Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 27

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 27
27 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Líflegt fyrir vestan „Togarasjómenn höfðu rætt um að óvenju mikið væri af loðnu úti fyrir Vestfjörðum og þess vegna fórum við fyrst vestur. Við rannsökuðum svæði sitt hvoru megin við landgrunnsbrúnina, frá Víkurál í suðvestri, norður og austur um út af Straumnesi. Þetta var sem sagt Halasvæðið og norðaustur á Kögurgrunn. Það sem við sáum á þessu svæði kom mér satt að segja töluvert á óvart, þótt maður sé vissulega vanur ýmiskonar umskiptum með loðnuna. Það kom á daginn að þarna var mikið magn hrygningarloðnu og auk þess urðum við varir við mikið af ókynþroska tveggja og þriggja ára loðnu sem verður þá uppistað- an í veiðinni á næstu tveim vertíðum. Á þessum árs- tíma er óvenjulegt að sjá svo mikið af fullorðinni loðnu á þessu svæði, þetta hef ég ekki séð fyrir vestan síðan 1979.“ Hjálmar segir nær útilokað að segja fyrir um hvort atferli loðnunnar á þessum slóðum sé að breytast, en hann reiknar ekki með svo stórum göngum fyrir vest- an að ári. „Nei, það held ég ekki. Í ljósi sögunnar finnst mér það ólíklegt. Frá árinu 1979 hafa þessar vestangöngur verið miklu minni, ef þær þá yfir höf- uð hafa komið. Ég tel enga eina skýringu á því af hverju loðnugangan er núna jafn sterk og raun ber vitni úti fyrir Vestfjörðum. Mögulega tengist það hitistigi sjávar á þessum slóðum, en um það er erfitt að fullyrða.“ „Ég er mjög hamingjusamur þegar loðnan gerir það sem ég held að hún muni gera.“ „Frá árinu 1979 hafa þessar vestangöngur verið miklu minni, ef þær þá yfir höfuð hafa komið. Ég tel enga eina skýringu á því af hverju loðnugangan er núna jafn sterk og raun ber vitni úti fyrir Vestfjörðum. Mögulega tengist það hitistigi sjávar á þessum slóðum, en um það er erfitt að fullyrða,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson, sem hér rýnir, ásamt aðstoðarmanni sínum, í niðurstöður loðnumælinga.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.