Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 GRUNNSKÓLAR REYKJANESBÆJAR SKÓLASETNING Í GRUNNSKÓLUM REYKJANESBÆJAR VERÐUR MIÐVIKUDAGINN 22. ÁGÚST 2012 Akurskóli Kl. 09:00 2.-3.bekkur Kl. 10:00 4.-7. bekkur Kl. 11:00 8.-10. bekkur Kl. 13:00 1. bekkur Háaleitisskóli Kl. 14:30 1.-7. bekkur Heiðarskóli Kl. 09:00 2.- 4. bekkur Kl. 10:00 5.-7. bekkur Kl. 11:00 8.-10. bekkur Kl. 13:00 1. bekkur Holtaskóli Kl. 09:00 2.- 4. bekkur Kl. 10:00 5.-7. bekkur Kl. 11:00 8.-10. bekkur Kl. 13:00 1. bekkur Myllubakkaskóli Kl. 09:00 2.- 4. bekkur Kl. 10:00 5.-7. bekkur Kl. 11:00 8.-10. bekkur Kl. 13:00 1. bekkur Njarðvíkurskóli Kl. 09:00 2.-5. bekkur Kl. 10:00 6.-7. bekkur Kl. 11:00 8.-10. bekkur Kl. 12:00 1. bekkur Nemendur mæti sem hér segir: Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum á skólasetningu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Innkaupalistar nemenda verða aðgengilegir á heimasíðum skólanna. Starfsmaður óskast í hlutastarf í skólasel Gerðaskóla. Um er að ræða gæslustarf með yngri nemendum skólans frá lokum skóladags til um kl. 16:00. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn í krefjandi og jafnframt gefandi starf með börnum. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 422-7020. Umsóknir skulu berast til skólastjóra. Umsóknir má senda í netfangið: skarphedinn@gerdaskoli.is. STARFSMAÐUR ÓSKAST Í SKÓLASEL GERÐASKÓLA Eldur kom upp í gömlum skúr við gamla fótboltavöllinn við Vallargötu í Njarðvík nýverið. Að sögn slökkviliðsmanna á vettvangi gekk greiðlega að slökkva eldinn í skúrnum. Þeir höfðu á orði að logað hefði ansi glatt en skjót við- brögð björguðu því að eldurinn Kviknaði í gömlu blaðamannastúkunni breiddist út en mikið gras er í kringum skúrinn. Skúrinn gegndi m.a. hlutverki blaðamannastúku og sjoppan á Njarðvíkurvellinum var einnig þarna til húsa. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Crossfit íþróttin er sannarlega búin að ryðja sér til rúms hér á Íslandi og þar eru Suðurnesin engin undantekning. Nú ætlar Crossfitfólk hér í Reykja- nesbæ að láta gott af sér leiða og halda sérstakt góðgerðar Wod (workout of the day, æfingu dagins) í dag þar sem þátttökugjald, sem er 2.500 krónur, rennur til styrktar FSMA félaginu á Íslandi. Bjarni Sigurðsson ætlar sér að gera gott betur en að taka þátt í Cross- fit söfnunni á fimmtudag en hann mun hlaupa í Reykjavíkurmara- þoninu á laugardaginn ásamt konu sinni Kristjönu Margréti Harð- ardóttur. Kristjana er með SMA taugahrörnunarsjúkdóm og hefur síðastliðin þrjú ár þurft að styðj- ast við hjólastól. Bjarni ætlar því að hlaupa með hana í sérstökum hlaupahjólastól. Kristjana var ákaflega þakklát fyrir hlýhug í hennar garð þegar blaða- maður Víkurfrétta heyrði í henni. „Þetta er bara stórkostlegt og ég átti engan veginn von á þessu. Ég er alveg æðislega þakklát fyrir þetta framtak,“ sagði Kristjana. Bjarni hljóp 10 km í Reykjavík- urmaraþoninu í fyrra og safnaði þá 100 þúsund krónum fyrir FSMA samtökin. „Hann hljóp í fyrra og stóð sig vel. Hann hafði svo gaman af þessu að hann langaði að leyfa mér að upp- lifa þetta með honum í ár.“ Stefnan var að hlaupa á næsta ári en Krist- jana segir að síðan Bjarni hafi byrj- að að æfa Crossfit í byrjun árs þá hafi áætlanir þeirra breyst. „Hann er bara kominn í svo gott form að við ákváðum að taka þátt núna í ár,“ en Bjarni ætlar aftur að fara 10 km, en nú er Kristjana með í för. Kristjana greindist með sjúkdóm- inn þegar hún var rúmlega eins árs gömul. Hún hefur enn styrk í fótum en hún hefur undanfarin ár þurft að notast við hjólastól. Crossfit tíminn til styrktar framtak- inu fer fram í dag frá klukkan 17- 19 hjá Crossfit Reykjanesbæ. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta mætt þar á Holtsgötu 52 í Njarðvík eða styrkt Bjarna og Kristjönu á hlaupastyrkur.is. Crossfit fólK lætur gott af sér leiða SKÓLASETNING Stóru-Vogaskóli, Vogum Skólaárið 2012-2013 Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst í Tjarnarsal 6.-10. bekkur mæti kl. 10 1.-5. bekkur mæti kl. 11 Foreldrar/forráðamenn velkomnir með nemendum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Starfsfólk Stóru-Vogaskóla

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.