Víkurfréttir - 16.08.2012, Síða 24
AUSTUR Á KLAUSTUR
Ein ferð á ári. Tilhlökkun allan ársins hring. Undirbúningur og eft-irvænting. Jarðhræringarnar trufluðu okkur og aðra veiðimenn á
síðasta ári. Varla vært fyrir ösku og djöfulgangi. Búalið á Seglbúðum
bauð ekki upp á neina útiveru né viðveru í öskurótinu. Söknuður af
útiverunni og náttúrunándinni var farin að segja til sín. Frúin lifir ekki
af árið án þess að komast austur á Klaustur. Þetta er hennar tími og
ekkert kemur í veg fyrir nautnina nema náttúruöflin láti á sér kræla.
Samveran og sameiningin tengir hópinn órjúfanlegum böndum. Allt
fær að flakka og það sem sagt er, satt eða logið, er skilið eftir í hraunpollum Grenlækj-
ar. Ægifegurð árinnar og náttúrulistaverkin í landslaginu draga fram dásemdir sálar-
lífsins.
Dró með mér Bændablaðið í sjoppunni á Hvolsvelli. Eins og gullmoli í höndum sunnlenskra sveitamanna. Sneisafullt af fróðleik og visku. Á forsíðu mátti lesa
um góðar uppskeruhorfur þrátt fyrir þurrkatíð. Í miðopnu mátti lesa fróðleik um
viðmiðunarverð stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda á lambakjöti fyrir komandi
sláturtíð. Birt á heimasíðu þeirra. Haustið 2011 var meðalverð á lambakjöti til bænda
502 krónur á kíló. Þetta er verð að meðtöldum uppbótargreiðslum sem afurðarstöðvar
greiddu. Stjórnin telur að verðið til bænda þurfi að hækka um heilar 48 krónur sem
þýði um 9% hækkun. Mig sundlaði við þessar upplýsingar og sá fyrir mér að milliliðir
og verslanir kríuðu heldur betur til sín þegar skrokkurinn í heild sinni til bænda leggst
á tæpar níu þúsund krónur. Hryggurinn kostar mig helminginn af því verði út úr búð.
Þá er allt annað eftir af dýrinu.
Við vöknuðum í golu og sudda klukkuna langt gengna í tíu. Erlendur bóndi leit við í gættina og sá að mannskapurinn var hingað kominn til þess að njóta lífsins.
Með árunum leggjum við minna upp úr veiði og meira upp úr værð. Fiskarnir hans
koma aftur ár eftir ár og svei mér þá ef hann þekkir þá ekki með nafni. Silfurslegnir
og doppóttir. Eins og fingraför sjávarguðsins. Hvísla til þín á bakkanum og heilsa með
vænu narti.
Kvöldvökurnar gerast ekki betri. Farið yfir helstu viðburði dagsins á meðan lamba-kjötið mallar á sjóðheitu grillinu. Hitaskipti, fataskipti, tímaskipti og pilluskipti
eiga öll sínar merkingar. Eitthvað sem enginn skilur nema vera meðlimur. Hlátrasköll
og gáski ríða ekki einteyming. Potturinn yljar kroppinn og kertaljósin loga eins og
klæðin rauð. Í stjörnubjörtu himinhvolfinu.
vf.is
Fimmtudagurinn 16. ágúst 2012 • 32. tölublað • 33. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
FIMMTUDAGSVALS
VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr
Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00
Tímapantanir í síma 426 8540
Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00
Frjáls mæting
VEITINGASALAN Í LEIRU
ER OPIN ALLA DAGA
HAFIÐ SAMBAND Í
SÍMA 421 4100 EÐA
NETFANGIÐ GS@GS.IS
Í HÁDEGINU
ALLA DAGA
SÚPA DAGSINS OG
FERSKUR FISKUR
KAFFIVEITINGAR,
HAMBORGARAR,
SAMLOKUR OG FLEIRA
GÓÐGÆTI.
OPIÐ ALLA DAGA FRAM
Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í
GS OG AÐRA.
Fylgist með á sandgerdisdagar.is og sandgerdi.is. Þið finnið okkur einnig á facebook!
VERIÐ VELKOMIN
Á SANDGERÐISDAGA
20.-26. ÁGÚST
Mánudagur
- Nýir Sandgerðingar boðnir velkomnir
- Djassveisla á Vitanum kl. 22.00
Þriðjudagur
- Kósýkvöld kvenna í Sundlauginni
kl. 20.00
Miðvikudagur
- Setning Sandgerðisdaga í
Grunnskólanum
- Hátíðardagskrá í Safnaðarheimili
kl. 19.00
- Aftan festival á Mamma Mía kl. 22.00
Fimmtudagur
- Diskótek fyrir yngri kynslóðina
- Lodduganga kl. 19.30
„Lítið en ljúft er veitt í Loddu“
Ganga fyrir fullorðna
- Valdimar á Mamma Mía
- Opið á Vitanum
Föstudagur
- Norðurbær – Suðurbær
www.nordursudurbaer.is
- Sápubolti
- Sundlaugarpartý fyrir 13 ára og
eldri kl. 20.00
Jón Jónsson og Friðrik Dór
- Söngva og sagnakvöld
- Hljóp á snærið á Vitanum
- Axlabandið á Mamma Mía
Laugardagur
- Golfmót
- Fjölskylduskemmtun frá morgni
til kvölds
- Hestar, andlitsmálun, leiktæki,
skottsala, söguferð og margt fleira
- Fræðasetrið
- Listatorg
- Ball með hljómsveitinni Í svörtum
fötum í Samkomuhúsinu
- Hljómsveitin Hrafnar á Vitanum
Sunnudagur
- Gönguferð
- Messa
Mikil óperuhátíð fer fram í Reykjanesbæ 24. og 26. ágúst.
Nú er það óperan Eugence Onegin eftir Tschaikovsky sem
verður flutt í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þetta verður
töluvert stærri uppfærsla en á TOSCA eftir Puccini sem
flutt var í fyrra og sló svo eftirminnilega í gegn.
Jóhann Smári Sævarsson sem sér um leikstjórn á verkinu
og leikur eitt aðalhlutverka sagði í samtali við Víkurfréttir
að sviðsmyndin væri með þeim glæsilegri sem sést hefði
hérlendis en verkið verður flutt í bæði Hljómahöll og
Stapanum á tveimur sviðum þar sem áhorfendur verða í
miklu návígi við leikarana. Sýningin er gríðarlega metn-
aðarfull og fjöldi fólks er að leggja fram óeigingjarnt starf
til þess að þessi uppfærsla verði að veruleika. Jóhann ætlar
að 400 gestir komist fyrir á hverri sýningu.
Áhorfendur í návígi
við leikarana
Metnaðarfull óperusýning í Hljómahöll: