Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 13
13 F R É T T I R Fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar Óseyjar hf. í Hafnarfirði, Véla- lands ehf. og Mitsubishi í Hollandi hafa gert samning um aðal- vél, ljósavélar, gír og skiptiskrúfubúnað í 22 metra langt togskip sem Ósey er að smíða fyrir Færeyinga. Ósey tók að sér smíði alls 5 skipa handa Færeyingum. Tvö hafa þegar verið afhent en hin þrjú verða afhent í janúar og apríl á næsta ári. Leiðir Óseyjar og Vélalands hafa áður legið saman og samvinna fyrirtækjanna er farsæl. Vélaland hefur áður séð þremur skipum Óseyjar fyrir öllum vélbúnaði og nú er búið að semja um sama pakka fyrir fjórða skipið. Á undanförnum árum hefur Ósey hf smíðað og afhent 6 ný skip. Þetta eru þrjú 15 metra löng (42 BT), eitt 19,40 metra langt (64 BT) og eitt 21,95 metra langt (196 BT). Þetta eru al- hliða fiskiskip, hönnuð fyrir neta-, línu, dragnóta- og togveiðar. Það eru m.b. Esjar SH 75, m.b. Svanborg SH 404 og m.b. Valur SH 322 sem eru 15 metra löng, m.b. Friðrik Bergmann SH 240 sem er 19,40 metra langur og m.b. Geir ÞH 150 sem er 21,95 metra langt yfirbyggt skip. Ennfremur hefur Ósey hf smíðað og afhent 17,00 metra langan dráttar- og lóðsbát fyrir Hafnarfjarð- arhöfn. Skipin hafa öll reynst afburða vel. Ósey hf hefur unnið að breytingum á fjölda fiskiskipa á undan- förnum árum, og nægir að nefna lengingu og yfirbyggingu á m.b. Reykjaborg RE, lengingu, yfirbyggingu og fleiri breytingar á m.b. Sæbjörgu ST, lengingu, breikkun, smíði á nýrri brú á m.b. Guð- finni KE og m.b. Ásdísi ST (nú m.b. Hringur GK), lengingu og fleiri breytingar á m.b. Mána HF, lengingu, smíði á nýrri brú og smíði á bakkaþilfari á m.b. Agli SH ásamt fleiri verkefnum. Vélaland býður margvíslega þjónustu sem við kemur vélum og tengdum þáttum, alhliða bílaviðgerðir og vélavinnu og upptekn- ingar á vélum. Fyrirtækið selur varahluti í fjölmargar gerðir dies- el- og bensínvéla, hefur umboð fyrir skipa-og bátavélar ásamt gírum, skrúfubúnaði, kælum, tengjum og öðru því sem til þarf í vélbúnaði bíla og báta. Í Vélalandi að Vagnhöfða 21 er mjög full- komið verkstæði til viðgerða og stillinga á olíuverkum og túrbín- um en fyrirtækið útvegar einnig alla varahluti. Ósey, Vélaland og Mitsubishi í Hollandi: Samningur vegna skips fyrir Færeyinga Samningurinn handsalaður á Íslensku sjávarútvegssýningunni Á fertugasta þingi Alþjóðaflutn- ingaverkamannasambandsins, sem haldið var dagana 14. til 21. ágúst í Vancouver í Kanada, voru þrjár tillögur Vélstjórafélags Ís- lands um starfsumhverfi og at- vinnuréttindi á fiskiskipum sam- þykktar. Í fyrsta lagi var samþykkt til- laga íslenskra vélstjóra um að ekki verði gerðar minni réttinda- kröfur í alþjóðasamþykktum til fiskimanna en farmanna varðandi menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöðu. Í öðru lagi var samþykkt á þingi Alþjóða flutningaverka- mannasambandsins að gerðar verði ráðstafanir til að vernda þá skipverja sem starfa í vélarrúmi skipa frá heilsutjóni. Í þessari samþykkt var bent á að fram hafi komið í rannsóknum vísinda- manna að vélstjórar og aðrir þeir er starfi í vélarúmi skipa séu í sér- stökum heilsufarslegum áhættu- hópi vegna hávaða og mengunar, til að mynda af völdum útblásturs og krabbameinsvaldandi efna í brennsluolíu, smurolíu, leysiefn- um og svo framvegis. Þingið lagði á það áherslu í samþykkt sinni að við hönnun og rekstur skipa verði hugsað sérstaklega fyrir því að koma í veg fyrir heilsutjón þeirra sem starfi í vél- arrúmi skipa. Í þriðja lagi var samþykkt til- laga fulltrúa Vélstjórafélags Ís- lands um að gerðar séu réttinda- og hæfniskröfur til þeirra sem starfa í vélarúmi skipa með aðal- vél undir 750 Kw. Bent er á að í skýrslum um óhöpp og sjóskaða fiskiskipa með aðalvél undir 750 kw. komi fram að mörg þeirra megi rekja til ófullnægjandi vélbúnaðar. Einnig er minnt á að engin skilyrði séu sett í alþjóðasam- þykkt um menntun eða hæfni þeirra sem annist vélbúnað á skipum með aðalvél undir 750 kw. Ein af þeim þremur tillögum sem Vél- stjórafélag Íslands fékk samþykktar á þingi Alþjóðaverka- mannasambandsins, lýtur að því að vernda þá skipverja sem starfa í vélar- rúmi skipa frá heilsutjóni. Alþjóðaflutningaverkamannasambandið: Þrjár tillögur íslenskra vélstjóra samþykktar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.