Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 13

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 13
13 tegunda við Ísland eftir aldri með svokallaðri VP greiningu (hér eft- ir kölluð VPA). Fjöldi 3 ára þorsks og ýsu út frá þessari aðferð er notað hér sem grunnviðmið. Ástæða þess að fjöldi þriggja ára fisks í VP greiningu er notað- ur sem viðmiðun er sú að talið er að fjöldi veiddra fiska leiðréttist þegar reiknað er aftur í tímann með þessari aðferð jafnvel þótt náttúrulegur dánarstuðull sé ekki námkvæmlega réttur og er þá reiknað með að heildardánarstuð- ull þ.e. náttúrulegur- + fiskveiði- dánarstuðull sé nálægt sanni þeg- ar reiknað er nokkur ár aftur í tímann. Samkvæmt Pope (1972) sem er höfundur VP greiningar- innar þá leiðréttist fjöldi í stofni mest fyrstu 2 árin miðað við ákveðinn árgang og þegar farið er 4 ár aftur í tímann er fjöldi sama árgangs í stofni orðinn svo til réttur samkvæmt skekkjuútreikn- ingum. Þetta er ástæða þess að einungis eru notaðar tölur frá VP greiningu fram að 1997 árgangin- um hjá þorski en 1998 árgangin- um hjá ýsu, en ýsa byrjar að veið- ast nokkuð yngri en þorskurinn. Samanburður á árgangastyrk þorsks og ýsu í mismunandi leiðöngrum Til þess að gera okkur betur grein fyrir hvernig matið á hverj- um árgangi þróast með aldri og í mismunandi stofnmælingarleið- öngrum, þá er reiknuð út vísitala fyrir hvern árgang miðuð við meðalfjölda aldursflokksins í allri leiðangursseríunni. Fyrir seiða- leiðangur er þetta t.d. fjöldi 0- grúppu þorsks á togmílu fyrir árin 1978-2002. Vísitala hvers árs er þá miðuð við hlutfall af meðaltalinu og því næst er hún umreiknuð yfir í fjölda sambæri- legan við fjölda þriggja ára í stofnstærð í VPA. Sjá má umreiknaðar fjöldavísi- tölur þorsks á mynd 2. Þar sést að 1988 árgangurinn mældist ætíð frekar lítill nema sem 1 árs í SMGv. Vísitölur 1 og 2 ára fisks í SMGh virðast hins vegar vera nokkuð nærri endanlegu mati á stærð árgangsins (VPA). Árgang- ur 1989 mældist að öllu jöfnu nokkuð stærri en árgangur 1988. Vísitölur úr rækjuleiðöngrum eru einnig í nokkrum takti við aðra leiðangra ef frá er skilin 0-grúppa í SMGh sem mældist fremur lítil og 2 ára fiskur í SMGv sem mjög mikið fékkst af. Næst kemur ár- gangur 1990 sem mælist mjög slakur í flestum rækjuleiðöngrum nema sem 1 og 2 ára í SMGh, en þar mælist hann nokkuð nærri endanlegu mati. Árgangur 1991 var hins vegar lítill í öllum leið- öngrum og öllum aldurshópum og er þar engin undantekning á. Árgangur 1992 mældist að jafn- aði nokkuð stærri. Hans varð þó lítið vart í rækjukönnunum eftir 1 árs aldurs, en reyndist þó þokkalega stór við endanlegt stofnmat í VPA 3 ára. Fyrir utan 2 ára fisk í SMGv sem lítið bar á var nokkuð gott samræmi milli leiðangra og aldurshópa við mat á árgangi 1993. Árgangur 1994 var enn einn slakur árgangurinn. Hann reyndist þó aðeins skárri en vísitölur úr SMB og SMH gáfu til kynna og er það athyglisvert að hann mældist nokkuð stór sem 1 og 2 ára í SMGh. Árgangur 1995 er nokkuð sérstakur. Hann endaði sem þokkalega stór árgangur, en mældist í gríðarlegu magni sem 0-grúppa, 1 árs og að hluta til 2 ára fiskur í rækjukönnunum. Takið eftir að þessi árgangur kemur illa fram sem 0 ára í SMH og 1 árs í SMB en fjölgar eftir það í bæði SMH og SMB. Árgangur 1996 var svo nánast spegilmynd af þeim frá 1994. Endanlegt mat var að hann væri lélegur, en þó ekki jafn lélegur og SMB og SMH gáfu til kynna. Mikið fékkst hins vegar af honum sem 2 ára fiski í rækjukönnunum. Eftir þetta og fram að 2002 komu stórir árgangar sem allir mældust sérstaklega stórir í seiða- könnunum. Utan seiðaleiðangurs varð ekki mikið vart við árgang 1997 á sínu fyrsta ári. Frá og með 1 árs í SMB mældist hann þó all- stór og var talsvert gott samræmi milli leiðangra. Árgangur 1998 mældist stór í fyrstu fjórum leið- öngrum en sveiflaðist eftir það til einkum í SMG. Árgangur 1999 var mjög stór samkvæmt seiða- leiðangri, 0-grúppu í SMH og 1 árs í SMB. Hans varð hins vegar minna vart í öðrum leiðöngrum og hjá öðrum aldurshópum þó hann væri áfram í það minnsta miðlungsstór. Vísitölur árgangs 2000 eru allar í hærri kantinum nema sem 0-grúppa í SMGh og eins árs í SMGv. Árgangur 2001 fékkst í miklu magni sem 0- grúppa í seiðaleiðangri, en hvarf nánast eftir það. Það vekur þó smá vonarglætu að hann kemur betur fram sem 1 árs í SMGh og 2 ára í SMGv. Ferill hans gæti e.t.v. orðið svipaður og 1994 og 1996 árganganna, sem voru léleg- ir, en þó ekki eins lélegir og SMB gaf til kynna. Mjög fáar mælingar eru tiltækar um árgang 2002 þar sem hann hefur nú einungis náð sínu fyrsta ári. 0-grúppa í seiða- leiðangri gefur til kynna góðan árgang en 0-gúppa í SMGh og 1 árs í SMGv benda til árgangs að- eins undir meðallagi. Árgangar ýsu eru sýndir á mynd 3. Árgangur 1988 var mjög lélegur. Hann mælist að vísu í nokkru magni sem 0-grúppa í SMGh en eftir það fæst oftast minna af honum í rækjukönnun- um en í SMB. Árgangur 1989 var VPA 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 Seiðal. 0-gr. 0.59** 0.75** 0.67** 0.47 0.75** 0.49 0.40 0.55* 0.19 0.67** 2 SMGh 0-gr. 0.71* 0.86** 0.62 0.27 0.73** 0.36 0.61* 0.70** 0.69** 3 SMGv 1 árs 0.46 0.69* 0.38 -0.18 0.32 0.30 0.33 0.55 4 SMB 1 árs 0.84** 0.80** 0.89** 0.27 0.84** 0.35 0.60* 5 SMGh 1 árs 0.59 0.63 0.65* 0.32 0.69** 0.46 6 SMGv 2 ára 0.44 0.32 0.34 0.31 0.46 7 SMB 2 ára 0.90** 0.91** 0.97** 0.39 8 SMGh 2 ára -0.41 0.23 0.29 9 SMB 3 ára 0.91** 0.88** 10 SMB 4 ára 0.86** Tafla 3: Fylgni (R, Spearman röðunarpróf) milli mismunandi vísitalna þorsks. Útskýringar á leiðöngrum er að finna í megintexta. Marktæknistig, ** = p<0.01, * = p<0.025. R A N N S Ó K N I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.