Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 41

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 41
41 Sú fagra Einkar fríð, ung stúlka er að sækja skóna sína til skósmiðsins og spyr hvað viðgerðin kosti. - Langan og innilegan koss, segir skósmiðurinn. - Er hægt að borga eftir lokun? - Já, auðvitað! - Fínt. Þá kemur amma í kvöld og borgar! Vín með matnum Ungt og ástfangið par er úti að borða í fyrsta sinn. Hann tekur í höndina á henni og seg- ir ástúðlega: - Mér þykir svo vænt um þig að ég gæti étið þig. - Og ég gæti gleypt þig með húð og hári, svarar hún. Þjónninn, sem staðið hefur við borðið og hlustað á: - Afsakið, en viljið þið ekki drekka eitthvað með?!? Sá fótalausi - Þjónn! Það er bara ein löpp á þessum kjúklingi! - Og hvað með það? Ætlarðu að dansa við hann? Golfið best Hvítur maður, svartur og arabi sátu á kaffihúsi og gortuðu af fjölskyldum sín- um. Sá hvíti er að rifna úr monti: - Ég á sex syni og bráðum eignast konan mín þann sjöunda. Hugsið ykk- ur, sjö synir! Heilt körfuboltalið! Þeim svarta þótti lítið til koma: - Þetta er nú ekki mikið. Ég á tíu syni og bráðum eignast konan mín þann ellefta. Þá á ég heilt fótboltalið! Arabinn hristi höfuðið, vorkunnlátur: - Æi, vesalingarnir! Ég á sautján kon- ur. Ein í viðbót og þá á ég 18 holur! Sá stífi Lögreglan var snemma morguns að kanna ástand ökumanna og stöðvaði unga ljósku og létu hana blása í blöðru. Hún gerði það mótþróalaust og lög- reglumaðurinn skoðaði árangurinn. - Jæja, vinan, sagði hann, alvarlegur í bragði, - þú hefur sannarlega fengið þér of marga stífa í nótt. - Almáttugur, sagði ljóskan, - er hægt að sjá það líka?!? Ekki málið Óli sífulli keypti sér nýja skó og af- greiðslumaðurinn sagði: - Þeir gætu þrengt svolítið að fyrstu dagana. - E ... ek ... ekki málið, sagði Óli. - No ... no ... nota þá ekki fyrr en á lau ... lau ... laugardaginn! Sá þögli Óli og Stína eru orðin öldruð og búa ein langt úr alfaraleið. Kvöld eitt kem- ur Óli inn, sest í ofnkrókinn með hend- ur í vösum, starir fram fyrir sig, súr á svip, og segir ekki orð. Enginn eldivið- ur var inni svo Stína verður sjálf að fara út og sækja hann. Þegar hún var búin að hlaða eldiviðarkubbunum snyrtilega í stafla við ofninn sest hún makindalega í ruggustólinn, snýr sér að manni sín- um og segir: - Heyrðu, Óli minn, er eitthvað að? - Ég fann þumalfingur úti hjá öxinni! Hagstæðar kynbætur - Í Ástralíu er farið að æxla saman kengúru og bjór. - Til hvers? - Til að fá pels með vösum! Vel kvæntur Hann var dálítið þorstlátur og fór á krána á hverju kvöldi. Á heimleiðinni stytti hann sér alltaf leið með því að fara gegnum kirkjugarðinn. Konan var orðin leið á venjum bónda síns og kvöld eitt steypti hún yfir sig laki og faldi sig bak við legstein. Þegar eiginmaðurinn kom að venju slagandi gegnum garðinn kom hann auga á veruna. - Hver ert þú? - Ég er fjandinn, svaraði konan með dimmri og rámri rödd. - Ja, þá þarf ég aldeilis að tala við þig, drafaði í manninum, - ég er nefni- lega giftur systur þinni! Sá vel launaði - Fékkstu virkilega launahækkun, elsk- an? - Já, reyndar. Nú höfum við bráðum efni á að lifa eins og við gerum! Smjaður - Hefurðu tekið eftir því, Matthildur, að heimskustu karlmennirnir fá alltaf fallegustu konurnar? - Nei, nú ertu að smjaðra fyrir mér! Sannur skoti - Ef þú kaupir ekki farmiða þá hendi ég töskunni þinni út um gluggann, sagði rútubílstjórinn höstugur við Skotann. - Morðingi! öskraði Skotinn. - Ætlar þú að drepa yngsta son minn?! Að skrifa skiljanlega Forstjórinn við nýja ritarann: - Heyrðu, fröken! Bréf frá þessu fyrir- tæki þarf að skrifa þannig að hver hálf- viti skilji það! - Já, hvað er það sem forstjórinn skil- ur ekki? Fróðlegt að vita Lögfræðingur og læknir hittust í rán- dýrum lúxusveiðitúr. - Ég er hérna vegna þess að húsið mitt brann til ösku og allar eigur mín- ar. Tryggingafélagið borgaði mér háar bætur, sagði lögfræðingurinn. - Skrýtin tilviljun, sagði læknirinn. - Ég er hérna vegna þess að allt sem ég átti eyðilagðist í flóði og tryggingafé- lagið mitt bætti mér líka tjónið. Lögfræðingurinn leit hissa og ringlaður á lækninn: - Er það virkilega? Hvernig komstu á stað flóði?! Sá tortryggni - Þú trúir nú engu, Árni! - Ja, ég trúi bara því sem ég skil. - Sama er! Eftirmenntun Stúlka ein fór til miðils í von um að ná sambandi við ömmu sína, sem dó fyrir nokkru og hún saknaði sárt. Augnalok miðilsins byrjuðu að titra og hann fór að stynja. Svo kom rödd sem sagði: - Elsku barnabarn, ert þú þarna? Barnabarnið með tárvot augu: - Amma, ert þetta þú? - Já, elsku barnabarn, þetta er ég. - Ert þetta virkilega þú, amma? spyr stúlkan aftur. - Já, auðvitað er þetta ég, elsku barnabarn. Stúlkan þegir stundarkorn. - Amma, bara ein spurning. Hvenær lærðirðu að tala íslensku? Göngulag - Þjónn! Hafið þér froskalæri? - Nei, ég geng alltaf svona! P L O K K F I S K U R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.