Ægir - 01.05.2004, Side 18
V I Ð TA L
Árni var í brúnni á Baldvin
nóttina örlagaríku, aðfaranótt 9.
mars. Skipið var á loðnuveiðum
suður af Skálafjöru í Meðallands-
sandi og trúlega hefur nótin farið
undir skipið með þeim afleiðing-
um að hún fór í skrúfuna. Afleið-
ingarnar urðu þær að skipið rak
stjórnlaust upp í sandinn. Það
setti óhug að landsmönnum þeg-
ar þeir heyrðu þessi tíðindi í út-
varpi að morgni 9. mars. Hið
ótrúlega hafði gerst, stórt og öfl-
ugt skip hafði strandað. Í hönd
fóru dagar þar sem björgunar-
menn lögðu dag við nótt við að
ná skipinu af strandstað. Og það
tókst kl. 02 aðfaranótt 17. mars.
Þjóðin fagnaði og tók þátt í gleð-
inni með áhöfn skipsins, stjórn-
endum Samherja og öllum sem að
björguninni kom. Þessa daga í
mars var unnið sannkallað þrek-
virki í Skálafjöru.
Var aldrei gripinn hræðslu
Árni skipstjóri segir að í hraðri
atburðarrás aðfaranótt 9. mars
hafi honum tekist að halda ró
sinni. „Það var ekkert hægt að
gera í þessari stöðu, við urðum að
einbeita okkur að því að bjarga
því sem bjargað varð. Ég var
aldrei gripinn hræðslu, þar sem
ég vissi að þyrla Landhelgisgæsl-
unnar var á leiðinni og björgunar-
sveitir voru komnar á sandinn.
Skipið þekki ég nokkuð vel og ég
taldi mig vita hvernig það myndi
haga sér. Og ég var heldur ekki í
nokkrum vafa um að okkur
myndi lánast að koma mann-
skapnum í land. Auðvitað er þó
alltaf hætta samfara slíkum að-
stæðum, en sem betur fer gekk
þetta allt vel og enginn slasaðist.
Þegar upp er staðið skiptir það
öllu máli.“
Yfirveguð áhöfn
Árni segist aldrei hafa velkst í
vafa um að skipið myndi nást af
strandstað, annað hafi ekki komið
til greina. „Fyrst skipið fór þarna
upp, þá var ég sannfærður um að
það færi aftur út. Og ég var enn
sannfærðari um það eftir að ég sá
hvernig skipið snerist í fjörunni.
Spurningin var bara sú í mínum
huga hversu langan tíma tæki að
ná skipinu út. Ég tel að menn
hafi staðið hárétt að björgunarað-
gerðum, það var rétt ákvörðun að
fá strax þetta öfluga dráttarskip
frá Noregi,“ segir Árni.
Árni var í brúnni þegar skipið
losnaði af strandstað aðfaranótt
17. mars. „Tilfinningin var ólýs-
anleg þegar skipið losnaði,“ segir
Árni. Hann neitar því að hann
hafi á einhverjum tímapunkti
ásakað sig fyrir að skipið fór upp í
fjöru. „Nei, það geri ég ekki. Ef
maður væri að ásaka sig um ýmis-
legt sem gerist úti á sjó, þá held
ég að maður færi ekki marga
túra.“
Árni segir að sér sé efst í huga
hversu yfirveguð áhöfn skipsins
var þegar það var að stranda og þá
daga sem unnið var að björgun-
inni. „Það er engin spurning í
mínum huga að sú þjálfun sem
menn hafa fengið í Slysavarna-
skóla sjómanna skilaði sér að
fullu. Hver og einn gekk að sínu
verki og að öllu var staðið mjög
fagmannlega. Þetta gekk í raun
eins og smurð vél. Ég fann ekki
annað en að allir væru samstíga
um að skipið færi út. Starfsmenn
Gæslunnar unnu sitt starf óað-
finnanlega og það sama má segja
um alla þá björgunarmenn sem
komu að þessu verki. Þeir unnu
frábært starf, sem seint verður
fullþakkað.“
Skrif DV
Óhætt er að segja að þjóðin hafi
fylgst vel með hverju skrefi við
Árni V. Þórðason, skipstjóri á Baldvini Þorsteinssyni EA 10:
Góð tilfinning að finna
þegar skipið losnaði
„Það er ekki hægt að segja að langur aðdragandi hafi verið að þessu.
Við vorum þarna að loðnuveiðum og urðum fyrir því óláni að nótin fór
í skrúfuna. Því miður er alltaf sú hætta fyrir hendi þegar veiðarfæri eru
sett í sjó að slíkt geti skeð. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að hafa sam-
band við Landhelgisgæsluna og láta vita hvað hefði gerst. Síðan kom
skip, Bjarni Ólafsson AK, sem var á veiðum á sama svæði, en tilraunir
til þess að draga skipið frá landi báru ekki árangur. Það má segja að
þetta hafi verið einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp,“ segir Árni
V. Þórðarson, skipstjóri á Baldvini Þorsteinssyni EA 10.
Baldvin Þorsteinsson
EA 10 á miðunum.
Mynd: Björn Valur Gíslason.