Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 30

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 30
30 F R É T T I R Auk frétta- og upplýsingamiðl- unar stundar InterSeafood Íslandi hf. sölu- og markaðsstarf fyrir ferskan fisk og sjávarafurðir. Darri Gunnarsson, framkvæmdastjóri sagðist í samtali við Ægi fagna þessu samkomulagi og vera þess fullviss að það ætti eftir að verða báðum vefsvæðunum til heilla. „Samstarfið við Athygli er mjög mikilvægt fyrir okkur. Við höfum lengi stefnt að samvinnu við prentmiðil í sjávarútvegi en það tel ég að styrki okkur verulega. Athygli ehf. mun leggja okkur til upplýsingar úr Sjómannaalman- akinu og Skipaskránni og sjá um sölu auglýsinga fyrir InterSeafood en þar á bæ er mikil þekking og reynsla á þeim vettvangi. Við munum á hinn bóginn bæta frétt- um úr sjávarútvegi inn á skipa- skrárvef Athygli á slóðinni www.skipaskra.is.“ Darri sagði að með samningi þessum væri InterSeafood að út- hýsa verkefnum sem aðrir gætu leyst betur og starfsmenn hans gætu einbeitt sér að mikilvægari þáttum í starfseminni ásamt því að auka gildi upplýsingamiðlunar á vefnum. „Við munum áfram kappkosta miðlun frétta- og upp- lýsinga ásamt því að hleypa meiri krafti í sölu- og markaðsstarf sem er okkar viðamesta verkefni,“ sagði Darri. Valþór Hlöðversson, fram- kvæmdastjóri Athygli undirritaði samninginn við InterSeafood fyrir hönd fyrirtækisins. „Það var árið 2000 sem Athygli keypti útgáfu- réttinn að Sjómannaalmanakinu og Skipaskránni sem Fiskifélag Íslands hafði gefið út um áratuga- skeið. Við ákváðum strax að setja upplýsingar úr skipaskránni út á vefinn og opnuðum vefsvæðið www.skipaskra.is í þeim tilgangi. Þar er að finna ítarlegar upplýs- ingar um öll íslensk skip, myndir af þeim, tæknilegar upplýsingar, úthlutað aflamark o.s.frv. Einnig geta menn nágast þar allt sem þeir þurfa að vita um íslenskar hafnir, útgerðarfélög og þjónustu- aðila í greininni. Vefurinn www.interseafood.com er hins vegar öflugasti frétta- og upplýs- ingavefur um sjávarúveginn hér á landi og með því að samtengja þessa tvo gagnabanka geta net- verjar á einum stað nálgast allt sem þeir þurfa að vita um íslensk- an sjávarútveg,“ sagði Valþór í samtali. www.skipaskra.is og www.interseafood.com: Samtengdir gagnabankar um íslenskan sjávarútveg Fyrirtækin Athygli ehf. og InterSeafood Íslandi hf. hafa gert með sér samstarfssamning um að kynna og markaðssetja vefina www.skipa- skra.is og www.interseafood.com sameiginlega. Markmiðið með sam- starfinu er að stórefla þessa vefi og stunda hagkvæma og öfluga vef- miðlun upplýsinga í sjávarútvegi Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athyglitil vinstri og Darri Gunnarsson, framkvæmdastjóri InterSeafood Íslandi hf. handsala samkomulagið sem þeir segja afar mikilvægt fyrir bæði fyrirtækin. Ljósm. grv.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.