Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 5
Allt í fullum gangi á Patró Oddi hf. er burðarfyrirtæki í atvinnulífinu á Patreksfirði. Fyrirtækið hefur á sinni könnu útgerð og landvinnslu, sem er þrískipt – frysting, söltun og útflutningur á svokölluðum flugfiski. Ægir tók púlsinn á starfsemi Odda hf. og ræddi við Sigurð V. Viggósson, framkvæmdastjóra, og Halldór Finnsson, útgerðarstjóra. Sléttbakur verður Akureyrin Sléttbakur EA, sem ÚA gerði út til fjölda ára, hefur verið málaður í Samherjalitunum og heitir nú Akureyrin EA. Ægir fylgdist með því þegar þetta farsæla skip fór í fyrsta skipti frá bryggju á Akureyri undir merkjum Samherja. Gamall skipastóll Íslenski skipastóllinn er kominn til ára sinna. Meðalaldur alls flotans er um tuttugu ár og ef horft er til báta á stærðarbilinu 50-500 brl. er meðalaldurinn nálægt 30 árum. Þetta má m.a. lesa út úr yfirgripsmikilli og athyglisverðri skýrslu um hérlendan skipaiðnað. Ægir gerir grein fyrir innihaldi skýrslunnar. Athyglisverðar fiskvinnsluvélar Ekki er hægt að segja að mikið hafi farið fyrir fyrirtækinu Á M Sigurðsson ehf. í Hafnarfirði, en það framleiðir fiskvinnsluvélar. Í þessu fjölskyldufyrirtæki hefur þó verið unnið merkilegt þróunarstarf sem hefur skilað mjög góðum fiskvinnsluvélum. Vélarnar vöktu mikla athygli á sjávarútvegssýningunni í Smáranum í byrjun september Óleystur vandi „Ég hélt satt að segja að með því að berjast fyrir því að fá yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu væri vandinn leystur. En það er nú eitthvað annað, mér sýnist vandinn hafa aukist,” segir Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, í hressilegu spjalli við Ægi. Sæstrengurinn vaktaður Sett hefur verið upp athyglisvert eflirlitskerfi - einskonar radarkerfi – sem fylgist með skipaumferð þar sem Cantat 3 sæstrengurinn liggur suður af Vestmannaeyjum. Tilgangurinn er að fyrirbyggja skemmdir á strengnum sem togveiðar geta auðveldlega orsakað. Landssíminn setti upp umræddan eftirlitsbúnað á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en hann er að uppruna rússneskur, frá fyrirtækinu Transas, sem Radiomiðun hefur umboð fyrir hér á landi. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.) Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2002 kostar 6600 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5207 Forsíðumyndina tók Óskar Þór Halldórsson af Sigurði V. Viggóssyni, framkvæmdastjóra Odda hf. á Patreksfirði ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 22 14 18 20 26 10

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.