Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 14
14 V E S T F I R Ð I R „Í atvinnumálum hér á Vestfjörð- um erum við búin að fara í mikla lægð og ég hef áður sagt að við förum ekki öllu neðar. Ég vil trúa því að von bráðar fari þetta að stíga upp á við, þó ég geri mér jafnframt ljóst að mikið þarf til að við náum fyrri styrk,“ segir Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða um þær svipt- ingar sem hafa verið í atvinnu- málum í fjórðungnum að undan- förnu. Það sem menn vestra óttast helst um þessar mundir er að steinbíts- og ýsuafli smábáta verði settur undir kvóta. Telja menn að slíkt gæti skert tekjur útgerða bátanna um allt að þriðjung - sem gæti aftur sett marga smábáta- menn í mikinn vanda. Hægt að reka saltfiskvinnslu Gjaldþrot Nasco hf. í haust hljóð- aði upp á hundruð milljóna króna. Ágreiningur hefur ríkt um stöðu einstakra veðkrafna í þrota- búið - og það hefur orðið til þess að fresta sölu á eignum þess og því að rekstur fari aftur að stað. Talið er að nokkurn tíma geti tek- ið að skera úr um stöðu einstakra krafna, þau mál eru nú til með- ferðar hjá dómstólum. Bæjaryfir- völd í Bolungarvík áttu þann 31. janúar fund með þingmönnum Vestfirðinga og í bókun sem þar var lögð fram segir að grípa þurfi til aðgerða „...til að koma í veg fyrir yfirvofandi bættu á fólks- flótta úr bænum með ófyrirséðum afleiðingum, búseturöskun og tekjutapi heimila, fyrirtækja og stofnana.“ Eftir gjaldþrotið í haust hefur atvinnuástandið í Bolungarvík verið heldur bágt og það skiljan- lega. Fyrst eftir gjaldþrotið voru alls 92 skráðir atvinnulausir, en hafði um mánaðamótin janúar og febrúar fækkað niður í 66. Ýmsar leiðir til að bæta úr stöðu mála í byggðarlaginu hafa verið skoðaðar og það hefur til dæmis komið mönnum á óvart hve mikið af þeim afla sem landið er í Bolung- Vestfirðingar telja botninum náð Löndun í höfninni á Ísafirði. Myndir: Halldór Sveinbjörnsson Mikið atvinnuleysi fiskverkafólks í Bolungarvík í kjölfar gjaldþrots Nasco hefur enn á ný beint kastljósinu að stöðu atvinnumála í fjórð- ungnum og sér í lagi stöðu sjávarútvegsins á svæðinu. Áður hafa Vest- firðingar séð það dökkt, til að mynda við hnignun Básafells, hrun fisk- vinnslu á Þingeyri og Suðureyri og lokun stórra fiskvinnslufyrirtækja á Ísafirði. Vestfirðingar virðast nú um stundir horfa mjög til smábátanna sem sinnar lífæðar á sjávarútvegssviðinu og í úttekt Ægis kemur fram að þau eru sannarlega til sjávarútvegsfyrirtækin á Vestfjörðum sem virðast á öruggri uppleið, þrátt fyrir allt vonleysistalið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.