Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 8
Alþjóðlegu náttúru- verndarsamtökin full- yrða í nýrri skýrslu að síðastliðin tíu ár hafi meðalstærð fisks, sem veiddur hefur verið í Evrópusambandsríkj- unum, minnkað svo mikið að ástæða sé til aðgerða. Samtökin fara þess á leit við Evrópusambandið að lágmarksstærð fisks, sem leyfilegt er að veiða, verði aukin þegar fiskveiðistefnan verður endurskoðuð. Veiða 6-7 milljónir tonna Alls eru um 100.000 fiskiskip í Evrópusambandsríkjunum. Þau veiða árlega um 6-7 milljónir tonna af fiski. Margar tegundanna eru í útrýmingarhættu og auk þess minnkar stöðugt hlutfallið af stórum fiski í aflanum. Til að forðast ofveiði er mikil- vægt að allur fiskur nái að hrygna einu sinni og þess vegna þarf hann að ná ákveðinni stærð áður en hann er veiddur. Meðalstærð fisks sem veiddur er í troll í Miðjarðarhafinu er 17,9 sentímetrar, jafnvel þótt ESB hafi ákvarðað 20 sm lág- marksstærð. Rauðskeggur er oft veiddur allt niður í 8-9 sm en hann verður ekki kynþroska fyrr en 30 sm. Jafnframt nemur brottkast um helmingi þess fisks sem upp kem- ur af því að hann er undir lág- marksstærð. Sama gildir um Norðursjóinn. Verst var ástandið 1996. Samkvæmt skýrslum var þá allt að 90% af veiddum þorski kastað fyrir borð. Verstu syndirnar Sólkola- og rauðsprettuveiðarnar eru meðal hins allra versta. Af hverjum veiddum sex kílóum af sólkola er aðeins eitt hirt; hitt fer aftur í sjóinn. Athugun á stærðarsamsetningu túnfisks sýnir að fullorðnir fiskar eru 20% færri nú en 1970. Sama gildir um Norðursjávarþorskinn. Þar ákvað ESB 35 sm lágmarks- stærð þrátt fyrir að þorskur verði ekki kynþroska fyrr en hann hefur náð 45 sm lengd. Árið 2001 leyfði ESB minni lágmarksstærð í Miðjarðarhafi en ekki í Atlantshafi. Það þýðir að stöðugt færri stórir fiskar verða eftir til þess að halda stofnunum við. Tilraunir Spánverja Spánverjar gera tilraunir með nýja gerð netja í Miðjarðarhafi. Niðurstöður hafa hingað til sýnt að 50-70% af undirmálsfiski sleppur. Tilrauninni stjórnar The Sea Research Institute í samvinnu við sjómenn. Margir fiskistofnar í Miðjarðarhafi eru samkvæmt út- tektum í bráðri útrýmingarhættu og það krefst tafarlausra aðgerða. 8 E R L E N T Fiskislóð 14 • 101 Reykjavík • Sími 5200 500 isfell@isfell.is • www.isfell.is Við kappkostum að bjóða gæðavörur á góðu verði Hafðu samband við sölumenn H N O T S K Ó G U R Í N 5 0 4 D -0 2 Bindivélar Stóri fiskurinn á undanhaldi Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin fullyrða í nýrri skýrslu að síðastliðin tíu ár hafi meðalstærð fisks, sem veiddur hefur verið í Evrópusambandsríkjunum, minnkað svo mikið að ástæða sé til aðgerða.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.