Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 6
6
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L
Framhjá þeirri staðreynd verður ekki
horft að Íslendingar eru fiskveiðiþjóð.
Sjávarútvegurinn hefur í gegnum tíð-
ina lagt grunninn að þeirri velsæld
sem við búum við í dag. Hlutfallslega
stendur sjávarútvegurinn þó ekki
undir jafn miklum hluta þjóðartekna
og áður, enda hefur t.d. ferðaþjónust-
an og áliðnaður sótt mjög í sig veðrið.
Engu að síður byggist afkoma okkar
Íslendinga sem fyrr að stórum hluta á
því hvernig fiskast á hverjum tíma. Ef
ein loðnuvertíð rennur út í sandinn,
þá finnur fjármálaráðherrann heldur
betur fyrir því í ríkisbókhaldinu.
Miðað við mikilvægi sjávarútvegs-
ins fyrir íslenskt efnahagslíf á sjó-
mannadagurinn fyllilega rétt á sér.
Þessi dagur, sem fyrst var haldinn há-
tíðlegur að frumkvæði Farmanna- og
fiskimannasambandsins og sjómanna-
félaganna í Reykjavík og Hafnarfirði
árið 1938, beinir sjónum fólks í land-
inu að þeim mikilvægu og fórnfúsu
störfum sem sjómenn inna af hendi.
Þetta er hátíðisdagur sjómannanna og
fjölskyldna þeirra, útgerðanna, og
landvinnslufyrirtækjanna.
Um tíma dró úr hátíðleika og
mætti sjómannadagsins, en hann hef-
ur aftur sótt í sig veðrið á síðustu
árum og þátttakan er víðast hvar
prýðilega góð. Í Reykjavík hefur t.d.
verið farin sú leið að efna til svokall-
aðrar „Hátíðar hafsins“, þar sem leit-
ast er við að höfða til fjölskyldufólks
með ýmiskonar afþreyingu og fróð-
leik. Skemmst er frá því að segja að
þetta fyrirkomulag á sjómannadagshá-
tíðarhöldunum í höfuðborginni hefur
gefist afar vel og er öllum aðstandend-
um til mikils sóma.
Sjómannadagurinn er gjarnan nýtt-
ur í ræðum og riti til þess að vekja
máls á ýmsum baráttumálum sjó-
manna. Öryggismálin eru sjómönnum
hjartfólgin, sem ekki er skrítið þegar
haft er í huga að á hverjum degi eru
sjómenn að takast á við Ægi í öllum
sínum fjölbreytileika. Það er umhugs-
unarefni að á síðustu öld er talið að
við Íslendingar höfum misst hátt í
fjögur þúsund sjómenn í slysum.
Skipin og bátarnir eru vitaskuld betri
nú en á öndverðri síðustu öld, en engu
að síður eru hætturnar alltaf fyrir
hendi. Ekki er langt síðan mannbjörg
varð þegar annars vegar trilla sökk við
suðvesturhornið og hins vegar á
Húnaflóa og strand Baldvins Þor-
steinssonar EA, eins af flaggskipum
flotans, er fólki í fersku minni.
Hversu fullkomin sem tæknin er, þá
nær hún aldrei að skáka náttúruöflun-
um. Slysin gera ekki boð á undan sér
og því er ekki skrítið þótt sjómanna-
stéttin þreytist seint á að hamra á
mikilvægi þess að öryggismálin séu í
lagi. Það er enginn vafi að stofnun
Slysavarnaskóla sjómanna á sínum
tíma var gríðarlega stórt framfaraspor
varðandi öryggismálin. Og tilkoma
stóru þyrlu Gæslunnar var líka mikið
heillaspor. Hins vegar er áhyggjuefni
ef þröngur fjárhagsrammi Gæslunnar
stefnir þessum öryggisþætti að ein-
hverju leyti í hættu. Slíkt má einfald-
lega ekki gerast.
Ægir sendir sjómönnum og fjöl-
skyldum þeirra bestu kveðjur á sjó-
mannadaginn.
Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri
Óviðunandi ástand
En ljóst var að margir höfðu skipu-
lagt veiðar miðað við upphafskvótann
og horfðu til frystingar á loðnu fyrir
Japansmarkað og hrognatöku. Dýr-
mætur tími fór til spillis og mikil
verðmæti töðuðust fyrir þjóðarbúið.
Þetta eru vissulega alvarleg tíðindi fyr-
ir félög sem byggja mjög á veiðum og
vinnslu á uppsjávarfiski. Það hlýtur að
vera krafa þeirra sem byggja svo mjög
á þessari starfsemi og einnig þeirra
sem byggja á öðrum stofnum vegna
mikilvægis loðnu í fæðukeðjunni, að
rannsóknir verði efldar þannig að vit-
neskja um þennan stofn verði sem
mest. Þetta er óviðunandi ástand fyrir
alla aðila, fyrirtækin, starfsfólkið og
hluthafana.
(Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður
Síldarvinnslunnar, á aðalfundi SVN)
Uppruni sjávarafurða
Alþjóðleg stórfyrirtæki eru farin að
beina sjónum sínum æ meira að upp-
runa þeirrar vöru sem þau selja, ekki
einungis hollustu og öryggi vörunnar,
heldur líka áhrifum nýtingarinnar á
umhverfið. Hvað fiskinn varðar er
spurt hvort hann komi úr stofni sem er
nýttur á sjálfbæran hátt. Almennt hef-
ur ekki verið unnt að svara því með
óyggjandi hætti, enda engin fullnægj-
andi skilgreining til auk þess sem að-
stæður eru misjafnar milli stofna og
svæða. Með leiðbeinandi reglum FAO
verður til grunnur að slíku mati sem
ætti að leiða til þess að einstakir stofn-
ar verði metnir á út frá sama grunni.
Nú er staðan sú að mörg þessara fyrir-
tækja hafa farið þá leið að setja eigin
kröfur til veiða og nýtingar stofna áður
en þau selja afurðirnar sem afurðir úr
stofni sem nýttur er með sjálfbærum
hætti. Sem dæmi má nefna Carrefour,
McDonalds og Unilever.
(Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra,
á Fiskiþingi 2004)
Óvissunni verður að eyða
Til að setja sjávarútveginn í sam-
hengi við atvinnulífið á Íslandi vil ég
benda á að markaðsvirði hlutafjár í KB
banka er tæpir 150 milljarðar króna
og markaðsvirði hlutafjár í Pharmaco
er um 130 milljarðar króna. Markaðs-
verð hlutafjár í sjávarútvegi hef ég
metið um 160 milljarða króna. Þótt
þessar þrjár greinar, fjármálaþjónusta,
lyfjaiðnaður og sjávarútvegur, séu ólík-
ar eiga þær margt sameiginlegt. Þær
skapa tekjur fyrir samfélagið og at-
vinnu fyrir fólkið. Forsenda þessa er að
fyrirtæki í greinunum séu arðbær. Fyr-
irtækin verða ekki arðbær nema
rekstrarumhverfið sé skynsamlegt.
Ekkert fyrirtæki í þessum greinum
getur til lengri tíma búið við óvissu og
óstöðugleika í rekstrarumhverfinu. Við
slíka óvissu og slíkan óstöðugleika þarf
sjávarútvegur samt að búa.
(Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar, á aðalfundi félagsins)
U M M Æ L I
Hátíðisdagur sjómanna