Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 25
25 K Æ L I - O G F R Y S T I I Ð N A Ð U R Gasskynjarkerfi fyrir kæli-og frystiiðnaðinn er búnaður til að gefa aðvör- un um gasleka og e.t.v. að stýra t.d. loftræstingu eða öðrum búnaði þegar gasmengun fer yfir ákveð- in mörk. Gasskynjarakerfi stuðla að öryggi , um- hverfisvernd og sparnaði. Til eru margar mismunandi að- ferðir til að framkvæma slíka vöktun. Þær tegundir af gasnem- um sem notaðar eru í dag eru t.d hálfleiðaranemar, rafefnanemar og innrauðir nemar. Þróaðir hafa verið gasskynjarar hérlendis með bæði hálfleiðara- og rafefnanemum hjá Element á Sauðárkróki, sem eru seldir og þjónustaðir af Boðvaka ehf. Þessir skynjarar eru ný kynslóð tölvu- stýrðra ammoníak (R717)-og fre- on (CFC, HCFC) gasskynjara ásamt stjórnbúnaði sem uppfylla kröfur viðskiptavinanna. Samkvæmt upplýsingum frá Boðvaka var við þróun gasskynjarans haft að leiðarljósi einföld uppsetning og kvörðun, ýmsir tengimöguleikar við annan búnað, óháðan hita-og rakabreyt- ingum og þolstyrk gagnvart erf- iðu umhverfi. Þar sem gasnemarnir eru bæði hita-og raka háðir eru gasskynjar- arnir hannaðir með bæði hita-og rakanemum til að leiðrétta gasnemaaflestur og þar með gefa réttari upplýsingar um gasmeng- un í umhverfinu óháð hita-og rakasveiflum. Þar með gefur gasskynjarinn jafnframt mögu- leika á mælingu á hita og raka í viðkomandi rými eins og t.d.fyrir hitastigsmælingu í frystigeymslu. Þessir gasskynjarar eru með tvö aðvörunarþrep, for-og aðalaðvör- un sem er stillanleg. Mögulegt er að láta þessi aðvörunarþrep stýra t.d loftræstingu beint frá skynjar- anum. Tengimöguleikar gasskynjarans eru t.d. við sérhæfða vaktstöð, iðnstýrivél, skráningarstöð, ör- yggiskerfi o.fl. Einnig er sá möguleiki til staðar að nota þenn- an gasskynjara einn og sér. Boðvaki sérhæfir sig einnig á gasskynjarasviði fyrir ýmsa aðra vöktun og eða mælingu í um- hverfinu eins og t.d fyrir súrefni, propan, methan, kolsýru, koltví- sýring, köfnunarefni, brennistein o.fl. af 30% krapa á sólarhring. “Sú reynsla sem hefur fengist sýnir að þetta skip ber af öðrum skipum hvað varðar gæði hráefnis af þeim skipum sem eru að fiska uppsjáv- arfisk. Kerfið í Þorsteini hefur reynst afar vel að sögn þeirra sem það nota. Faxi RE 9 er nýkominn frá Pól- landi eftir gagngerar breytingar. Til kælingar hráefnis um borð valdi Faxamjöl þrjár North Star krapaísvélar frá Kælitækni ehf. Kerfið í Faxa RE er líkt kerfinu í Þorsteini EA nema það er þriðj- ungi afkastameira. Afköst þessa kerfis eru 90 tonn af ís á sólar- hring við 15°C sjávarhita eða um 280 tonn af 30% krapa,” segja forsvarsmenn Kælitækni. Hefðbundinn ís í nýstár- legri meðhöndlun Kælitækni ehf. hefur á síðustu fjórum árum selt 30 - 40 krapa- kerfi til lands og sjávar. Þá hafa verið seldar þrjár ísverksmiðjur síðustu tvö árin ásamt fjölda smærri ísvéla af ýmsum gerðum. Ein leiðin í ískerfum er að venjulegur ís er tekinn og malað- ur í tanka eftir þörfum hvers og eins, ferskur eða með sjálfvirkri saltstýringu með óskuðu saltinni- haldi. “Þessi lausn hentar vel þar sem ísvélar eru til staðar og ís- geymslur en þá geta menn fengið mikið magn af krapa á skömmum tíma. Sú reynsla sem fengist hef- ur af þessum kerfum er hreint út sagt frábær. Með mælingum með gervirækjum hefur komið í ljós bylting í kælingu, einnig minni notkun á salti og bætiefnum og síðast en ekki síst afurðaaukning um 1 til 2%,” segir í upplýsing- um Kælitækni. Þegar hafa verið seld á annan tug kerfa af þessari gerð, þar af 4 til Kanada. Sem dæmi um þetta er Rækjuvinnslan á Hólmavík, Hraðfrystihúsið í Hnífsdal og Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um. Í Hólmavík völdu menn kvörn, krapatanka og pækiltanka fyrir salt og aukaefni. Þetta kerfi er alsjálfvirkt og sparar þeim einn mann í móttöku. Þá fer minna af salti og aukaefnum. Kælingin er betri og jafnari og 2% þyngdar- aukning í afurðinni. Ísverksmiðja í Grundarfirði er eitt af nýjustu verkefnum Kælitækni. Boðvaki ehf.: Gasskynjarakerfi fyrir kæli-og frystiiðnaðinn Viðgerðarþjónusta Smið juveg i 70 200 Kópavogur S ím i 544 5858 Fax 544 5850

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.