Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 39

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 39
39 F I S K A R að greina til tegundar vegna skemmda, annar var 11 cm en hinn 25 cm, í maí á Reykjaneshrygg. Allir þessir angar veiddust í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE. Suðræni silfurfiskur, Argyropelecus hemigymnus Um miðjan nóvember veiddust þrír fiskar þessarar tegundar 2-3 cm langir í loðnuflotvörpu rs. Bjarna Sæmundssonar á 597-601 m dýpi í Grænlandssundi út af Barðagrunni. Norræni silfurfiskur, Argyropelecus olfersi Tveir silfurfiskar veiddust í kolmunnavörpu í mars og apríl báðir á Rockallsvæðinu utan við 200 sjó- mílna mörkin djúpt suður af landinu. Annan veiddi Hákon ÞH á 512-567 m dýpi en hinn veiddi Börkur NK á 567 m dýpi. Hvor fiskur var um 10 cm langur en lengri hefur þessi fisktegund ekki mælst. Orðufiskur, Polyipnus polli Einn 6 cm langur orðufiskur veiddist í marsbyrjun í flotvörpu rs. Árna Friðrikssonar á 340-350 m dýpi (botndýpi: 371-381 m) norðan Víkuráls (66°00´N, 26°43´V). Þetta mun vera þriðji fiskur þessarar tegundar sem veiðist á Íslandsmiðum. Hinir tveir veiddust í Græn- landshafi 1994 og rétt austan Vestmannaeyja 1995. Bleiklax, Oncorhynchus gorbuscha Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 20. sept. 2000, veiddust nokkrir bleiklaxar (hnúðlaxar) í ám á Aust- urlandi sumarið 2000, m.a. í Selá, Breiðdalsá og Hofsá. Stóri földungur, Alepisaurus ferox Togarinn Snorri Sturluson RE veiddi einn 147 cm langan að sporði á Reykjaneshrygg í apríl og annan í maí á 1025 m dýpi einnig á Reykjaneshrygg (61°26´N, 27°39´V). Báðir veiddust í flotvörpu. Rauðskinni, Barbourisia rufa Í lok október veiddi togarinn Örfirisey RE rauð- skinna, 34 cm langan, í botnvörpu á 824 m dýpi á grálúðuslóð vestan Víkuráls (65°50´N, 28°00´V) Þetta mun vera fjórði rauðskinninn sem veiðist innan 200 sjómílna markanna við Ísland. Sá fyrsti veiddist djúpt suðvestur af Reykjanesi árið 1995. Annar fékkst á grálúðuslóð vestan Víkuráls 1996 og sá þriðji á Reykjaneshrygg 1999. Auk þess veiddist einn rétt utan 200 sjómílna markanna suðvestur af Reykjanesi árið 1997. Hornfiskur, Belone belone Í maí kom 75 cm hornfiskur upp úr maga þorsks sem veiddist í net á 79 m dýpi um tvær sjómílur vestur af Stafnesi. Veiðiskip var Þorkell Árnason GK. Ekki fer mörgum sögum af hornfiski hér við land. Fyrst mun hann hafa fundist hér árið 1701, næst 1764 og tveir fengust 1821. Guðlax, Lampris guttatus Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu (Úr Verinu) þ. 21. júní veiddi togarinn Klakkur SH einn 60 kg þungan í flotvörpu á Reykjaneshrygg. Þá veiddust nokkrir guðlaxar á djúpmiðum hér við land, m.a. á Þórsbanka undan Suðausturlandi í ágúst, skv. upplýsingum sem Hafrannsóknastofnun bárust. Vogmær, Trachipterus arcticus Í maí veiddi Haukur GK 146 cm og 4,8 kg vogmeyj- arhrygnu á Reykjaneshrygg. Ennisfiskur, Platyberyx opalescens Í apríl veiddi Snorri Sturluson RE ennisfisk í flot- vörpu á 1098 m dýpi vestan við Reykjaneshrygg (61°34´N, 28°24´V). Fiskurinn mældist 22 cm. Makríll, Scomber scombrus Í byrjun apríl veiddi Hringur SH tvo makríla , 36 og 37 cm langa á Eldeyjarbanka Steinbítur, Anarhichas lupus Steinbítur er ekki sjaldséður fiskur en mjög stórir steinbítar vekja þó alltaf athygli. Í ágúst veiddist 123-125 cm langur steinbítur eftir því hvernig hann var togaður og teygður, 16 kg, hængur, 24-25 ára gamall, á línu Bryndísar SU við Lárunga út af Breið- dal. Þessi steinbítur er sá lengsti eða næstlengsti sem veiðst hefur á Íslandsmiðum. Trölli, Lamprogrammus shcherbachevi veiddist í desember á Boðagrunni suðvestan Reykjaness. Ný tegund á Íslandsmið- um. Trölli, Lamprogrammus shcherbachevi Trölli veiddist í desember á Boðagrunni (sem næst 63°25´N, 23°50´V) á 55-73 m dýpi. Lengd rúmlega 183 cm en það vantaði smávegis aftan á fiskinn. Veiðiskip var Ottó N. Þorláksson RE. Þetta er ný tegund á Íslandsmiðum og mjög fágæt því ennþá hafa aðeins örfáir fiskar veiðst. Íslenski fiskurinn er sennilega sá næstlengsti sem veiðst hefur í heiminum. Þessi tegund er af ætt svartskolta og ættbálki kúsk-ála en af þeim ættbálki hafa veiðst á Ís- landsmiðum sníkir, svartskoltur, blámævill, flathaus og drumbur, allir sjaldséðir við Ísland. Drumbur, Thalassobathia pelagica Einn drumbur veiddist í maí á 1025 m dýpi á vest- anverðum Reykjaneshrygg í flotvörpu Snorra Sturlu- sonar.Fiskurinn mældist 27 cm.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.