Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 22
22 Litli-Bergþór við vorum öll svo nýflutt í sveitina, hér voru allir jafnir hvort sem það voru læknirinn, bóndinn, smiðurinn eða garðyrkjubændurnir. Ef eitthvert barnið átti afmælið þá mættu allir, börn jafnt sem fullorðnir, konur og karlar. Þegar Guðbjörg fæddist 13. desember 1964 bjuggum við ennþá í Lauftúni en vorum byrjuð að byggja þetta hús hérna í Laugargerði. Ingólfur á Iðu var aðalsmiðurinn við húsið, hann var mikill listasmiður á allt sem hann kom nálægt. Við fluttum inn í húsið rétt fyrir jólin 1965 og hér bjuggum við þegar okkar yngsta barn, Marta, fæddist þann 8. ágúst 1968. Árin liðu svo við vinnu, barnastúss og eril. Það var starfið fyrir Kvenfélagið en þar var ég m.a. formaður um tíma frá 1975 til 1979. Svo var það Ungmennafélagið sem krakkarnir voru félagar í, ég þurfti oft að keyra þau á æfingar og keppnir og aðstoða þau með bakstur fyrir félagið þegar á þurfti að halda og annars bara sinna öllu sem fylgir því að eiga börn. Ég hélt líka áfram að vera virk í félagslífi sveitarinnar, ég lék með leikdeild Ungmennafélagsins í fjórum leikritum, þau voru: Bör Börsson, Skálholt, Gísl og Er á meðan er. Þá má ekki gleyma öllum smáleikþáttunum og gríninu sem maður hefur tekið þátt í á alls konar samkomum. Það var óskráð regla hérna niður frá að það mátti ekki segja „nei“ við að taka þátt í því sem við vorum að gera þegar Skálholtssóknin var með þorrablót. Ég vann alltaf við garðyrkjuna en töluvert út frá heimilinu líka. Ég, Brynja Ragnarsdóttir á Birkiflöt, Halla Bjarnadóttir á Vatnsleysu og Fríða Gísladóttir í Hrosshaga tókum að okkru veitingarekstur í Aratungu á árunum 1973 til 1978. Þá var verið að koma með ferðamenn að skoða Gullfoss og Geysi og það vantaði fleiri veitingastaði í sveitina. Halla og Fríða voru í sal og við Brynja sáum um eldhúsið. Upp úr þessu urðum við miklar vinkonur og ég, Halla og Brynja aðstoðuðum hver aðra við allskonar veisluhöld í fjölskyldunum okkar s.s. fermingar og þess háttar. Um það leyti sem við hætt- um rekstrinum í Aratungu var stofnað hlutafélag um saumastofuna Strokk sem starfrækt var hérna í Sláturhúsinu á tímabili. Þar var Brynja yfir og ég vann hjá henni ásamt fleirum. Við Brynja störfuðum sam- an í ein 30 ár þegar allt er talið og tókum saman að okkur veitingareksturinn í Skálholti þegar Strokkur og saumaskapurinn var liðin tíð. Þáttaskil Skömmu eftir að við tókum Skálholt að okkur veiktist Hjalti. Veikindin mörkuðu þáttaskil í í lífi okkar. Það var árið 1991 og við Hjalti vorum að leggja af stað til Reykjavíkur að sækja farmiða til Írlands sem við vorum búin að panta en þangað ætluðum við í frí. Hjalti, sem var að raka sig áður en við færum, tók eftir því að hann var orðinn óeðlilega gulur í andliti. Okkur leist illa á þetta og ákváðum að kíkja við hjá lækninum áður en við leggðum af stað og fá hans álit á þessu. Það varð ekkert úr suðurferðinni þann daginn, Hjalti var sendur strax á sjúkrahúsið á Selfossi þaðan sem hann var sendur áfram suður á Landspítala. Þar var hann skorinn upp daginn sem við höfðum ætlað til Írlands. Það var ekkert hægt að gera, þetta reyndist vera krabbamein í brisi og skeifugörn og það var gallið sem litaði hann svona gulan. Hjalti var heima eins lengi og nokkur möguleiki var á. Ég sinnti honum ein þangað til ég gat það ekki lengur með nokkru móti. Þá var hann lagður inn á Sjúkrahúsið á Selfossi og ég flutti eiginlega þangað með honum. Það var sett auka rúm inn á stofuna hjá honum og þar gátum við sofið áfram saman, hlið við hlið, þó svona væri komið og það var ómetanlegt. Þetta var fyrir tíma líknardeilda og ég sá mikið til um að sinna honum áfram, bara við mikið betri aðstæður en heima og allt starfsfólk var okkur yndislegt. Hjalti dó 18. júní 1992 og er jarðaður á Selfossi. Ég sem hafði lítið getað sinnt vinnunni í Skálholti á meðan á veikindum Hjalta stóð, hellti mér út í vinnu. Ég var komin út í Skálholt að vinna rúmri viku eftir að hann dó og þar var ég næstu 10 árin. Börnin voru öll farin að heiman og ég gerðist vinnualki til að þurfa ekki að vera ein hérna heima. Reynir Þegar ég átti frí flæktist ég mikið. Ég var mikið á Jaðri hjá Mörtu dóttur minni og stundum fór ég norður í Staðarskála og var þar hjá vinkonu minni. Það var í Fríður og Reynir í rjómaveðri í Kanada árið 2011.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.