Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 36

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 36
36 U M R Æ Ð A N Nú er flestum, sem fylgjast með umræðu um sjávarútveg, kunn- ugt um að ég hef stutt aflamarks- kerfið í ljósi þess að ég kem ekki auga á annað betra. Aðrir - og m.a. sumir þeirra sem ég starfa fyrir - hafa aðhyllst sóknarmarks- kerfið. Slíkur skoðanamunur má ekki koma í veg fyrir að eðli þess- ara kerfa sé útskýrt og sundur- greint, þannig að umræðan bygg- ist ekki á slagorðum, sem ekki eiga sér grunn í staðreyndum. Sannleikurinn er nefnilega sá að bæði kerfin, sóknar- og aflamark, eru kvótakerfi. Munurinn er að- eins sá að samkvæmt öðru kerfinu er gæðunum útdeilt í dögum sem heimilt er að stunda fiskveiðar en í hinu kerfinu er verið að útdeilda þeim afla sem veiða má. Það er sameiginlegt þessum aðferðum að velja þarf þá sem fá heimildirnar. Það er líka sameiginlegt aðferðun- um að ákveða þarf hverjir mega vera handhafar veiðiheimilda og hvort og með hvaða skilyrðum megi framselja þær. Það er einnig sameiginlegt að það er í höndum þess sem veiðiheimildirnar á eða hefur afnotarétt á, hvernig með þær verður farið, m.a. hvort þær verði fluttar úr einum stað í ann- an. Einnig hvort þær verða seldar - ef framsal er leyft - eða leigðar. Af framansögðu má vera ljóst að það er ekki innlegg í umræður um hvort notast eigi við sóknar- eða aflamark, að benda á að kvóti sé fluttur úr ákveðnum byggðar- lögum. Flutningur kvóta á milli byggðarlaga helgast af handhöf- um kvótans og framsalsrétti en ekki hvort um sóknar- og afla- mark er að ræða. Það er heldur ekki innlegg í þessa umræðu að benda á að veiðiheimildir séu að færast á færri hendur. Það mundi gerast í báðum kerfum ef framsal er leyft. Og það er enn síður inn- legg í umræðuna um sóknar- eða aflamark að benda á að það sé Kvótakerfi og sóknarmark „Ég vildi gjarnan, eins og flestir Íslendingar, að hægt væri að búa við frjálsan aðgang að fiskimiðum landsins. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því - eins og flestir Íslendingar - að það er ekki lengur hægt, ef við ætlum sem þjóð að hagnast á sjávarútvegi.“ Reikna má með að umræður um fiskveiðistjórnunarkerfið taki nýjan fjörkipp í kjölfar væntanlegrar skýrslu nefnar er endurskoði lög um stjórn fiskveiða. Þar má ætla að á takist sjónarmið þeirra sem vilja stýra eftir dagakerfi eða sóknarmarki og hinna sem vilja halda í núverandi aflamarkskerfi. Að líkindum mun þeim misskilningi viðhaldið að þar sé annars vegar verið að tala um kvótakerfi og hins vegar sóknarmark. Pétur Bjarna- son, formaður og fram- kvæmdastjóri Fiskifélags Ís- lands, skrifar Mynd: Þorgeir Baldursson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.