Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 18
18
V E S T F I R Ð I R
Jónsson útgerðarmaður og fisk-
verkandi hjá Bjargi hf. á Patreks-
firði. Hann gerir út bátinn Brim-
nes BA-800, jafnframt því sem
hann rekur fiskvinnslu í landi sem
veitir tólf manns atvinnu. Að út-
gerðinni meðtaldri er heildar-
fjöldi starfsmanna milli 20 og 30
manns. „Auðvitað er það kvótinn
sem bremsar allt af og gerir það að
verkum að menn geti fært út kví-
arnar. Leiguverð á kvóta er líka
svo hátt að illmögulegt er að
leigja kvóta sem er vel á annað
hundrað krónur,“ segir Héðinn.
Hann bætir við að afurðaverð hafi
í haust verið nokkuð gott, en hafi
svo lækkað aftur eftir áramótin.
Slíkur hrynjandi sé alþekktur.
Hjá Bjargi er vinnslan í raun
tvískipt yfir árið. Í mars ár hvert
hefst steinbítsvertíðin og í
vinnsluhúsi fyrirtæksins er aflinn
flattur og frystur. Á vormánuðum
er svo aftur farið í þorskinn, sem
Bjargsmenn fletja, salta og senda
á markað.
Allmörg önnur sjávarútvegsfyr-
irtæki starfa á sunnanverðum
Vestfjörðum, og þeirra stærst er
Oddi hf. á Patreksfirði. Hjá því
starfa, bæði til sjós og lands, um
65 manns. Fyrirtækið gerir út
Núp BA, 300 tonna línubát, en er
einnig með þrjá smábáta á sínum
snærum. Einum þeirra verður
skipt út í vor þegar koma til
landsins tveir 100 tonna bátar
sem nú er verið að smíða í Kína
fyrir Patreksfirðinga. Oddi hf.
mun eiga annan bátinn, en Vestri
hf. hinn - en það er móðurfyrir-
tæki hins fyrrnefnda.
„Afkoman hjá okkur hefur ver-
ið prýðisgóð á síðustu tveimur
árum,“ segir Halldór Leifsson, út-
gerðarstjóri. Bolfiskvinnsla er
hryggstykkið í starfseminni og er
aflinn ýmist saltaður, fyrstur eða
þá unnin sem „flugfiskur“ - sem
fer með fyrstu ferð suður og þaðan
með flugi á erlenda markaði.
Veðsettir upp fyrir haus
Eins og segir hér að framan bera
margir í vestfirskri útgerð kvíð-
boga gagnvart þeim hugmyndum
að setja allan afla smábáta undir
kvóta, það er aukategundirnar ýsu
og steinbít. Kristinn H. Gunnars-
son, alþingismaður Framsóknar-
flokksins á Vestfjörðum og stjórn-
arformaður Byggðastofnunar, seg-
ir að þingmenn Vestfirðinga
muni leggjast á allar árar til koma
í veg fyrir að þessar fyrirætlanir
nái fram að ganga „...og ég er von-
góður um að okkur takist að stíga
á bremsuna,“ eins og hann orðar
það. Hann segir að ef kvótasetn-
ing alls afla smábáta yrði að veru-
leika gæti það þýtt tekjuskerð-
ingu smábátaútgerða um allt að
þriðjung, sem aftur myndi leiða af
sér að áætlanir þær sem ungir
menn hafa gert vegna báta- og
kvótakaupa myndu gjörsamlega
bresta. Margir þeirra eru veðsettir
upp fyrir haus vegna slíks, skulda
tugi milljóna.
Kristinn, sem jafnframt er for-
maður stjórnar Byggðastofnunar,
segir stofnunina hafa lánað til
smábátakaupa Vestfirðinga nær
einum milljarði króna. Einnig
hafi sparisjóðirnir á Vestfjörðum
lánað mikla fjármuni til hins
sama, ekki minni upphæðir en
stofnununin hefur gert.
Væll í verkalýðs-
foringjum!
Af framansögðu má ráða að Vest-
firðingar eru, þrátt fyrir allt, ekki
svo svartsýnir á framhald mála,
enda hefur staðan í rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækja þar oft verið
svört. Hins vegar ber að hafa í
huga að sjávarútvegurinn er í eðli
sínu sveiflukennd grein - og að
undanförnu hefur fiskvinnslufólki
víða um land verið sagt upp störf-
um, svo sem á Húsavík, Eskifirði
og Siglufirði. Einkum hefur þetta
verið hjá fyrirtækjum í rækjuiðn-
aðinum. Skiljanlega hafa forystu-
menn verkafólks haft af þessum
uppsögnum verulegar áhyggjur
„...en mér finnst engu að síður
vera svolítill væll í kollegum
mínum í verkalýðshreyfingunni.
Þegar stóru frystihúsin hér á Eyr-
inni, Norðurtanginn og Íshúsfé-
lagið, hættu starfsemi töpuðust
hér um þrjú hundruð störf. Menn
voru þó ekkert að fella tár yfir
því,“ segir Pétur Sigurðsson, sem
af vestfirskri karlmennsku horfir
fram á veginn. Og er hreint ekki
svo svartsýnn.
„Kvótasetning alls afla smábáta þýddi tekju-
skerðingu þeirra um allt að þriðjung,“ segir
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður.
Allar áætlanir hjá Fáfni á
Þingeyri hafa gengið upp.
Þar var byggðakvóti nýttur
til að koma fótum undir
fiskvinnslu á ný.
Yfir sumarmánuðina
hefur á síðustu
árum verið landburður
af þorski á sumum
höfnum á Vestfjörðum
enda afli smábátanna
góður.