Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 24
24 Litli-Bergþór Úr fjölskyldualbúminu Nokkrar myndir frá Gunnlaugi Skúlasyni og Renötu Vilhjálmsdóttur í Brekkugerði. Bundið í bagga að gömlum sið í Launrétt árið 1973. Það er Elín sem er á labbinu lengst til vinstri á myndinni, síðan kemur Eva, þýsk stúlka sem var au pair hjá þeim hjónum. Við hennar hlið stendur Sabína, dóttir vinkonu Renötu. Síðan kemur Helga sem heldur á Hákoni Páli og lengst til hægri er Gunnlaugur. Gunnlaugur og Hákon Páll gera hestinn kláran. Á leið með heyið af „engjum“. Elín teymir hestinn, svo kemur Helga og Skúli Tómas snýr baki í myndavélina. Gunnlaugur fylgist með, greinilega ánægður með baggana sína og trúlega börnin líka.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.