Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 40

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 40
40 E R L E N T Hinn 1. ágúst nk. taka gildi í Noregi reglur, sem Evrópusam- bandið setur um vinnu- og hvíld- artíma sjómanna um borð í norskum fiskiskipum. Þó eru gerðar undantekningar þannig að breytingar verða í heildina ekki ýkja miklar frá því sem nú tíðkast, segir í Fiskaren. Þegar ESB krafðist þess á síð- asta ári að reglurnar yrðu teknar upp urðu norskir sjómenn bæði undrandi og gramir. Þeir eru ekki vanir því að vinnu- eða hvíldar- tími sé aðalatriði þegar vertíð stendur sem hæst. Evrópusambandið hefur sam- þykkt að veittar verði rúmar und- anþágur í sérstökum tilvikum sem þessum. Þá er gert ráð fyrir að vinnutími verði ekki lengri en 48 tímar á viku á hverju 12 mán- aða tímabili og aldrei lengri en 77 tímar á viku. Hvíldartími, sem má vera tvískiptur, skal vera tíu tímar á sólarhring. „Þetta er ásættanlegt. Í samn- ingum eru nú þegar ákvæði um að vinnu- og hvíldartíma skuli hagað þannig að öryggi sé sem best tryggt og ég álít að sjómenn muni sáttir við það,“ segir Hege Strand hjá Sjóferðaeftirlitinu, en hún hefur aðallega sinnt þeim málum sem snerta fiskiskip. Hún telur að einna erfiðast verði fyrir sjómenn á minnstu bátunum að fara eftir nýju reglunum. „Á úthafsveiðiflotanum eru þegar í gildi samningar sem eru í samræmi við reglur ESB en ég held að erfitt geti orðið fyrir sjó- menn á dagróðrabátum að fara eftir þeim. Þótt nýju reglurnar séu sveigj- anlegar ætlast bæði ESB og norsk stjórnvöld til þess að þær séu teknar alvarlega. „Ef grunur leikur á að reglurn- ar séu brotnar munum við krefj- ast aukins eftirlits. Það verður aldrei viðurkennt að auknir tekjumöguleikar útgerða og sjó- manna réttlæti brot á þeim, segir Hege Strand. Nýju reglurnar hafa þegar tekið gildi á dönskum fiskiskipum og Svíar eru að undirbúa reglur svip- aðar þeim norsku. Það eru at- vinnu- og viðskiptamálaráðuneyt- ið sem standa að fyrstu reglunum um vinnu- og hvíldartíma sjó- manna á fiskiskipum. Eins og áður segir er miðað við að þær taki gildi 1. ágúst nk. „Fiskpilla“ handa konum Fyrirtækið Pronova Biocare hefur sett í eina töflu Omega-3 fitusýr- ur og kalk. Þar með er komið nýtt fæðubótarefni, sem er sér- staklega ætlað konum. Þeim er hættara við beinþynningu en körlum. Daglegur skammtur af kalki getur minnkað líkur á bein- brotum, segir dr. scient Ranghild Rønneberg í fréttatilkynningu frá fyrirtækinum í Bærum. Það hefur sýnt sig að Omega-3 fitusýrur milda dæmigerða kvennakvilla, svo sem verki við blæðingar, þunglyndi og mígren. Þessi bæti- efni er nú hægt að fá í einni og sömu töflunni, sem hefur fengið nafnið „Triomega Women“, segir í Fiskaren. ESB-reglur um vinnutíma sjómanna

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.