Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2001, Qupperneq 17

Ægir - 01.02.2001, Qupperneq 17
17 Byggðakvótafyrirtæki í góðum gangi Þegar byggðakvótanum svo- nefnda var úthlutað árið 1999 fór hluti hans á Vestfirði. Í Ísafjarðar- bæ var sú ákvörðun tekin af bæj- arstjórn að allur kvótinn skyldi fara til Þingeyrar og sá póll var tekinn í hæðina að kvótinn myndi nýtast best færi hann allur á einn stað. Í kringum útdeilingu þess kvóta var fiskvinnslan Fjölnir stofnuð seint á árinu 1999, en kvótinn sem fyrirtækið fékk í upphafi var 357 tonn. Að Fjölni standa Vísir hf. í Grindarvík, og er hlutur þess í fyrirtækinu 250 milljónir króna, Byggðastofnun og Burðarás sem eru með 100 milljóna króna hlut hvor aðili og tveir 20 milljóna króna hlutir eru í eigu Olíufélagsins og Trygg- ingamiðstöðvarinnar. Þessum fjármunum var varið til kvóta- kaupa, 1.000 þorskígildistonna, og fyrir hundrað milljónir króna fékkst frystihúsið á staðnum með öllum tækjum og búnaði. Pétur Hafsteinn Pálsson er framkvæmdastjóri Vísis hf., sem er í raun rekstraraðili Fiskvinnsl- unnar Fjölnis. Hann segir rekstur- inn vestra á síðasta ári hafa verið mjög viðunandi, en fyrirtækið vann þá alls um 2.400 tonn af afla sem línubátur Vísis kom með að landi. Allar helstu áætlanir í rekstrinum hafa gengið upp, en fyrirtækið veitir alls um 35 manns vinnu. Kínaskip væntanleg á Patreksfjörð „Hér hefur verið sæmilegt fiskirí að undanförnu,“ sagði Héðinn „Ég vil trúa því að von bráðar fari þetta að stíga upp á við, þó ég geri mér jafnframt ljóst að mikið þarf til að við náum fyrri styrk,“ segir Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða Smábátar við bryggju á Ísafirði. Margir telja framtíð sjávarúvegs á Vestfjörðum nær eingöngu byggjast á smábátaútgerðinni.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.