Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 39

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 39
Litli-Bergþór 39 Eldri deild leikskólans Álfaborgar ber nafnið Krummaklettar. Nafnið kemur úr nánasta umhverfi leikskólans og förum við oft í ævintýraferðir að hinum upprunalegu Krummaklettum. Í þessum ferðum lærum við mjög margt því við leggjum áherslu á skapandi starf og nám í gegnum leikinn. Til dæmis skoðum við trén og lærum um þau en jafnframt getum við lært grunnhugtök í stærðfræði. Hvaða tré er stærst? Hvað eru margar aspir meðfram veginum upp brekkuna í leikskólann? Ef við tökum fjögur tré í burtu hvað eru mörg eftir? Í skólanámskrá Álfaborgar kemur fram að leikskólinn starfi eftir lögum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Sveitarfélagsins Bláskógabyggðar. Ásamt þessum lagaramma hafa starfsmenn leikskólans verið að þróa undanfarin ár daglegt starf meir og meir í átt að leikskólahugmyndum Reggio Emilia sem einkennast af lýðræði. Leikskólastarf í anda Reggio Emilia fellur vel að grunnþáttum aðalnámskrár leikskóla. Þar er aðaláherslan á skapandi og frjálst starf þar sem virðing er borin fyrir öllum einstaklingnum, bæði börnum og starfsmönnum. Tekið er tillit til áhuga hvers og eins og nám og kennsla fer fram í gegnum leik. Hver og einn fær að njóta sín og sjálfsmyndin styrkist, sem er mikilvægt veganesti út í lífið. Á hverju ári velja börnin sér þema og í vetur urðu blómin og náttúran fyrir valinu. Við höfum því verið að dýpka vitneskju okkar um það á sem fjölbreyttastan hátt. Það hefur meðal annars verið gert með því að lita afskorin blóm með matarlit og mála fallegar blómamyndir. Börnin völdu sér líka nöfn á hópana Krummaklettar „Kónguló, kónguló, vísaðu mér á berjamó“... Jóhann Hilmir, Hildur María, Arnaldur, Metta Malín og Lilja Björk. Leikur með myndvarpa. Sindri og Kári Steinn. sína og heita þeir Rósahópur og Sóleyjarhópur. Það var gert í lýðræðislegri kosningu þar sem raddir allra fengu að heyrast. Föst uppbygging er á skólastarfinu sem má sjá í dagskipulagi leikskólans en námið og leikur barnanna fer mikið fram í gegnum opnar stöðvar og flæði þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín. Hópastarf er í hverri viku en þar er unnið með tónlist og myndsköpun. Í vetur höfum m.a. tekið fyrir Árstíðirnar eftir Vivaldi og Pétur og úlfinn. Á hverjum degi skemmtum við okkur á ýmsan hátt s.s. með því að syngja og lesa. Við hreyfum okkur á hverjum degi, jafnt inni sem úti, en einnig er farið í hverri viku í íþróttahúsið og sprellað. Undirbúningur fyrir grunnskólann er Bjarni Harald og Tómas Ingi í hópastarfi. Unnið með myndlist og tónlist við tónverkið Árstíðirnar eftir Vivaldi.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.