Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 21

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 21
Eitt reyndasta fyrirtækið hér á landi í sölu, uppsetn- ingu og þjónustu á kæli- og frystibúnaði er MMC Fisktækni í Reykjavík. Fyr- irtækið á að baki sér langa sögu í greininni en það er sprottið upp úr umboði norsku samsteypunnar Kværner í Noregi. Á tíma- bili hét fyrirtækið Kværn- er Fisktækni eftir að það varð sjálfstætt útibú Kværner á Íslandi en fyrir þremur árum seldi Kværn- er þann hluta sinnar starf- semi sem sneri að þjón- ustu við sjávarútveg og með kaupum MMC Fodema í Noregi varð til MMC Fisktækni á Íslandi. „Í starfseminni hér á landi höf- um við byggt upp mikla sérfræði- þekkingu á kælingu og frystingu á fiski, bæði til sjós og lands, en með tengingu við móðurfélagið MMC Fodema höfum við bakland í mjög sterku fyrirtæki í vinnslu- búnaði fyrir sjávarafurðir. Saman myndum við síðan heild, ásamt fleiri fyrirtækjum í samsteypunni, sem er mjög sterk á alþjóðamark- aði og spannar mjög breiðar lausnir fyrir skip og fiskvinnslur,“ segir Guðmundur Jón Matthías- son, framkvæmdastjóri MMC Fisktækni. Guðmundur telur mikilvægt að geta boðið kaupendum „pakka- lausnir“, þ.e. búnað á sem breið- ustu sviði. Með því fáist samhengi og samræming frá einu sviði til annars. Dæmi um þetta segir hann kæli- og frystibúnað skipa, dælingarbúnað til löndunar inn að vinnslustöðvum í landi og búnað til vinnslu afurðanna. „Svona samræming skilar kaup- endum án efa sparnaði þegar til lengri tíma er litið og t.d. horfa útgerðarmenn í vaxandi mæli til þess að fara þá leið að taka búnað frá sama aðila. Dæmi um þetta er uppsjávarskipið Hákon sem nú er í smíðum í Chile. Í því skipi önn- umst við allan búnað frá móttöku til löndunar, jafnt kæli- og frysti- búnað og vinnslubúnað. Frysti- búnaðurinn og sjókælikerfið koma frá okkur hér hjá MMC Fisktækni og síðan mun vinnslu- búnaðurinn verða settur niður hjá MMC Fodema í Noregi. Ég hygg að þegar það skip kemur hingað heim muni margir sjá fljótt hversu vel það verður úr garði gert. Hákon verður í alla staði glæsilegt skip,“ segir Guðmundur. Sjókælingin hefur forskot Undanfarin ár hefur mikið gerst í frystivæðingunni í landi, sér í lagi vegna uppbyggingar landvinnsluhúsanna sem leggja áherslu á uppsjávarfiskinn. Á ár- inu 1999 varð vakning hjá út- gerðarmönnum að endurnýja gömul og lúin nótaveiðiskip en Guðmundur Jón segir viss von- brigði að bakslag hafi komið í þann áhuga strax á síðasta ári. „Skýringin er auðvitað ósköp ein- föld. Sjávarútvegurinn hefur ekki farið varhluta af gengisþróuninni og fengið olíuverðshækkanirnar henni til viðbótar. Ég vona þó að úr rætist og áfram verði unnið að endurnýjun þessara skipa, líkt og í nágrannalöndunum. Öll eru þau skip útbúin með sjókælikerfum og mikið lagt upp úr meðhöndlun hráefnis. Af því má sjá þá áherslu sem útgerðir leggja á að auka sinn hlut í framleiðslu afurða til manneldis úr uppsjávarfiski í stað þess að fara með allt í bræðslu.“ Í sjókælikerfum, svokölluðum RSW kerfum, liggur einmitt einn þekktasti þáttur í starfsemi MMC Fisktækni. Guðmundur Jón segir enga tilviljun hversu mikið út- gerðir erlendis leggi upp úr sjó- kerfunum og að hans mati geta ís- kerfislausnir aldrei komið í stað sjókælingarinnar varðandi kæl- ingu afla. „Því hefur verið haldið að mönnum að ísinn geti gert sama gagn og snöggkælt aflann, umfram sjókælikerfin. Þann sam- anburð vildi ég gjarnan sjá og þá líka samanburð á orkunotkun kerfanna. Mér segir svo hugur að þar muni ískerfin ekki hafa betur. Hitt er annað mál að sjókælikerf- in og ískerfin geta vel farið saman í skipum og sem dæmi munum við fara þá leið í Hákoni. Ísinn er góður til að snöggkæla en sjó- kælilkerfin hafa yfirburði í því að halda aflanum á réttu hitastigi allt að vinnslu,“ segir Guðmund- ur Jón. Verkefni erlendis Á meðan rólegra er yfir markaðn- um hér heima segir Guðmundur Jón mikla gerjun erlendis og fyr- irtækið sæki í vaxandi mæli út fyrir landsteinana. „Raunar er það þannig að móðurfélagið er að sækja meira til okkar en við til þeirra. Hér er margra ára þekking í kælingu og frystingu og hana má nýta í verkefnum erlendis. Með þekkinguna í farteskinu og tengsl við alþjóðlegt fyrirtæki getum við komist í erlend verk- efni og það munum við áfram gera,“ segir Guðmundur Jón Matthíasson, framkvæmdastjóri MMC Fisktækni. 21 K Æ L I - O G F R Y S T I I Ð N A Ð U R MMC Fisktækni byggir á áralangri reynslu í kælikerfum: Ekkert kemst framar sjókælikerfunum í gæðum - segir Guðmundur Jón Matthíasson, framkvæmdastjóri Guðmundur Jón Matthíasson, framkvæmdastjóri MMC Fisktækni. Plötufrystir frá MMC Fisktækni. Í samstarfi við móðurfélag sitt hefur fyrirtækið allan breiða línu af fiskvinnslubúnaði, sem og frysti- og kælitækjum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.