Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Síða 10

Ægir - 01.02.2001, Síða 10
10 F R É T T I R Kúfiskveiðiskip komið heim Kúfiskveiðiskipið Fossá ÞH er komið til heimahafnar á Þórshöfn eftir siglingu frá Kína. Skipið er sérsmíðað til kúfisk- veiða og hefur Hraðfrystistöð Þórshafn- ar, útgerðaraðili og eigandi skipsins, áætlanir um að endurvekja öfluga kúfiskvinnslu á staðnum í framhaldi af komu skipsins. Afkomutölur hjá þeim sjávarútvegsfyrir- tækjum sem fyrst hafa orðið til að birta niðurstöður rekstrarársins 2000 sýna svo ekki verður um villst hversu erfitt árið í fyrra var rekstrarlega. Líkt og milliupp- gjör höfðu mælt voru áhrif hins háa olíu- verðs og óhagstæðrar gengisþróunar mik- il og má segja að þessir tveir rekstrar- þættir hafi algerlega ráðið úrslitum. Einn af ljósustu punktunum í fram komnum uppgjörum er afkoma af rekstri Hraðfrystihússins-Gunnvarar sem var já- kvæð á liðnu rekstrarári. Um 23 milljóna króna hagnaður varð af rekstri félagsins. Fjármagnsliðir vega þungt í uppgjöri fyr- irtækisins og voru þeir neikvæðir um 286 milljónir króna. Veltufé frá rekstri var 536 milljónir króna, samanborið við 191 milljón króna árið áður. Uppgjörið er á heildina litið gott, rekstur félagsins hefur farið batnandi á síðustu misserum og horfur eru ágætar fyrir yfirstandandi ár. Um 63 milljóna tap var af rekstri Guð- mundar Runólfssonar á síðasta ári, borið saman við 141 milljóna króna hagnað árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði jókst um ríflega 100 milljónir króna milli ára og nam 256 milljónum króna en afskriftir jukust töluvert milli ára vegna fjárfestinga. Tap af rekstri ÚA á liðnu ári nam 779 milljónum króna í fyrra, samkvæmt ný- birtum afkomutölum. Rekstrarniðurstað- an er í samræmi við væntingar enda þótt áhrif af gengisþróun hafi verið neikvæðari en gert hafði verið ráð fyrir. Framlegð landvinnslu batnar milli ára en hún er nokkru lakari í útgerð, eða sem nemur tæpum 18% milli ára. Sjávarútvegsfyrirtækin að birta fyrstu uppgjör: Mælikvarði á erfiðleika ársins2000 Það áraði illa á síðasta ári fyrir flest sjávarútvegsfyrirtækin.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.