Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 21

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 21
21 L A N D H E L G I S A F M Æ L I kastameiri í dag. Ein af megin- ástæðunum fyrir því að við Ís- lendingar færðum landhelgina út í 200 mílur var að menn vildu forðast svokallaða ryksugutogara á miðunum sem fóru milli haf- svæða og þurrkuðu upp heilu fiskigöngurnar. Við vildum sem sagt losna við þessa togara, en ég spyr; hvað erum við að gera í dag? Eru ekki allir að kaupa frystitogara eða verksmiðjutogara og hætta að koma með aflann til vinnslu í landi? Á þessum skip- um er umtalsverðu magni af af- skurði og slógi hent fyrir borð. Það ég best veit eru verksmiðju- togarar ekki leyfðir innan 200 mílna við Bandaríkin og það sama hygg ég að sé uppi á ten- ingnum hjá Færeyingum. Og Færeyingar banna líka stærri tog- ara innan 50 mílnanna, þar er hins vegar smábátaflotinn.” Sýnist að vandinn hafi aukist „Ég helt satt að segja að með því að berjast fyrir því að fá yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu væri vandinn leystur. En það er nú eitthvað annað, mér sýnist vand- inn hafa aukist. Ég segi fyrir mig að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar,” segir Guð- mundur og vísar til þess að hann sé síður en svo sáttur við núgild- andi fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann telur að kerfið hafi orðið til þess að aflaheimildirnar hafi færst á hendur nokkurra útgerða og litlu sjávarplássin standi eftir meira og minna kvótalaus. „Mér sýnist að það hljóti að vera eitt- hvað mikið að. Aflaheimildirnar hafa verið að minnka undanfarin ár, þótt nú berist fréttir af ein- hverjum bata. Með fullri virðingu fyrir fiskifræðingunum okkar, sem ég átti ágætt samstarf við í mörg ár, þá eru þeir ennþá að not- ast við bók Bjarna Sæmundssonar, sem var eini fiskifræðingur lands- ins þegar hann skrifaði bókina, og hafa sáralitlu við hana bætt,” sagði Guðmundur. Gamlir félagar hittast reglulega Guðmundur segist fylgjast all vel með sjávarútveginum í dag. „Já, ég les flestar þær greinar um sjáv- arútveg sem ég kemst yfir,” segir hann. Guðmundur hittir gamla félaga hjá Landhelgisgæslunni reglulega. „Við borðum einu sinni saman í mánuði á veturna og sömuleiðis hittumst við yfir sumarmánuðina,” segir Guð- mundur. Óneitanlega þjöppuðu þorskastríðin við Breta saman vinnufélögunum hjá Landhelgis- gæslunni og þeir hittast því reglulega og ræða málin. En saknar Guðmundur þessara ára í fremstu víglínu? „Nei, það geri ég ekki. Þetta var erfiður tími. Það var slítandi að vera löggæslu- og björgunar- maður í um hálfa öld. En vissu- lega var þetta að mörgu leyti góð- ur tími og ég hefði ekki viljað missa af honum, en ég vildi ekki endurtaka hann!” Með togvíraklippurnar að vopni Guðmundur Kjærnested var eins og áður segir einskonar tákn fyrir hörku og ákveðni Íslendinga í þorskveiðideilum við Breta. Hann birtist á ófáum skopteikn- ingum vígalegur mjög með tog- víraklippurnar frægu að vopni. Hvernig fannst Guðmundi að vera sífellt undir þessari pressu og vekja jafn mikla athygli fjölmiðla hér og heima og erlendis og raun bar vitni? „Maður fékk kannski eitthvað út úr því til að byrja með, en þetta var þreytandi til lengdar. Ís- lendingar eru ágengir, allir höfðu skoðanir á því sem maður gerði og töldu sig geta ráðlagt manni á einn eða annan hátt,” sagði Guð- mundur. „Íslendingar eru ágengir, allir höfðu skoðanir á því sem maður gerði og töldu sig geta ráðlagt manni á einn eða annan hátt,” segir Guðmundur Kjærnested. Guðmundur skipherra hér á árum áður í brúnni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.