Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 20
20 K Æ L I - O G F R Y S T I I Ð N A Ð U R Um rösklega eins árs skeið hefur fyrirtækið STG Ísvél- ar unnið að kynningu og sölu á vélbúnaði til fram- leiðslu á fljótandi ísgeli „FLO Ís-GEL“, fyrir skip og vinnsluhús til kælingar á öllu hráefni. Snæbjörn Tr. Guðnason, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir að yfir 30 slík ískerfi séu nú í notkun í veiðiskipum og vinnslu, m.a. hér á landi og hafi sannað gildi sitt svo um munar. „Mestu reynsluna höfum við af búnaði um borð í rækjufrystitog- aranum Arnarborgu sem verið hefur við rækjuveiðar á Flæmska hattinum. Við settum FLO Ís- GEL ískerfi um borð í skipið fyrir um einu ári og kerfið hefur verið í stöðugri notkun síðan. Eftir árs notkun þurfti ekkert að gera ann- að en líta eftir olíunni á vélinni og það var allt og sumt. Reynslan sýnir að vegna þess hversu vel er hægt að kæla rækjuna þegar hún kemur í móttöku skipsins þá lifi hún allt að hálfum öðrum tíma lengur og það gerir það að verk- um að hægt er að sjóða og fram- leiða hærra hlutfall í dýrari pakkningar. Það þýðir einfaldlega að aflinn verður verðmætari en ella og þar með erum við að tala um að þessi góða kæling skili meiru í vasa útgerðarinnar og sjó- manna. Sennilega er sú hraða og aukna kæling sem þessi ískerfi bjóða uppá við kælingu og ísun á nánast öllu hráefni úti á sjó, ein besta tekjulindin og kjarabótin sem sjómenn eiga kost á í dag!“ segir Snæbjörn. Ískerfin frá STG Ísvélum byggjast upp sem fjölframleiðslu- kerfi á fjótandi gelís. Þetta þýðir að með sama vélbúnaði er hægt að framleiða bæði þunnan og þykkan ís samtímis, þ.e. þunnan ís sem hentar sem forkæling í móttöku- og þvottakör skipa og síðan þykk- an ís til ísunar í opin kör í lest. „Þetta köllum við MULTI-ICE kerfi og er það ein megin sérstaða okkar búnaðar og hefur vakið verðskuldaða athygli kaupenda. Skilningur manna á gildi aukinn- ar og hraðari kælingar hefur verið að aukast mikið á síðustu árum og ég er ekki í vafa um að vandaðri vinnubrögð við kælingu á vörum á öllum framleiðslustigum skilar betra hráefni og auknu verð- mæti,“ segir Snæbjörn. Selt til Færeyja Fyrir skömmu var skrifað undir sölusamninga við útgerð stórs færeysks togara sem gerður er út frá Fuglafirði í Færeyjum. Um borð mun fara stórt ísframleiðslu- kerfi frá STG Ísvélum og verður það sett niður um miðjan mars- mánuð. Snæbjörn segir færeysku útgerðaraðilana hafa farið mjög vandlega yfir ýmsa af helstu val- kostum á markaðnum og því sé mjög ánægjulegt að ískerfið frá STG Ísvélum hafi orðið fyrir val- inu. „Ég tel möguleika mikla í Færeyjum og veit að margir munu fylgjast mjög náið með reynslunni í Fuglafirði,“ segir Snæbjörn. Fullkomið ískerfi á hjólum! Á næstu dögum verður lokið við smíði á viðamiklum og fullkomn- um sýningarvagni sem STG Ísvél- ar í samvinnu við Brimstál ehf. í Grindavík hafa smíðað. Brimstál ehf. annast þjónustu, uppsetningu og smíði á búnaði í samvinnu við STG Ísvélar, en auk Bimstáls ehf. sjá Frystikerfi ehf. um viðhald og kæliþjónustu á búnaði STG Ís- véla. Sýningarvagn STG Ísvéla inniheldur fullkomið ísfram- leiðslukerfi og verður notaður til kynningar á búnaði STG Ísvéla hjá fyrirtækjum víðsvegar um landið. Sú hringferð segir Snæ- björn að hefjist á allra næstu dög- um og þá geta útgerðaraðilar og fiskverkendur átt kost á því að fá fullkomið ískerfi á hjólum heim í hlað og skoðað búnaðinn á staðn- um! „Auk FLO Ís-GEL ískerfa bjóð- um við einnig sjálfvirk og mjög afkastamikil þvottakerfi fyrir fiskikör og tunnur. Eru nokkur slík kerfi komin í notkun hér- lendis, t.d. vökvaknúið kara- þvottakerfi hjá Ísfélaginu í Vest- mannaeyjum sem gengur á matar- olíu, en þar hefur búnaðurinn reynst mjög vel. Þá er einnig góð reynsla af tunnuþvottakerfunum frá okkur og eru þau m.a. í notk- un hjá Skinney/Þinganesi á Höfn í Hornafirði og hjá Bakkavör hf. í Reykjanesbæ. Í samstarfi við Brimstál ehf. höfum við svo tekið að okkur ýmis störf og verkefni hér heima og í Færeyjum fyrir að- ila í sjávarútvegi og öðrum at- vælaiðnaði. Þar má t.d. nefna uppsetningu og lagningu glussa- og kælikerfa, uppsetningu á bún- aði ýmiskonar og nýsmíðaverk- efna úr ryðfríu stáli og áli. Til dæmis smíðar Brimstál ehf. sjósí- ur sem notaðar eru til hreinsunar á sjó fyrir ískerfin og flestan þann búnað sem ískerfunum fylgir. Það eru ótal skemmtileg tækifæri framundan og við getum ekki verið annað en vera bjartsýnir á framtíðina,“ segir Snæbjörn að lokum. STG Ísvélar: Samið um stórt ískerfi til Færeyja - „bætt kæling á fiski úti á sjó er besta kjarabótin,“ segir Snæbjörn St. Guðnason, framkvæmdastjóri Snæbjörn St. Guðnason, framkvæmdastjóri STG Ísvéla. Vagn með uppsettu kælikerfi sem farið verður með í hringferð um landið og þar kynntir kostir kælilausna STG Ísvéla. Myndir: Sverris Jónasson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.