Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 16
16 V E S T F I R Ð I R vinnslu- og sjávarútvegsfyrir- tækja, sem stóla fyrst og síðast á smábátaaflann, séu stundum önd- verðir því sem hentar stærri fyrir- tækjum þá séu þau öll atvinnulíf- inu afskaplega mikilvæg. Ítrekar Halldór í þessu sambandi mikil- vægi Hraðfrystihússins - Gunn- varar hf. fyrir Ísafjarðarbæ, en fyr- irtækið starfrækir myndarlegt frystihús í Hnífsdal og gerir út alls fimm togara, þar sem háseta- hlutur er með því hæsta sem þekkist. „Menn hér hafa mikla trú á að framtíðin sé björt og að botninum í sjávarútveginum sé náð. Hins vegar eru verulegar blikur á lofti, þar sem eru hugmyndir um að kvótasetja ýsu og steinbítsafla smábáta. Þetta á að óbreyttu að gerast þann 1. september í haust þegar nýtt fiskveiðiár hefst. Þessar hugmyndir eru í raun meira en blikur, þetta eru óveðursský,“ segir Halldór Halldórsson. Byggt á starfsemi Básafells Á Suðureyri starfar fyrirtæki Ís- landssaga hf., og eigendur þess eru fjórir. Guðmundur Kristjáns- son frá Rifi, kenndur við Básafell, á þriðjungshlut; bræðurnir Guðni og Elvar Einarssynir eiga þriðj- ung; og þriðja hlutinn á Óðinn Gestsson, sem er framkvæmda- stjóri. Fyrirtækið, sem tók til starfa 6. desember 1999, er stofn- að út úr Básafelli hf. og byggir á starfsemi sem áður var á þess veg- um í byggðarlaginu. Samanlögð kvótaeign Íslandssögu eru 212 tonn og á fyrirtækið einn smábát, en byggir annars hráefnisöflun sína mikið á föstum viðskiptum við litla báta með því fyrirkomu- lagi sem kallað er „tonn á móti tonni“. Viðskiptabátarnir í dag eru alls níu. Einnig er afli til vinnslu keyptur í miklum mæli á mörkuðum „...sem er strembið oft og tíðum en þarf hreint ekki að vera dýrara en föst viðskipti við báta ef allt er tekið með í reikn- inginn,“ segir Óðinn Gestsson. Hann segir afkomu fyrirtæksins á síðasta ári hafi verið réttu megin við strikið. Hjá Íslandssögu eru starfsmenn um 60 talsins. „Ég sé ekki að starfsmannafjöldinn hjá okkur aukist mikið á næstunni. Þegar mikill afli berst höfum við frekar reynt að keyra á yfirvinnu,“ segir Óðinn. Fyrirtækið einbeitir sér að vinnslu á þorski og vinnur aflann í flök sem fara ýmist fersk eða frosin á Ameríkumarkað. „Nóg að náttúruöflin setji okkur takmörk“ „Við getum ekki verið annað en þokkalega sáttir eftir þetta fyrsta ár, en við byrjuðum í rauninni með núllstöðu,“ segir Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Kambs hf. á Flateyri. Fyrirtækið tók til starfa snemma á sl. ári, en líkt og á Suð- ureyri en það er stofnað út úr Básafelli hf. og byggir á starfsemi sem var áður á þess vegum í byggðarlaginu. Kambur á 350 tonna kvóta í þorskaflahámarki, og kemur að útgerð sjö smábáta. Tvo þeirra á fyrirtækið sjálft, fjóra í félagi við skipstjóra og leigir þann sjötta. Þrír í þessum flota eru glænýir Gáskabátar, sem komu vestur nú í haust. Kambur hf. vinnur einvörðungu þorsk og í gegnum vinnsluhúsið á Flateyri fóru í fyrra alls 4.200 tonn. Bæði er það afli eigin báta, en einnig fiskur sem keyptur er á mörkuð- um og af bátum sem leggja sinn afla upp hjá fyrirtækinu. Kambur leigði til sín aflaheimildir í fyrra fyrir alls 72 milljónir króna. Afl- inn er yfirleitt unninn í salt og fer á markað í löndum Suður-Evrópu. Afkomuna segir Hinrik vera ásættanlega. Að vísu hafi gengi evrunnar verið lágt um mitt árið og það hafi aftur leitt af sér lágt skilaverð fyrir afurðir. Gengið hafi svo aftur hækkað á haustdögum og þá hafi hagur vænkast. En hitt skipti ekki síður miklu máli að Kambur hf. veiti mörgum at- vinnu. Við vinnsluna á Flateyri starfa að jafnaði um 35 manns og viðlíka við bátaútgerðina, bæði sjómenn og menn í landi, svo sem við línubeitningu. „Við erum bjartsýnir, þótt við séum vissu- lega með hnút í maganum yfir þeim fyrirætlunum að setja allan afla smábáta undir kvóta. Hvort þær fyrirætlanir ganga eftir er í hendi Reykjavíkurvaldsins. Sjálf- um finnst mér nóg að náttúruöfl- in setji okkur takmörk hvað hægt er að sækja úr sjó, þó við þurfum ekki líka að slást við ráðamenn. Stórútgerðarmenn virðast sjá of- sjónum yfir því sem smábátasjó- menn afla og sjálfum finnst mér afskaplega sárt ef það er að setja þá á hliðina. Mennina sem eru með sín fyrirtæki á þingi og hafa þannig fengið mikið ódýrt fjár- magn inn í sinn rekstur og styrkt hann.“ „Við erum bjartsýnir, þótt við séum vissu- lega með hnút í maganum yfir þeim fyrir- ætlunum að setja allan afla smábáta undir kvóta,“ segir Hinrik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Kambs hf. á Flateyri. Það fyrirtæki hefur unnið sig verulega upp á fyrsta starfsári sínu. Við höfnina á Suðureyri. Þar hefur atvinnuástand fiskvinnslufólks batnað með tilkomu Íslandssögu ehf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.