Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 22
22 K Æ L I - O G F R Y S T I I Ð N A Ð U R Fyrirtækið Ísaga hefur sér- hæft sig í sölu lausfrysta fyrir sjávarútveginn og nú er komin ný gerð af AGA lausfrysti á markaðinn. Að sögn Eddu Magnúsdóttur, forstöðumanns matvæla- sviðs Ísaga, hefur þessi frystir, AGA XL, alla kosti eldri frysta frá AGA en hefur það umfram eldri gerðir að nota minna köfnunarefni pr. kg. Þá segir Edda að nýi frystir- inn taki mun minna pláss en hinir eldri, auk þess sem afköst séu meiri. Allir byggja frystarnir frá Ísaga á þeirri tækni að köfnun- arefni er notað til frysting- arinnar og þykir það hafa marga góða kosti umfram aðrar aðferðir. Hin snögga frysting sem köfnunarefn- ið gefur er sannkölluð leifturfrysting. Í samræmi við þróun í átt til auk- innar fullvinnslu afurða hefur AGA komið fram með nýjungar í frystum, svokallað AGA Coating Tumbler og AGA Super-Contact frysti. AGA Coating Tumbler er þekjutromla sem í eru settir fiskbitar sem hafa verið frystir áður. Í tromlunni eru þeir húðað- ir með sósu og þar á eftir er köfn- unarefni dælt í tromluna til að frysta sósuhúðina „Hægt er að stilla magn sósu frá 5-300% en þessi búnaður er sérstaklega hann- aður með tilbúna rétti í huga,“ segir Edda. Í AGA Super-Contact frystin- um eru heilar plötur í stað venju- legs bands og plastfilma ofan á plötunum. Edda segir þetta atriði mikilvægt þegar um er að ræða viðkvæma vöru. Plastfilman gerir að verkum að varan aflagast ekki og fær ekki á sig far eftir færi- bandið, eins og gerist þegar um svokölluð opin bönd er að ræða í lausfrystunum. „Síðan er auðvelt að skipta um plastfilmu á band- inu og skipta þannig úr einni vöru í aðra án þess að stöðva fryst- innn. Plastfilman rúllst upp eftir notkun við enda bandsins og er hent að lokinni notkun,“ segir Edda. Boðið er upp á leigu viðskipta- vina á frystunum frá AGA. Edda segir þá leið hafa marga kosti, t.d. sveigjanleikann þar sem hægt er að skila frysti hvenær sem er. „Síðan hentar þetta vel þegar aðil- ar eru að hefja rekstur, fjármagns- kostnaður er mjög lítill en kaup- endurnir hafa í höndum tæki sem gefur hágæða frystingu, veldur minna þyngdartapi á vörum en í hefðbundnum frystum, bjóða upp á einfaldleika í stjórnum og hægt er að nota búnaðinn sem kæli og frysti. Þá er mikið öryggi í af- hendingu á köfnunarefni,“ segir Edda. Edda segir að í hönnun AGA frystanna sé horft til þess að þeir taki lítið rými og noti umhverfis- vænan kælimiðil. „Það tekur að- eins 15 mín að gangsetja frysti- band og mjög auðvelt er að þrífa það. Ekki er þörf á að afþíða band- ið þótt lengi sé fryst. Þar er hægt að gera prófanir á frystitíma og þyngdartapi og bera saman við vélfrystingu,“ segir Edda. Búnaðurinn frá AGA þróaður í vöruþróunarsetrum AGA í Ham- borg, Þýskalandi og Helsingborg í Svíþjóð. AGA leifturfrystar frá Ísaga: Aukin tækni til fullvinnslu afurða Edda Magnúsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Ísaga. Mynd: Sverrir Jónasson. Nýjasti AGA lausfrystirinn frá Ísaga. Köfnunarefnisfrysting hefur í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hjá fiskverkendum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.