Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 23

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 23
23 K Æ L I - O G F R Y S T I I Ð N A Ð U R „Við erum í endurskipulagn- ingarvinnu með fyrirtækið og för- um í þeirri vinnu ofan í öll innri og ytri mál þess. Fyrirtækið hefur að baki sér sterkan eiganda, þ.e. Hömlur - eignarhaldsfélag Lands- banka Íslands, og hefur þannig með góðri stjórn mikinn styrk til að vinna að endurskipulagningu og koma í kjölfarið sterkari út á markaðinn. Það erum við einmitt að gera,“ segir Jónas G. Jónasson, framkvæmdastjóri Ískerfa en það fyrirtæki er nýkomið til sögunnar í kæliiðnaðinum á Íslandi. Fyrir- tækið tók við öllum framleiðslu- rétti og einkaleyfum á búnaði sem Brunnar hf. framleiddu áður. „Við höfum nú þegar markað okkur þá stefnu að einbeita kröft- um okkar að framleiðslu á kæli- lausnum fyrir meðferð á ferskvör- ur, hvort heldur er í skipunum úti á sjó, í landvinnslufyrirtækjun- um. Við teljum okkur hafa þá reynslu af framleiðslu ísþykknis í okkar vélum að framundan séu mikil sóknarfæri. Það mat byggj- um við á rannsóknum sem við höfum gert hjá notendum búnað- ar frá okkur - og sér í lagi á reynslu þeirra sem eru að taka við fersku hráefni frá skipum sem nota ísþykknið. Þeirra reynsla segir allt sem segja þarf,“ segir Jónas og vitnar til athugunar sem fyrirtækið hafi gert hjá forsvars- mönnum fiskmarkaða í Bretlandi og Þýskalandi sem selja ferskt hráfni af íslenskum skipum sem nota ísþykkni. Hráefnið er að koma á markaðinn 7-14 sólar- hringa gamalt og segir Jónas að mat starfsmanna markaðanna sé að mikil breyting hafi orðið til batnaðar með notkun ísþykknis- ins. „Þeirra orð sannfæra okkur um gæði þeirra lausna sem við búum yfir og á þeim grunni byggjum við upp,“ segir Jónas. Ísþykknisvélarnar hjá Ískerfum eru misjafnar að stærð, allt eftir umfangi þeirrar ísþykknisfram- leiðslu sem hver og einn þarf. Jónas segir líka skipta máli hversu mikið rými sé í skipunum og vinnslunum fyrir búnaðinn og þess vegna sé í þróun vélanna lagt upp úr að hafa þær sem fyrirferð- arminnstar og noti eins litla orku og mögulegt er. Nýjasta vélin frá Ískerfum er svokölluð B-105 sem getur fram- leitt frá 250-750 lítra á klukku- stund af þykkni með 0-40% ís- hlutfalli. Eins og í öðrum vélum er notaður sjór til að framleiða ís- þykknið en Jónas segir miklu skipta fyrir hráefnið hvað gerist eftir að kæliferlið er hafið í fiski- körunum. „Númer eitt er að kæla fiskinn hratt niður eftir að hann hefur verið blóðgaður og það gerir ís- þykknið. Síðan kemur að því að með tímanum síjast sjórinn frá í körunum og við ráðleggjum not- endum eindregið að taka tappana úr körunum og greiða fyrir af- rennslinu þannig að fiskurinn liggi ekki í vökvanum. Þannig hefur varminn í raun flust úr hrá- efninu yfir í ísþykknið, kælt niður fiskinn og þegar sjórinn rennur frá sitja ískristallarnir eftir og við- halda kælingu. Þetta er mikil- vægt atriði og eitt af því sem skapar kerfum okkar sérstöðu og tryggir aukin gæði hráefnis,“ seg- ir Jónas G. Jónasson, fram- kvæmdastjóri Ískerfa. Ískerfi tekur við þar sem Brunnar hurfu frá: „Notum þetta ár til að styrkja okkar stöðu“ ˚Celsíus KÆLIVÉLAVERKSTÆÐI GÍSLA F. ÞORSTEINSSONAR Smiðjuvegi 62 (rauð gata), Kópavogi Sími: 577 6666 - GSM: 892 2890 Símboði: 845 4583 celsius@islandia.is Kælikerfi - Frystikerfi Uppsetningar - Hönnun Eftirlit - Viðhaldssamningar Þjónusta til sjós og lands Liquid-ice 105, er nýjasta ís- þykknisvélin frá Ískerfum. Samanburður á fiski sem kældur er með ísþykkni og fiski sem kældur er með hefðbundinni aðferð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.