Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 32

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 32
32 B J Ö R G U N A R B Ú N A Ð U R Kostir og möguleikar Markús- arnetsins koma skýrt fram í ný- legri skýrslu sjóslysarannsóknar- nefndar í Bretlandi vegna slyss í farþegaferju Stena Line á milli Englands og Írlands í október 2000. Lýsing á atvikum er hroll- vekjandi. ,,Maður féll fyrir borð á ferjunni í óveðri. Honum tókst að halda sér á floti við skipshlið í um eina klukkustund,” segir Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri Markus Lifenet (UK) Ltd. í Skotlandi. ,,Áhöfnin gat ekki sett út björgunarbát, vöruflutninga- bílar voru fyrir hliðardyrum á skipinu og þær var því ekki unnt að opna. Enginn björgunarbúnað- ur var um borð sem hæfði þessum aðstæðum og maðurinn drukkn- aði þarna án þess að nokkur gæti komið honum til hjálpar. Breska rannsóknarnefndin sagði í skýrslu sinni að Markúsarnetið væri eina björgunartækið sem hefði gagnast við þessar aðstæður.” Fluttu sig nær markaðinum Björgunarnetið Markús er kennt við höfund sinn og frumkvöðul á sínu sviði: Markús B. Þorgeirs- son, skipsstjóra. Hann gerði ör- yggismál sjómanna að hugsjóna- starfi og fann m.a. upp þetta ein- falda en öfluga björgunartæki sem átti eftir að verða bjargvætt- ur margra til sjós og í höfnum. Markús lést árið 1984 en Pétur Th. Pétursson og kona hans Katrín Markúsdóttir halda merki hans á lofti. ,,Við fluttum starfsemina úr landi, komum okkur fyrir norð- austan við Glasgow og gerum út þaðan. Þarna framleiðum við og seljum björgunarnet en einnig björgunarstiga og aðrar ,,maður fyrir borð”-öryggisvörur fyrir skemmti- og vinnubáta af ýmsu tagi,” segir Pétur. ,,Við keyptum allt hráefni til framleiðslunnar í Bretlandi og sáum fljótt að við yrðum að vera nær aðalmörkuð- um okkar til að ná árangri. Við- skiptahópur okkar er einnig mun stærri hér og er ekki bara fiski- skip, örfá flutningaskip og hafnir eins og var heima á Íslandi.” Eina björgunartækið sem upp- fyllir kröfur nýrrar reglugerðar Pétur dregur enga dul á að mögu- leikar Markúsarnetsins á alþjóð- legum markaði séu miklir en mikla orku og þolinmæði þurfi til að minna á sig og ná árangri. Tíminn vinnur hins vegar með Pétri, Katrínu og Markúsarnetinu og reyndar væntanlegar reglu- gerðir um öryggismál sjómanna líka. Um áramótin 2002/2003 tekur þannig gildi reglugerð í Bretlandi og þá verður skylda að hafa tiltekinn björgunarbúnað um borð í alls um 900 skipum þar í landi. Pétur segir að eina björgunartækið sem uppfylli kröfur reglugerðarinnar sé einmitt Markúsarnetið. Skyldi nú engan undra að hann hugsar sér gott til glóðarinnar í markaðs- og sölustarfi á næstu vikum og mán- uðum. Þess má geta að fyrirtækið Icedan ehf. er með umboð og þjónustu hér á landi fyrir Mark- úsarnetið og aðrar vörur frá Markus Lifenet (UK.) Ltd. í Skotlandi. Markus Lifenet MOB öryggisvörur eru einnig fáanlegar hjá Ellingsen, Viking Björgunar- búnaði og söluaðilum slíkra vara um land allt. Upplýsingar um Markúsarnetið má finna á www.markusnet.com. Bresk sjóslysanefnd mælir með Markúsarnetinu Sjóherinn á Spáni hefur nýlega keypt björgunarnetið Markús til að hafa um borð í fjórum freigátum sínum og auka þannig öryggi sjóliða um borð. Fiskieftirlit Skota keypti einnig Markúsarnet í 4 skip sín og mælir eindregið með því. Þá sýnir breski sjóherinn því áhuga að setja Markús- arnet í tvö ný birgðaskip sín. Enn má nefna að í september sl. keypti skipasmíðastöð á Taiwan Markúsarnet til að setja í þrjú skip og láta fylgja til kaupenda þeirra þegar þar að kemur. Markúsarnetið fer þannig víða og vegur þess getur ekki nema vaxið í framtíðinni því þessi öryggisbúnaður á sér enga hliðstæðu í víðri veröld. Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri Markus Lifenet Ltd. í Skotlandi, á sjávarútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi í byrjun september.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.