Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 25

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 25
25 lítilsháttar sala á þessum afurðum í höfuðborginni Lagos. Nígeríumenn eru auðugari þjóð en gengur og gerist í Afríku vegna olíuútflutnings. Helstu olíu- lindirnar eru einmitt í austurhluta landsins og þar er einnig rík hefð fyrir mikilli verslun. „Nígeríumenn vilja fyrst og fremst þurrkaðar þorskafurðir. Þrátt fyrir að afurðir úr ýsu og ufsa séu verulega ódýrari en þorskafurðirnar, þá kjósa þeir þorskinn og eiga erfitt með að skilja af hverju við getum ekki útvegað eins mikið magn af þorskhaus- um og -hryggjum og þeir vilja.“ Hilmar segir mjög mikilvægt að rækta gott per- sónulegt samband við kaupendur í Nígeríu. „Því hef ég farið þangað að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum á ári. Ég lít á það sem ákveðna virðingu gagnvart okk- ar kaupendum að fara þarna niðureftir og hitta þá að máli.“ Mikilvægt að vanda til þurrkunarinnar Flutningar á þurrkuðum afurðum til Nígeríu ganga hratt og örugglega fyrir sig. Framleiðendur fá heim að vinnsluhúsunum 40 feta gáma og þeir eru síðan fluttir um borð í skip. Eimskip safnar gámunum um borð í strandsiglingaskip, sem síðan eru aftur færðir yfir í flutningaskip sem flytur þá til Rotterdam eða Hamborgar. Samskip flytur gámana frá vinnslustöðv- unum landleiðina til Reykjavíkur og þar eru þeir færðir yfir í í flutningaskipin. Flutningarnir ganga undantekningalaust vel fyrir sig. Í Rotterdam og Hamborg eru gámarnir færðir yfir í önnur skip sem flytja þá síðan á áfangastað í Nígeríu. „Ef allt gengur eðlilega taka þessir flutningar frá Íslandi um fjórar vikur. Vegna þess hversu heitt loftslagið er í Nígeríu, 35-40 stig árið um kring, má segja að líftími vör- unnar sé um þrír mánuðir og þess vegna er mikil- vægt að flutningarnir til Nígeríu gangi vel og ör- ugglega fyrir sig. Og það er að sjálfsögðu líka afar mikilvægt að vanda til þurrkunarinnar og ná þannig réttu rakastigi á vörunni.“ Styrktarverkefni Til þess að sýna þakklæti sitt í verki fyrir farsæl við- skipti í Nígeríu í gegnum tíðina hefur Salka-Fisk- miðlun og hérlendir framleiðendur lagt ýmsum styrktarverkefnum í Nígeríu lið með fjárframlögum. Til dæmis lögðu þessir aðilar fram um 20 þúsund dollara til fólks sem átti um sárt að binda eftir mikl- ar sprengingar í hergagnageymslu í Lagos og einnig hefur umtalsverðum fjármunum frá Íslandi verið var- ið til augnaðgerða. Hilmar segir ánægjulegt að geta með þessum hætti lagt Nígeríumönnum lið og hann segir ljóst að vegna þessa njóti Salka-Fiskmiðlun og íslenskir framleiðendur virðingar í Nígeríu. „Get ekki annað en verið bjartsýnn“ Hilmar orðar það svo að tíu til tólf aðilar séu stærstir í framleiðslu þurrkaðra afurða fyrir Nígeríu og til viðbótar séu nokkrir smærri aðilar. Á síðasta ári fór útflutningur okkar til sautján kaupenda í Nígeríu, í 504 gámum. „Ég get ekki annað en verið bjartsýnn á framtíð viðskipta við Nígeríumenn. Auðvitað verð- um við að búa okkur undir að önnur lönd sæki inn á þennan markað og ég veit til þess að einmitt þessa dagana er mikil umræða um það í Noregi hvort Norðmenn ættu ekki að reyna að komast inn á Ní- geríumarkaðinn. Norðmenn hafa til þessa verið ein- göngu með útiþurrkaða hausa, sem þykir ekki eins góð vara og við erum að bjóða. Að sama skapi hafa Norðmenn ekki yfir jafn mikilli tækni að ráða við framleiðsluna og við. Til dæmis pressa þeir ekki hausana í pakka eins og við erum að gera, sem þýðir að á sama tíma og þeir koma um 330 ópressuðum pökkum í 40 feta gám komum við um 600 pressuð- um pökkum í hvern gám. Flutningsnýtingin er því miklu betri hjá okkur. Ég minni hins vegar á að Norðmenn eru að selja umtalsvert til Nígeríu af skreið og þeir eru því þekktir þar. Með því að leggja áherslu á markað fyrir hausa og hryggi og byggja upp tæknivæðingu í vinnslunni, eins og við þekkj- um, gætu Norðmenn komist inn á þennan markað. Við þurfum því að halda vel á spöðunum og slá hvergi slöku við.“ Smásíld til Egyptalands? Auk þurrkaðra afurða frá Íslandi selur Salka-Fisk- miðlun niðursoðinn makríl frá Taiwan til Nígeríu. „Einnig höfum við flutt út tvo farma af frystri síld til Egyptalands. Þessi markaður er að mínu mati mjög áhugaverður og ég vænti þess að við fáum úr því „Þegar ég var að byrja í þessu voru tvö sölusamtök með bróðurpart markaðarins, þ.e. SH og ÍS, og viðskiptavinir þeirra máttu vart skipta við önnur útflutningsfyrirtæki. Þetta hefur breyst mjög á undanförnum árum og nú horfa framleiðendur fyrst og fremst til þess hvar þeir ná hæstu verðunum,“ segir Hilmar Daníelsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.