar Guðrún var kosin fyrst til setu í bæjarstjórn Reykjavíkur var hún ekki í framboði heldur voru einfaldlega allir kjörgengir. Guðrún nýtti sér hins vegar undanþágu í lögum sem gerðu henni kleift að skorast undan kjöri en sú undanþága var hugsuð heimilum til varnar ef barnamæður áttu í hlut. Sú undanþága var aftur á móti numin úr lögum á næsta þingi og þá gat Guðrún ekki skorist lengur undan og hlaut þá kjör í bæjarstjórnina. Persónu Guðrúnar var hampað í umfjöllun dagblaða um slysið. Þannig segir í Fálkanum: Brekkan niður að Tungufljótsbrúnni. Krossinn sýnir hvar bíllinn rann nið- ur í fljótið. Mynd úr dagblaðinu Fálkanum. Uppdráttur af aðstæðum við Tungufljótsbrúna sem birtur var í Morgunblaðinu 23. ágúst 1938.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.