Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 45
45
S K I P A S T Ó L L I N N
urþil klædd með ryðfríu stáli.
Loftið á vinnsluþilfarinu var klætt
með plastálímdum krossviði með
ryðfríum vinklum á hornum.
Nýju sogdælukerfi fyrir fiskflutn-
ing og löndun var komið fyrir en
það nýtist einnig fyrir dreifingu á
krapaís. Kerfið er frá MMC Fisk-
tækni.
Þriðju togvindunni var bætt við
auk eftirtalinna spila: pokavinda,
gils, pokaendavinda og ný flot-
trollsvinda.Vindubúnaðurinn er
frá Héðni hf.
Sett var í skipið ný 1084KW
ljósavél (1500hp) frá Mitsubishi.
Umboðsaðili þeirra véla hér á
landi er MD vélar ehf.
Sömuleiðis var komið fyrir
nýrri frystipressu 450Kw og ný
38t krapaísvél frá Kælismiðjunni
Frost hf.
Bætt var við tveimur nýjum
tveggja manna klefum á bátaþil-
fari, nýrri setustofu, geymslu,
snyrtingu, símaklefa og inni- og
útigallageymsgálgi voru færð upp
um eina hæð og fremri snurpu-
gálgi færður aftar. Ný færanleg
síldarskilja var sett á skipið. Sett-
ur var nýr andveltigeymir fram á
bakka skipsins.
Allar lestar eru nú fulleinangr-
aðar, sandblásnar og málaðar með
hvítu, hágljáandi, leysiefnalausu
(100%) epoxýefni, Sigmaguard
CSF 75 frá Sigma Coatings, en
Sjöfn hf á Akureyri er umboðs-
aðili. Sigmaguard CSF 75, var í
fyrstu sérhönnuð til málunar á
drykkjarvatnstönkum og vottuð
sem slík af óháðum aðilum. Máln-
ingarkerfið samanstendur einung-
is af þremur umferðum þar sem
grunnað er eftir sandblástur með
sérstökum sandblástursgrunni í
50 míkróna þykkt og síðan eru
málaðar tvær umferðir með
Sigmaguard CSF 75 þar sem hvor
umferð er um 300 míkrón að
þykkt. Heildarþykktin er því um
650 míkrón.
Að utan er skipið málað með
epoxý-pólýúretan lakkmálningu
frá Sjöfn. Botn skipsins er
málaður með Sigmaplane Ecol
HA botnmálningu sem er sjálf-
slípandi og tinfrí. HA-ið í nafn-
inu stendur fyrir High Active og
á það við slípieiginleika málning-
arinnar þ.e. að hún slípast og
hreinsar sig mjög auðveldlega í
köldum sjó á litlum siglingar-
hraða.
Skrokkur
Skipið var lengt um 18 í miðju.
Brú og íbúðir á bátadekki voru
færð fram um 11,4 metra, og
íbúðir stjórnborðgsmegin á efra
þilfari stækkaðar fram sem færslu
brúar nemur. Nýtt þilfarshús
stjórnborðsmegin á efra þilfari
nær alveg út í stjórnborðssíðu og
eru kraftblökk og aftari snurpu-
gálgi nú staðsett upp á því, þ.e. á
bátaþilfari. Fremri snurpugálgi
var færður aftar. Nýtt pokamastur
var sett á skipið og nótakassi
hækkaður og lengdur fram. Nóta-
krani var færður til að þjóna betur
stærri nótakassa. Toggálgi var
hækkaður um 1,5 metra.
Togrennu var lokað að ofan-
verðu með stál-hlerum, sláttuborð
á þriggja metra bili og fram og
aftur gafli lokað með uppstill-
ingu. Þetta þýðir að hægt er að
setja 260 tonna loðnufarm á dekk
skipsins.
Ný setustofa, snyrting,
geymsla, símaklefi og inni- og
stakkageymsla með salerni er
staðsett stjórnborðsmegin á tog-
þilfari. Nýtt ísvéla- og dælurými
er stjórnborðsmegin en verkstæð-
ið var klætt og einangrað upp á
nýtt. Tveimur nýjum tveggja
Helstu aðilar sem komu að
breytingum á Þorsteini EA
Skipasmíðastöðin Szczecinska Stocznia Remontowa
Gryfia SA - lenging og breyting skips
Teiknistofa KGÞ - hönnun breytinga
MMC Fisktækni - frystikerfi, MMC kerfi
Sjöfn - málning
MD vélar - Mitsubishi ljósavél
Naust Marine - Stjórn- og startbúnaður
fyrir frystipressu
Varahlutir
Smið juveg i 70 200 Kópavogur
S ím i 544 5858 Fax 544 5850