Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 19

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 19
19 Þ O R S K E L D I Þorskurinn fóðraður á loðnu Eins og áður segir hefur komið í ljós að mikið los er í eldisþorskin- um. Jón Örn tekur undir að losið tengist að öllum líkindum fóðrun á fiskinum, en hann er fyrst og fremst fóðraður á loðnu. Til fram- tíðar er horft til þess að fóðra þorskinn með þurrfóðri, sem nú er í þróun. „Núna erum við að gefa fiskinum heila loðnu. Á skömmum tíma er fiskurinn að tvöfalda þyngd sína og við getum ekki útilokað að við þessa þyngd- araukningu verði skortur á ein- hverjum næringarefnum sem hafi áhrif á los í fiskinum. Í laxeldinu hefur sýnt sig að það er til árang- urs fallið varðandi los í fiskinum að draga úr fóðruninni um sex vikum áður en honum er slátrað. Með þessu móti hægir á vextin- um og vöðvarnir fá tíma til að fullþroskast. Við ætlum að prófa þetta á þorskinum hjá okkur áður en við slátrum honum í haust,“ segir Jón Örn og bætir við að ætl- unin sé að endurtaka samanburð- artilraun á fóðrun á þorskinum með steinbítsafskurði og loðnu, en sú tilraun leiddi í ljós umtals- verðan mun á losi. 500 tonna pottur sjávarút- vegsráðuneytisins Eins og áður segir fékk Þórsberg á Tálknafirði mest úr 500 tonna potti sjávarútvegsráðhera, eða 110 tonn. Önnur fyrirtæki sem fengu kvóta til tilrauna með áframeldi á þorski eru: Útgerðarfélag Akur- eyringa 50 tonn, Kví ehf. Vest- mannaeyjum 30 tonn, Eskja hf. Eskifirði 50 tonn, Síldarvinnslan í Neskaupstað 50 tonn, Hraðfrysti- húsið Gunnvör hf. í Hnífsdal 50 tonn, Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði 30 tonn, Oddi hf. á Patreksfirði 65 tonn, Glaður ehf. í Bolungarvík 15 tonn, Lundey ehf. á Sauðárkróki 15 tonn, Vopn- fiskur ehf. á Vopnafirði 20 tonn og Dúan sf. á Siglufirði 15 tonn. Í fyrra úthlutaði sjávarútvegs- ráðherra slíkum aflaheimildum í fyrsta skipti. Að þessu sinni fór ráðhera að tillögum nýstofnaðs AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi um ráðstöfun aflaheimildanna. Eftirlit með ráðstöfun afla- heimildanna er á hendi Hafrann- sóknastofnunarinnar hvað rann- sóknaþáttinn varðar en Fiskistofa fylgist með föngun fisksins og framkvæmd eldisins.„Þegar á heildina er litið má segja að þetta hafi gengið ágætlega,“ segir Jón Örn Pálsson. Þórsberg er með átta kvíar í Tálknafirði og í þeim eru nokkrir tugir tonna af þorski. Jón Örn Pálsson segir að menn verði að vera tilbúnir að verja nokkrum árum til þess- ara rannsókna, til þess að fá sem marktækastar niðurstöður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.