Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 33

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 33
má búast við að mismunandi hegðun kynja sé tilkomin vegna hrygningarinnar sjálfrar. Við vit- um ekki til þess að nokkur hafi séð skarkola hrygna við náttúru- legar aðstæður, en athuganir í búrum sýna talsverðan mun á hátterni kynja. Skömmu áður en losun hrogna og svilja á sér stað eru bæði kynin talsvert á ferðinni ofan botns búrsins. Þegar hrygnan er tilbúin að losa hrognin leggst hún þétt að botninum. Hængur- inn heldur hinsvegar áfram að synda um ofan botnsins, órólegur yfir nærveru annarra kola (Beverton, 1964). Hrygnur eru ekki hrygnandi allan hrygningar- tímann, heldur losa hrogn í nokkrum skömmtum. Því er ein- ungis hluti hrygna hrygnandi á sama tíma. Hængar eru aftur á móti rennandi allan hrygningar- tímann og búast má við að mikil samkeppni ríki um að frjóvga hrognin og hængar séu stöðugt á ferðinni leitandi að tilbúnum hrygnum. Kynjamunur á atferli skarkola vekur upp spurningar hvort kyn- in séu misjafnlega veiðanleg á hrygningartíma, enda getur veið- anleiki fiska verið mismunandi eftir því hvernig hegðun þeirra er háttað. Botnveiðafæri eins og net (lagnet), botnvarpa og dragnót veiða eðli málsins samkvæmt ein- göngu fisk sem heldur sig nærri botni. Netaveiði er einnig háð því hve mikið fiskarnir færa sig úr stað og botnvarpa og dragnót veiða fremur fiska sem eru á ferli nærri botni heldur en þá sem liggja fast við eða grafa sig í botn- inn. Í 7 sýnum sem við tókum úr skarkolaafla í dragnót og net frá Flákakanti vorin 1997 og 1998 reyndist hlutfall hænga vera 74- 90 %. Í öllum tilfellum var hlut- fall hænga marktækt hærra en bú- ast mætti við miðað við jöfn kynjahlutföll. Í samræmi við nið- urstöður okkar er afli skarkola frá hrygningarslóðum í Norðursjó yf- irleitt mestur að nóttu og skýrist það einkum af aukinni veiði hænga (Hefford, 1909). Rafeindamerkin sýna að yfir sumartímann er skarkolinn mjög botnlægur. Bent skal á að hér höf- um við sýnt mælingar rafeinda- merkja að sumri með 4 klst mæli- tíðni, sem er gróf upplausn svo að hugsanlega missum við af ein- hverjum ferðum upp í sjó. Mæl- ingar með 30 mín. mælitíðni gefa þó sömu niðurstöður, þ.e. að kol- inn fari lítið upp í sjó. Skarkolinn í Norðursjó stundar hinsvegar lóðréttar dægurferðir á fæðuslóð á sumrin, aflar sér fæðu við botn á daginn en fer upp í sjó um nætur (Woodhead, 1966). Líklega skýrist þessi munur á lifnaðar- háttum stofnanna af þeirri stað- reynd að birtu sólarinnar nýtur nær allan sólarhringinn norðvest- an Íslands á sumrin, en mun 33 F I S K I R A N N S Ó K N I R 0 50 100 150 200 35947 35959 35971 35983 35995 36007 36019 Hrygnur _ 0 50 100 150 200 35947 35959 35971 35983 35995 36007 36019 Hængar _ 4. mynd. Dýpisferlar 12 skarkola á fæðuslóð frá 1. júni - 14. ágúst (sömu kolar og á 2. mynd). Hér eru sýndar mælingar með 4 klst. millibili. D ýp i ( m ) D ýp i ( m ) 1. júní 13. júní 25. júní 7. júlí 19. júlí 31. júlí 12. ágúst 1. júní 13. júní 25. júní 7. júlí 19. júlí 31. júlí 12. ágúst 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 28 21 17 4 5. mynd. Hitamælingar rafeindamerkja sem fest voru á skarkola. Sýndur er meðalhiti (rauð lína) og +/- staðalfrávik (grænar línur) mælinga með 4 klst millibili í 11 mán- uði frá merkingu. Fyrir sama tímabil er sýndur meðalhiti við botn á mismunandi árs- tíma á 50-150 m dýpi á Selvogsbanka (gulir kassar), út frá Látrabjargi (svartir punktar), Kögri (svartir kassar) og Siglunesi (bláir þríhyrningar). Sjá heimasíðu Haf- rannsóknastofnunarinnar www.hafro.is/hafro/Sjora/index.htm). Tölurnar ofan mynd- arinnar sýna fjölda rafeindamerkja sem mældu hitastig. 1. 4. 19 98 1. 5. 19 98 1. 6. 19 98 1. 7. 19 98 1. 8. 19 98 1. 9. 19 98 1. 10 .1 99 8 1. 11 .1 99 8 1. 12 .1 99 8 1. 1. 19 99 1. 2. 19 99 1. 3. 19 99

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.