Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 21

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 21
21 N Ý T Æ K N I GK, Páli Jónssyni GK og Hrungni GK og segir Árni að menn hafi lýst mikilli ánægju með hvernig til hafi tekist. Kerfið býður m.a. upp á tví- vídd, þrívídd, ARPA, dýpisein- ingu, botnhörkueiningu, sjávar- fallaeiningu ásamt línueiningu. Fyrir allar línuveiðar „Við kynntum grunnhugmyndina að þessum plotter á sjávarútvegs- sýningunn í Kópavogi á síðasta ári og síðan hefur þróunarvinnan haldið áfram. Það hefur farið gríðarlega mikill tími og vinna í þessa útfærslu, en ég er mjög ánægður með hvernig til hefur tekist og tel að útkoman sé mun betri en ég þorði að vona. Við höfum reynslukeyrt kerfið um borð í þremur línubátum Vísis og höfum verið að ljúka við hönnun þess fyrir smábátana. Kerfið er hægt að nota við allar línuveiðar, túnfiskveiðar og sverðfiskveiðar. Það sýnir nákvæmlega hvar fisk- urinn er veiddur, það telur krók- ana og fiskana og eftir hverja 32 öngla, eða ákveðið magn af öngl- um, gefur kerfið upplýsingar um fjölda fiska og sýnir það í lit á skjánum. Eftir lögnina sést rekka- fjöldinn, fiskafjöldinn, öngla- fjöldinn og hvar fiskurinn er veiddur,“ segir Árni. Ýmsir möguleikar eru í auka- búnaði, eins og botnhörkubúnað- ur, tvívídd, þrívídd, ARPA, sjáv- arfallatatla o.fl. Farið að spyrjast út Árni segist ekki gera sér grein fyrir hvaða útbreiðslu línukerfið nái, en það sé farið að vekja áhuga víða erlendis. „Næst liggur fyrir að kynna þetta rækilega og koma þessu í notkun. Auk Íslands munum við m.a. leggja áherslu á að kynna þetta í Færeyjum og Noregi. Ég er þess fullviss að hér erum við komnir með mjög merkilega nýjung,“ segir Árni. Hann telur að ekki dragi úr áhuganum á tækinu að litið sé á línuveiðar sem vistvænan veiði- skip, sem hafi byr í seglin um þessar mundir, ekki síst innan Evrópusambandsins. Trax-línuhlutinn les gögnin frá LineTec línukerfi Vaka-DNG, gögnin eru send um RS 232. Fyrir minni báta er hægt að fá línukerfi frá Elcon. Litur í ferli segir til um hvar fiskurinn er að fást, ljósblátt merkir 1-5 fiska, grænt táknar t.d. 9-12 fiska o.s.frv. Línugluggi sýnir stöðu dráttar á línunni á rauntíma. Hægt er að sjá fjölda fiska á rekka og í ferli. Með því að nota Línu-eininguna er hægt innan skamms tíma að sjá hvar fiskur- inn hefur fengist og ef smellt er á lit í töflunni stekkur bendillinn þangað sem liturinn er í ferlinum. Notandinn getur sett upp eigin skil- greiningar á lit í línuferli. Dæmi: Svart- ur=enginn fiskur, ljósblár=1-5 fiskar, dökkblár=5-9 fiskar. Þessi tækni létt- ir okkur störfin - segir Gísli Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK „Að mínu mati er þetta það markverðasta sem hefur komið fram lengi í sambandi við tæknivæðingu við línuveiðar,“ segir Gísli Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK, línuveiðiskipi Vísis í Grindavík, en hann hefur lagt Elcon lið í þróun hins nýja TRAX- búnaðar fyrir línuveiðar, prófað búnaðinn um borð og komið með góðar ábendingar. Raunar má segja að hugmyndina að tengingu LineTec kerfisins frá Vaka-DNG við TRAX-búnaðinn hafi Gísli sett fram. „Það er alveg klárt að þessi búnaður léttir mjög störf okkar á línuveiðiskipunum og hámarkar afköstin. Myndræn framsetning gerir okkur það kleift að sjá hvar á línunni aflinn er mestur, sem segir okkur hvar mest veiðivon er. Þessi nýja tækni léttir okkur vissulega að hámarka aflann,“ segir Gísli skipstjóri á Páli Jónssyni, sem hefur verið við línuveiðar síðan 1996. Hann er þrautreyndur skipstjóri, hefur verið í brúnni síðan 1973, eða í þrjátíu ár. „Meðan fiskast, finnst mér alltaf jafn gaman af þessu,“ segir Páll og hlær. Hann er þess fullviss að þessi nýi tæknibúnaður fyrir línuveiðar eigi eftir að vekja athygli erlendis. Rík hefð sé fyrir línuveiðum í Nor- egi, Færeyjum og Frakklandi og ástæða sé til að ætla að í þessum löndum muni menn taka hina nýju tækni í sína þjónustu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.