Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 16
16 Litli-Bergþór Ég er oft spurð um hvaðan ég sé og vefst mér þá jafnan tunga um tönn. Velti fyrir mér hvort ég geti sagst vera undan jökli. Þaðan er ég ættuð, en af vondu fólki er ég ekki komin. Faðir minn var sonur útvegsbændanna Guðmundar og Jófríðar í Rifi. Jófríður Jónsdóttir, amma mín, var fædd 1879. Hún var mikil merkiskona og varð fræg um allt Snæfellsnes fyrir að neita að láta stúlkurnar sínar, dauðþreyttar sjálfar, draga blautan sjófatnað af piltunum og bera heim til að þvo og þurrka fyrir þá svo þau væru tilbúin í næsta róður eins og þá tíðkaðist. Í staðinn bauð hún karlmönnunum að þjóna stúlkunum. Þegar hún lést, árið 1973, báru kvenfélagskonur kistu hennar úr kirkju og stóðu heiðursvörð fyrir hana. Þetta þótti alveg sérstakt og hafði ekki gerst áður. Faðir minn hét Pétur Guðmundsson, fæddur 21. janúar 1906, hann dó 9. febrúar 1978. Móðir mín, Guðbjörg Elín, var fædd 10. desember 1910 á bænum Spjör í Eyrarsveit, dóttir Ragnheiðar Guðbrandsdóttur og Sæmundar Skúlasonar er þar bjuggu. Ragnheiður amma mín lést af barnsförum þegar móðir mín var sex ára. Þá var hún tekin í fóstur að Furubrekku til Þorkels, móðurbróður síns og Theodóru Kristjánsdóttur, konu hans. Theodóra og Vilborg, móðir Fríðu í Hrossaga, voru systur og er þetta það næsta sem ég kemst því að teljast frænka Fríðu. Ég er fædd í Reykjavík 21. mars 1935 og er næst elsta barn foreldra minna. Við áttum fyrst heima í Skerjafirði og svo á Grettisgötu. Það helsta sem ég man frá þeim tíma er hvað ég átti flottan pabba, hann var vélstjóri á varðskipinu Ægi og gekk í búningi með gylltum hnöppum. Hann sigldi einnig til útlanda og kom heim með ávexti og fínustu brúður. Svo fluttum við í Norðurmýrina, á Kjartansgötu 6. Á sumrin vorum við í Djúpuvík á Ströndum, mamma saltaði síld en pabbi var vélstjóri í síldarverksmiðjunni hjá Kveldúlfi. Í Djúpuvík komst ég í fyrsta skipti undir læknishendur og var skorin upp við kviðsliti. Ragnar Ásgeirsson, læknir sagði að ég hefði orgað ógurlega þegar átti að svæfa mig. Dagarnir eftir aðgerðina voru ævintýralegir, ég var borin út á plan í dívanskúffu og sett upp á fjórar síldartunnur. Þegar ég fór að hressast var ég keyrð um í gömlum barnavagni sem Heiðar, elsti bróðir minn, stjórnaði. Á stríðsárunum var farið með konur og börn úr borginni. Um tíma dvöldum við á Þingborg í Flóa og á Efri Brú í Grímsnesi vegna stríðsins og þar man ég vel eftir mér. Okkur krökkunum fannst þetta þó tóm vitleysa, hermennirnir voru svo góðir við okkur og gáfu okkur sælgæti og ávexti, það gat varla stafað mikil hætta af þeim. Næst fluttum við í Blesugróf, í lítinn sumarbústað sem pabbi keypti og byggði við og úr varð hið myndarlegasta hús sem var nefnt Bjarkarlundur. Ég gekk í Laugarnesskóla í tvo vetur. Já, ég þurfti að ganga þar sem það var svo lítil byggð þarna innfrá að þar voru engir strætisvagnar í förum. Mér verður stundum hugsað til baka til þess þegar ég gekk í svarta myrkri í gegnum sandgryfjurnar og söng hástöfum til að fæla í burtu draugana, sem ég var nokkuð viss um að væru þarna. Uppvaxtarárin Svo kom að því að foreldrar okkar gerðu eitthvað af viti að okkar systkinanna mati. Við fluttum á Siglufjörð. Síldin togaði í og þar var næga vinnu að fá. Pabbi var ráðinn vélstjóri við verksmiðjur Ríkisins. Við komum þangað 15. mars. 1944 eftir 14 daga siglingu með Esjunni sem fór fyrst austur fyrir land. Við Langanes var svo mikill hafís að skipið varð að snúa við og fara aftur til Reykjavíkur og reyna vesturleiðina. Á Ísafirði lokuðumst við inni í fimm daga. Það var reynt að komast út en við urðum alltaf frá að hverfa. Ennþá „Það var eins og að flytja í allt aðra sveit“ Viðtal við Fríði Pétursdóttur í Laugargerði í Laugarási Brúðkaupsmynd af foreldrum Fríðar, þeim Pétri Guð- mundssyni og Guðbjörgu Elínu Sæmundsdóttur. Viðtal: Svava Theodórsdóttir

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.