Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 47

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 47
Litli-Bergþór 47 • Leiðrétting: Í síðasta blaði var einn matgæðinga vikunnar í Sunnlenska Fréttablaðinu kallaður Grétar Þór Grímsson, að sjálfsögðu var átt við Grím Þór Grétarsson á Syðri-Reykjum og biðst Litli-Bergþór afsökunar á þessum mistökum. • Veturinn hefur verið snjóléttur og veður gott síðan síðasta blað var gefið út fyrir jólin. Hiti hefur oftast verið á bilinu +/- 5°C, fór mest niður í – 10-12 °C einn og einn dag í mars. Töluverð úrkoma var fyrri part janúar og aftur síðustu dagana í febrúar, en féll sem betur fer sem slydda eða rigning, en ekki snjór. Miklir vatnavextir urðu í febrúar í Hvítá og öðrum ám og Auðsholt varð umflotið vatni, en ekki er vitað um skaða. Annars hefur verið úrkomulítið í vetur. Hálku, sem var á vegum fyrir jól, tók upp fyrir jól og öll fárviðri og fannfergi sem hrjáðu landsmenn í öðrum landshlutum í vetur, sneiddu hjá uppsveitum Árnessýslu. Maí var frekar kuldalegur en þó snjólaus að mestu. • Í janúar hlaut Guðjón Gunnarsson í Tjarnarkoti verðlaun Hrossaræktarfélags Biskupstungna fyrir hæst dæmda stóðhest félagsmanna, Svala frá Tjörn. Guðjón segir að Svali sé besti gæðingur sem hann hefur átt. Í tilefni þessa var Guðjón sunnlendingur vikunnar í Sunnlenska fréttablaðinu þann 23. janúar. • Sameinaður leik- og grunnskóli Bláskógabyggðar hefur hlotið nafnið Bláskógaskóli. Efnt var til samkeppni um nýtt nafn á skólann og kom nafnið Bláskógaskóli frá tveimur aðilum. Annars vegar frá þrem systkinum á Laugarvatni, þeim Arnari Páli, Láru Björk og Auði Pétursbörnum og hinsvegar frá Sigríði Egilsdóttur á Vatnsleysu. • Hildur Guðmundsdóttir á Brekku lést aðfaranótt föstudagsins 11. janúar. Útförin fór fram í Skálholti þriðjudaginn 22. janúar og var hún jarðsett á Torfastöðum. • Dröfn Þorvaldsdóttir leikskólakennari og frístundamálari sem býr í Kvistholti í Laugarási, málaði mynd af Menntaskólanum á Laugarvatni sem hún færði skólanum að gjöf í janúar sl. • Hinrik Óskar Guðmundsson frá Bóli lést 20. janúar og var jarðsettur á Torfastöðum föstudaginn 1. febrúar. Hvað segirðu til? • Þorrablót Tungnamanna fór fram á bóndadaginn, þ.e.a.s. föstudaginn 25. janúar. Var það í umsjón Haukadalssóknar sem sá um skemmtiatriðin. Hljómsveitin „Piltarnir okkar“ spilaði síðan fyrir dansi. • Hóf til heiðurs íþróttafólki Bláskógabyggðar var haldið í Aratungu 12. janúar. Þar fengu Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og þeir sem valdir hafa verið í landslið, viðurkenningu. Íþróttamaður Bláskógabyggðar ársins 2012 var kjörinn Smári Þorsteinsson, glímumaður úr Reykholti. • Samningur hefur verið gerður milli Sveitarstjónar og eigenda jarðarinnar Heiðar um Tungnaréttir. Ólafur Björnsson frá Úthlíð gerði samninginn og gaf vinnuna sem sitt framlag til réttanna og sveitarfélagsins. Húsið við Tungnaréttir að lenda á sínum grunni. Dröfn Þorvaldsdóttir afhendir Halldóri Páli Halldórssyni mynd sem hún málaði af Menntaskólanum að Laugarvatni.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.