Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 24

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 24
24 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Norðurlands til Nígeríu kemur í ljós að árið 1997 fluttum við út 128 þúsund pakka, en 302 þúsund pakka árið 2002 - þar af koma um 53 þúsund pakkar frá verksmiðjunni í Færeyjum. Við sjáum því á þess- um tölum að aukningin er gífurleg og það virðist ekkert lát vera á henni. Markaðurinn er einfaldlega að stækka verulega.“ Vörugæði hafa aukist verulega „Fiskmiðlun Norðurlands hefur unnið töluvert í markaðsmálum í Nígeríu. Við höfum tekið þar þátt í vörusýningum og árið 1999 stóðum við fyrir því að stór hópur framleiðenda og fulltrúar utanríkisráðu- neytisins fóru til Nígeríu og ræddu við kaupendur. Auk þessa markaðsátaks hafa vörugæðin aukist veru- lega. Við höfum lagt á það áherslu við framleiðendur að leggja mikið upp úr gæðunum og ég tel að það hafi skilað miklum árangri. Jafnframt hefur á síðustu árum verið vandað betur til flutninga á afurðunum til Nígeríu. Hér á árum áður fengum við oft kvartan- ir frá kaupendum vegna þess að varan var hreinlega skemmd þegar hún kom á leiðarenda. Þetta stafaði bæði af því að ekki hafði verið vandað nægilega vel til þurrkunar hér heima og síðan komst raki að vör- unum um borð í skipunum vegna þess einfaldlega að gámarnir voru ekki nægilega góðir. Á þessu hefur orðið mikil breyting og nú heyrir til undantekninga ef við fáum kvartanir.“ Stærsta útflytjandinn til Nígeríu Salka-Fiskmiðlun er það útflutningsfyrirtæki sem flytur út langmest af þurrkuðum afurðum til Níger- íu. „Við vorum með 55% útflutnings til Nígeríu árið 2002 og fyrstu þrjá mánuði þessa árs vorum við með 62% útflutningsins,“ segir Hilmar. Það er til marks um stækkun markaðarins í Níger- íu að afurðaverð hefur ekki lækkað, þrátt fyrir veru- lega framleiðsluaukningu. „Nei, þvert á móti hækk- aði verðið í dollurum í mars sl.,“ segir Hilmar og hefur ekki svar á reiðum höndum af hverju markað- urinn í Nígeríu stækkar svo hratt fyrir þurrkaðar af- urðir. „Nei, ég tel að á því sé ekki nein ein skýring. Það er þó ljóst að varan er orðin mun vandaðri en áður og því eru kvartanir fátíðari. Efnahagur Níger- íumanna hefur verið að batna og það hefur að sjálf- sögðu líka mikið að segja. Hinu má þó ekki gleyma að þetta er það dýr vara í Nígeríu að stór hluti þjóð- arinnar hefur ekki efni á að kaupa hana,“ segir Hilm- ar. Nígeríumenn mylja niður þurrkaða fiskhausa og -hryggi frá Íslandi og nota í einskonar súpu sem út í er sett grænmeti, kjúklingakjöt o.fl. Þetta þykir mikið lostæti. „Þessi súpa er vissulega hátíðarmatur og maður heyrir á fólki að það dreymir um að geta borðað slíkan mat einu sinni í viku,“ segir Hilmar, en neysla á þurrkuðum fiskafurðum frá Íslandi er nokkuð svæðaskipt í Nígeríu. Fyrst og fremst eru kaupendur í austurhluta landsins, sem við þekktum hér á árum áður undir nafninu Biafra, og einnig er Horft yfir einn af mörgum útimörkuðum í Nígeríu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra og sendiherra, með Hilmari í Nígeríu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.