Ægir - 01.05.2004, Síða 24
24
Víðir segir að ferðin hafi verið
afar lærdómsrík og mikið af
gagnlegum upplýsingum hafi
fengist sem nýtist hérlendum
kræklingaframleiðendum mjög
vel. Víðir segir að kræklingarækt-
in á Prince Edward eyju eigi sér
um fimmtán ára sögu, áður hafi
hún ekki verið til staðar. Í kjölfar
hruns fiskveiða í Lawrence-flóan-
um hafi stjórnvöld hins vegar
stutt við bakið á fyrirtækjum á
Prince Edward til að byggja upp
kræklingaræktina og nú sé hún í
raun orðin stóriðja á svæðinu, árs-
framleiðslan er um 20 þúsund
tonn.
Ekki ólíkar aðstæður í Kanada
Víðir segir fróðlegt að sjá hvernig
Kanadamennirnir bregðist við
þykkum ís á svæðinu. Línunum
sé sökkt djúpt yfir vetrarmánuð-
ina og líkur á áföllum séu þannig
mun minni. Af þessu segir Víðir
að hérlendir kræklingaræktendur
geti ýmislegt lært, án efa sé unnt
að minnka líkurnar á skemmdum
á línunum með því að sökkva
þeim niðurfyrir ölduna. „Það er
fjölmargt sem við getum lært af
Kanadamönnunum og við mun-
um miðla þessari þekkingu til
framleiðenda hér heima,“ segir
Víðir. Hann bætir við að hérlend-
ir kræklingaframleiðendur hafi
glímt við það vandamál að losa
spunaþráðinn sem skelin festir sig
við kaðlana. „Þetta hefur valdið
okkur nokkrum erfiðleikum og
við töldum að þetta væri sérís-
lenskt vandamál. Fyrir vikið hef-
ur spænskur vélbúnaður ekki
hentað okkur sem skyldi. Það
kom hins vegar á daginn að
Kanadamenn glíma við ekki
ósvipað vandamál og til þess að
leysa það hafa þeir yfir að ráða
sérhönnuðum vélbúnaði. Við get-
um vafalaust nýtt okkur slíkan
búnað hér og alla þá þekkingu
sem Kanadamennirnir hafa verið
að afla sér á undanförnum árum.“
Víðir segir að tvímælalaust
veiti það íslenskum kræklinga-
ræktendum byr í seglin að við
þær aðstæður sem Kanadamenn
búa á Prince Edward sé atvinnu-
greinin að ganga mjög vel og vert
sé að hafa í huga að þar glími
menn við mun fleiri og stærri
vandamál en hér á landi. „Á
Prince Edward er verið að rækta
Fulltrúar frá Norðurskel kynntu sér kræklingaræktun á Prince Edward:
Getum margt lært af
Kanadamönnum
- segir Víðir Björnsson hjá Norðurskel
„Tilgangur með ferðinni vestur var fyrst og fremst að kynnast hvernig
Kanadamennirnir stæðu að kræklingaræktinni yfir vetrarmánuðina.
Við höfum kynnt okkur kræklingarækt víða í Evrópu, en okkur vantaði
að sjá ræktun sem væri eitthvað nálægt þeim aðstæðum sem við þekkj-
um hér heima. Það sem við sáum í Kanada sannaði fyrir mér að við ætt-
um að hætta að væla, Kanadamennirnir búa við mun erfiðari aðstæður
en við. Við vorum þarna í kringum 20. apríl og þá var mikið vetrarríki
og ís yfir öllu,“ segir Víðir Björnsson, kræklingaræktandi hjá Norður-
skel í Hrísey, en hann gerði sér ferð vestur á Prince Edward eyju, sem er
skammt norðan við Nova Scotia í Kanada.