Litli Bergþór - 01.06.2013, Qupperneq 48

Litli Bergþór - 01.06.2013, Qupperneq 48
48 Litli-Bergþór • Eiríkur Jónsson í Gýjarhólskoti fékk verðlaun fyrir frábæran rekstur og bústjórn á kúabúi sínu frá Búnaðarsambandi Suðurlands og Auðhumlu. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem fram fór mánudaginn 28. janúar á Hellu. Eiríkur fékk þessi verðlaun líka í fyrra. • Tvær Biskupstungnameyjar koma við sögu í stjórn nemendafélagsins á Laugarvatni í vetur. Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti er gjaldkeri félagsins og Margrét Björg Hallgrímsdóttir frá Miðhúsum er formaður ritnefndar. • Garðyrkjubændur fengu styrk frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar nú í janúar til að fjármagna viðbótarkostnað við frágang skýrslu um rafmagnsmál garðyrkjunnar. • Hagyrðingakvöld Vina Tungnarétta var haldið í Aratungu föstudaginn 8. mars. Þar komu fram Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum, Pétur Pétursson frá Höllustöðum, Reynir Hjartarson frá Akureyri, Þórður Pálsson frá Sauðanesi í Húnavatnssýslu, Magnús Halldórsson frá Hvolsvelli, Kristján Ragnarsson frá Ásakoti og Sigurjón Jónsson frá Skollagróf. • Héraðsþing HSK var haldið í Aratungu 9. mars sl. • Verkið Saumastofan var frumsýnd í Árnesi þann 16. mars. Leikdeild Umf. Gnúpverja setti upp verkið en frá Leikdeild Umf. Bisk. mátti sjá á sviðinu þau Írisi Blandon og Sigurjón Sæland. • Elsa Fjóla Þráinsdóttir í Miklaholti bauð ekki í partí í tilefni af 40 ára afmæli sínu en lét ættingja og vini vita í héraðsfréttablöðum að þeir væru velkomnir að gefa sauðfé og klappa silkihænum og fá sér kaffi á sunnudeginum 17. mars. • Hafdís Leifsdóttir, umsjónamaður fasteigna Bláskógabyggðar í Reykholti hefur nú sett upp síðu á Facebook fyrir Aratungu. • Á 147. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 11. apríl sl. varð umræða um almenna dansleiki í Aratungu. Var samþykkt samhljóða að slíkir dansleikir verði ekki haldnir í Aratungu framvegis fyrir utan hinar hefðbundnu samkomur s.s. þorrablót, réttaball, árshátíðir eða aðrar hátíðarsamkomur félaga innan Bláskógabyggðar. • Nýja húsið við Tungnaréttir var sett niður á sökkulinn þann 12. apríl. • Fagrilundur er nýtt nafn á húsi því sem áður gekk undir nafninu Kaffi Klettur. Í Fagralundi er nú gistiheimili sem opnaði 15. apríl sl. Guðfinna og Henk, eigendur hússins, eru búin að innrétta þar sex herbergi fyrir komandi gesti. Fæ ég þá ekki framar að fara á alvöru sveita- ball í Aratungu? Breytingar á Klettinum nú Fagralundi. Horft að stiganum upp á loft í Fagralundi og að útidyrahurðinni sem er á hliðinni á húsinu, það hefur ýmislegt breyst frá því sem áður var. Frá hagyrðingakvöldi Vina Tungnarétta. Talið frá vinstri: Sigurjón Jónsson, Kristján Ragnarsson, Magnús Halldórs- son, Guðni Ágústsson, Pétur Pétursson, Þórður Pálsson og Reynir Hjartarson. Mynd: Sigurður Sigmundsson

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.